Morgunblaðið - 15.12.2016, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.12.2016, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2016 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Í annað sinn á árinu felldu sjómenn kjarasamninga við útgerðarfyrir- tæki innan Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS. Því hófst ótíma- bundið verkfall sjómanna á fiski- skipaflotanum klukkan 20 í gær- kvöldi og átti þá að hætta öllum veiðum. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Ís- lands, segir niðurstöðuna vera viss vonbrigði, en reiknar með að deilu- aðilar verði boðaðir á fund ríkissátta- semjara fljótlega þangað sem deilan sé komin á ný. Heiðrún Lind Mar- teinsdóttir, framkvæmdastjóri Sam- taka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir að „ósætti, sem ekki er hönd á fest- andi, er erfitt að lækna“. Valmundur segist telja að óánægja sjómanna snúist um að ekki hafi verið nóg í samningunum og laun þeirra hafi lækkað undanfarið út af breytingum á gengi og sölu af- urða erlendis. „Sjómenn eru ekki sáttir við að fá ekki meira og næst reynum við að fá einhverja breytingu á þessu,“ segir hann. Spurður hvort hann eigi þar við breytingu á hlutaskiptakerfinu seg- ist hann ekki reikna með að fá slíkt í gegn, „Einhverja leiðréttingu þurf- um við að sækja, en ég held að rétt sé að leyfa nóttinni að líða áður en við gefum einhverjar yfirlýsingar,“ sagði Valmundur. Nú er að vinna úr stöðunni Spurður um stöðu hans sem for- manns Sjómannasambandsins í ljósi þess að nú er búið að fella samninga við útgerðina tvívegis á árinu segir Valmundur. „Ég var endurkjörinn formaður fyrir þremur vikum á sjó- mannasambandsþingi og verð áfram í mínu sæti sem formaður Sjómanna- sambandsins. Ég skrifaði undir samningana og lagði til að þeir yrðu samþykktir, en við erum 19 í samn- inganefndinni. Niðurstaðan er viss vonbrigði, en nú liggur hún fyrir og þá er að vinna úr því,“ segir Val- mundur. Heiðrún Lind segir að útgerðin hafi komið verulega til móts við kröfugerð sjómanna og það hafi for- ystumenn sjómanna einnig sagt meðan kosning um samninginn stóð yfir. Erfitt sé að halda núna inn í mögulegar viðræður þegar óljóst sé á hvaða forsendum sjómenn felldu samningana. Útgerð og sjómenn deila gleði og sorg „Eftir því sem við heyrum lýtur óánægja sjómanna að einhverju leyti og kannski að verulegu leyti að styrkingu krónunnar og þar með lækkun launa. Það er hins vegar eðli hlutaskipatanna að útgerð og sjó- menn deila gleði og sorg. Þeir eins og útgerðin hafa átt góða tíma síðustu ár en nú eru blikur á lofti og 2016 hefur verið erfitt vegna styrkingar krónunnar. Óánægja vegna þessarar stöðu verður ekki læknuð með kjara- samningum,“ sagði Heiðrún Lind. Hún segir að þar sem jól og ára- mót fara senn í hönd sé framundan sá tími ársins sem skip séu helst í höfn. Eftir áramót hefðu skip að óbreyttu hafið sjósókn af krafti og verkfall muni því setja verulega stórt strik í reikninginn fyrir útgerðina, sjómenn og samfélagið allt með fjár- hagslegu tjóni fyrir alla aðila. „Niðurstaðan er vonbrigði fyrir alla hlutaðeigandi,“ segir Heiðrún Lind. „Erfitt að lækna ósætti, sem ekki er hönd á festandi“  Sjómenn felldu kjarasamning og verkfall skollið á  Laun hafa lækkað vegna gengisbreytinga  Óánægja vegna slíks verður ekki læknuð með kjarasamningum Valmundur Valmundsson Heiðrún Lind Marteinsdóttir Verkfall Strax eftir að samningar náðust í nóvember héldu fiskiskipin á sjó og á myndinni gera skipverjar á Höfr- ungi III klárt fyrir brottför. Nú hefur sá samningur verið felldur og átti að hífa veiðarfæri klukkan 20 í gærkvöldi. „Gæsastofninn stendur vel um þess- ar mundir,“ segir Arnór Sigfússon, fuglafræðingur hjá Verkís. Hann hélt í gærkvöldi sinn árlega fyrirlest- ur um ástand og horfur í lífi gæsa- og andastofna á landinu. Niðurstöður sínar byggir Arnór á rannsóknum á vængjum af þessum fuglum og eru þeir fengnir frá veiðimönnum víða um landið. Vængirnir og fjaðrirnar af þeim hafa verið flokkaðar eftir tegundum og aldurshópum, það eru annars vegar ungfuglar á fyrsta ári og hins vegar eldri fuglar. Með þessu fást miklar heimildir. Arnór segir að markmið rann- sókna sinna sé að vakta varpárangur stofnanna en hlutfall unga í veiði gefi vísbendingu um varp og viðkomu. Í gær var greint frá rannsókum síð- asta árs en einnig fyrstu niðurstöð- um þessa árs. Þar eru undir væng- sýni úr alls 9.000 fuglum. „Í ár er hlutfall unga hjá grágæs- inni eitt það besta sem ég hef séð í mörg ár. Árið 2011 var það hins veg- ar mjög lágt,“ segir Arnór. Heiða- gæsin hafi hins vegar í ár verið í svipuðum styrk og undarfarin ár, það er rétt undir meðallagi. Stokköndin í meðallagi „Hlutfall unga í helsingjastofnin- um hef ég hins vegar ekki séð jafn hátt og gott í mörg ár. Stokköndin er í meðallagi sýnist mér,“ segir Arnór, sem bætir við að sýni af öðrum teg- undum anda sem hann náði hafi hins vegar verið svo lítið að það reyndist ekki marktækt í rannsóknavinnu. Sitt mat sé því að veiðar á gæsum og öndum megi vera áfram í þeim mæli sem verið hefur – en á ári hverju séu skotnar um 50 þúsund gæsir og 15 þúsund endur. sbs@mbl.is Sterkir stofnar og vísbend- ingar um góða viðkomu  Veiði á öndum og gæsum má vera óbreytt áfram Morgunblaðið/Árni Sæberg Gæs Fuglinn er stór og stoltur og horfir til hafs í Laugarnesinu. 24. júní í sumar var undirritaður kjarasamningur SSÍ og SFS, en hann var felldur í atkvæðagreiðslu sem lauk 10. ágúst. Nýir samn- ingar SFS við stéttarfélögin voru undirritaðir 11. til 15. nóvember en felldir í atkvæðagreiðslu sem lauk í gær. Reiknað er með að fundað verði í deilunni hjá ríkissáttasemj- ara eftir helgi Á kjörskrá hjá Sjómanna- sambandi Íslands voru 1.098 sjó- menn og af þeim kusu 743 eða 67,7% af þeim sem voru á kjör- skrá. Já sögðu 177 eða 23,82% af þeim sem kusu. Nei sögðu 562 eða75,64%. Auðir seðlar voru 4 eða 0,54%. Hjá Sjómannafélagi Íslands var samningurinn felldur með 86% greiddra atkvæða. Á kjörskrá hjá Verkalýðsfélagi Vestfirðinga voru 120 sjómenn og af þeim greiddu 70 atkvæði eða 58,3%. Já sögðu 9 eða 13%. Nei sögðu 61 eða 87%. Hjá Sjómanna og Vélstjórafélagi Grindavíkur voru 654 á kjörskrá og kusu rúmlega 50% félagsmanna. 90 % sögðu nei. Kosningu vélstjóra lýkur á föstudag. Afgerandi niðurstaða SAMNINGAR SJÓMANNA FELLDIR Í TVÍGANG Ekki kemur til þess að íslenskur drengur sem senda átti í fóstur til Noregs á morgun, föstu- dag, fari utan Þetta kemur fram í yfirlýs- ingu Oddgeirs Einarssonar, sem hefur verið lög- maður móður drengsins. Mál þetta var í gær leitt til niður- stöðu, sem er sú að íslensk barna- verndaryfirvöld fari nú með forsjá barnsins og sambærileg yfirvöld ytra falla frá fullnustu dóms Hæsta- réttar Íslands um að þeim sé heimilt að fá barnið afhent. Drengurinn bjó í Noregi með móður sinni. Þar í landi svipti barna- vernd móðurina forræði. Amman fór þá með barnið til Íslands og með því hófust viðræður íslenskra og norskra barnaverndaryfirvalda um málalok sem nú eru fengin. Drengur- inn fer ekki til Noregs  Samið var um forsjá Noregur Dreng- urinn fer ekki. Matvælastofnun hefur takmarkað starfsemi Brún- eggja ehf. að Teigi og í Silfurhöll með þeim hætti að all- ur frekari flutn- ingur varphæna í framleiðsluhúsin er bannaður þar til loftgæði hafa verið aukin. Mælingar stofnunarinnar á amm- óníaki hafa sýnt viðvarandi gildi yfir leyfilegu hámarki í húsunum og þar með að úrbætur eru ekki fullnægj- andi. Ammóníak (NH3) er ertandi lofttegund sem berst úr fugladriti í andrúmsloftið í framleiðsluhúsum ali- fugla. Ef fugladrit er ekki fjarlægt og/eða loftræsting er ófullnægjandi eykst styrkur ammoníaks, sem getur valdið fuglunum vanlíðan, segir á vef MAST. Mælingar Matvælastofnunar á ammóníaki í framleiðsluhúsum Brún- eggja að Teigi og í Silfurhöll í Mos- fellsbæ í október og nóvember sl. sýndu gildi töluvert yfir skilgreindum hámarksgildum í reglugerð um vel- ferð alifugla. Loftgæði verði aukin  MAST takmarkar starfsemi Brúneggja Láttu okkur ráða Elja starfsmannaþjónusta 4 150 140 elja.is elja@elja.is Þarftu að ráða þjónustufólk?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.