Morgunblaðið - 15.12.2016, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.12.2016, Blaðsíða 38
38 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2016 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Hröð og góð þjónusta um allt land Eigum einnig til mikið úrval af perum og öryggjum í bíla Áratuga reynsla Langstærstir í viðgerðum og sölu á Alternatorum og Störturum SVIÐSLJÓS Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Rogue One, nýjasta kvikmyndin í Stjörnustríðsbálknum, verður frum- sýnd hér á landi á miðnætti í kvöld. Ólíkt fyrri Stjörnustríðsmyndum er ekki um eiginlegan „kafla“ í geim- óperunni að ræða, heldur fjallar myndin um þá atburði sem gerðust í aðdraganda fyrstu myndarinnar, sem kom út árið 1977. Tilurð myndarinnar má rekja til þess þegar kvikmyndafélagið Disney keypti réttinn að Stjörnustríðsmynd- unum af George Lucas, höfundi myndanna árið 2012. Þá þegar var sett af stað áætlun um þrjár fram- haldsmyndir, kafla sjö til níu, sem myndu koma út á tveggja ára fresti, en inni á milli myndu koma út mynd- ir, sem væru ótengdar hinum að öðru leyti en því að þær gerðust innan sama söguheims. Þessi ákvörðun Disney hefur gefið vel af sér til þessa því að Force Awakens, sem kom út í fyrra, var vel tekið af flestum aðdáendum Stjörnu- stríðs sem og almennum bíóáhorf- endum. Hún varð fljótlega söluhæsta mynd sem Disney hefur gefið út, og stefnir allt í að Rogue One muni verða álíka vinsæl. Sem dæmi má nefna, að forsala á miðum á myndina vestanhafs hefur gengið framar von- um, og situr Rogue One nú í öðru sæti yfir þær myndir sem hafa selt flesta miða fyrir frumsýningardag- inn, á eftir Force Awakens. Meiri stríðsmynd en þær gömlu Söguþráður Rogue One snýst um baráttu uppreisnarmanna gegn hinu illa keisaraveldi, sem öllu ræður í stjörnuþokunni langt, langt í burtu. Þeir hafa komist á snoðir um að keis- arinn sé að láta byggja öflugt vopn, Helstirnið, sem muni geta gert út af við uppreisnina í einu vetfangi. Aðalsöguhetjan að þessu sinni er Jyn Erso, sem leikin er af Felicity Jones, en hún er smáglæpamaður, sem lent hefur ítrekað upp á kant við ríkjandi yfirvöld, hverju nafni sem þau nefnast. Uppreisnarmenn sann- færa hana um að stela áætlununum um Helstirnið, en ljóst er að faðir hennar, sem Mads Mikkelsen leikur, hefur komið þar nærri. Henni til að- stoðar er einvala lið, leitt af Cassian Andor, sem Diego Luna leikur. Leikstjóri myndarinnar er Gareth Edwards, en hann hefur áður gert myndirnar Monsters og svo nýjustu útfærsluna af Godzilla. Í viðtölum hefur Edwards sagt að áherslan að þessu sinni hafi verið frekar á „stríðs- hlutann“ af Stjörnustríði, og á mynd- in að minna á gamlar stríðsmyndir. Eitt af því sem gert var til þess að búa til rétt andrúmsloft var að taka gamlar ljósmyndir úr seinni heims- styrjöld og Víetnam-stríðinu og teikna þær upp á nýtt, þannig að þær litu út fyrir að gerast á tímum Stjörnustríðsins, með geimflaugum og öllu tilheyrandi. „Myndverið elsk- aði þessar ljósmyndir, allir voru mjög hrifnir af þessu og þeir sögðu við mig: „Farðu og gerðu svona mynd,“ og það er það sem við gerðum,“ sagði Edwards við AFP-fréttastofuna. Hann játaði þar að það hefði verið talin nokkur áhætta fyrir Disney að gefa út mynd af þessu tagi, sem lík- lega verður seint kölluð fjöl- skylduvæn. Að sögn þeirra sem séð hafa myndina minnir hún mest á framhaldsmyndina Empire Strikes Back, sem þykir vera nokkuð dökk miðað við bálkinn í heild sinni. Á meðal þeirra er George Lucas sjálfur, og sagði Edwards að hann hefði verið mjög taugaóstyrkur á meðan Lucas horfði á myndina. „Ég get í sannleika sagt að ég geti dáið ánægður núna,“ sagði Edwards um einkunnina sem Lucas gaf myndinni. Hvort Stjörnustríðsfíklar verði jafn- ánægðir kemur síðan í ljós á næstu dögum. Nýr kafli Stjörnustríðsins  Nýjasta Stjörnustríðsmyndin, Rogue One, markar nýja stefnu Disney  Hluti myndarinnar var tekinn upp hér á landi  Aðeins Force Awakens hefur selt fleiri miða fyrir frumsýningardaginn AFP Heimsfrumsýning Þessi risastóra X-vængja, helsta geimflaug uppreisnarmanna, beið bíógesta á heimsfrumsýn- ingu Rogue One fyrr í vikunni. Myndin verður tekin til almennra sýninga hér á landi í nótt og á morgun. Ísland var á meðal helstu tökustaða fyrir Rogue One og bregður land- inu vel fyrir í auglýsingastiklum myndarinnar. Tökur fóru fram hér á landi um haustið 2015 og var tökuliðið meðal annars við Hjör- leifshöfða og Hafursey. Sagði í fréttum þeirra tíma að tökurnar færu fram með mikilli leynd. Danski stórleikarinn Mads Mikkel- sen var á meðal þeirra sem komu hingað til lands, en hann leikur föð- ur aðalsöguhetjunnar Jyn Erso. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að- standendur Stjörnustríðsmyndanna leita til Íslands til þess að finna staðgengla fyrir hinar fjarlægu reikistjörnur geimævintýrisins, en tökulið á vegum J.J. Abrams, leik- stjóra Force Awakens, var hér við tökur um tíma. Svo virðist þó sem að þær tökur hafi aðallega verið til þess að fá bakgrunnsmyndir sem síðar var tölvuteiknað á. Þó bárust einhverjar fregnir af því að vákinn Loðinn hefði sést hér á landi kljást við hersveitir Fyrstu reglunnar, arftaka keisaraveldisins. Keisaraliðar Hersveitir keisaraveldisins fikra sig nær bóndabýli á hrjóstr- ugri reikistjörnu. Hluti Rogue One var tekinn upp hér á Íslandi 2015. Landið í stóru hlut- verki í stiklunum  Tökur voru m.a. við Hjörleifshöfða „Við hófum forsöluna 29. nóv- ember og strax á fyrsta degi var gríðarmikil umferð,“ segir Þor- valdur Árnason, framkvæmda- stjóri SamFilm. Hann bendir á að forsala á miðum hafi almennt séð ekki verið mikil hér á landi, það séu helst vinsælar kvikmynda- seríur eins og Harry Potter og Lord of the Rings sem trekki að í forsölu. Í fyrra hafi Force Awak- ens hins vegar slegið öll met hvað forsölu varðar. Rogue One stefnir í að verða næstvinsælasta myndin í forsölu miða hér á landi sem og annars staðar í heim- inum. Til dæmis hafi selst á fyrsta hálftímanum upp á fyrstu sýninguna, sem verður á mið- nætti í kvöld. „Við sjáum yfirleitt ekki svona stórar tölur í forsölu. Stjörnustríðsmyndirnar eru þarna í algjörum sérflokki.“ Í sérflokki FORSALA Á MYNDUM AFP Búningar Loðinn, Lilja Ósk prinsessa og hermenn keisaraveldisins voru á meðal þeirra sem kíktu á frumsýningu Rogue One í Frakklandi í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.