Morgunblaðið - 15.12.2016, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 15.12.2016, Blaðsíða 54
54 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2016 VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. Ifor Williams vélavagn 3500 kg. heildarburður, pallur 3,03 x 1,84 m Verð 685.484 kr. +/vsk Fæst í FK, Hagkaupum, Byko, Nettó, Krónunni, Kjarval og Húsasmiðjunni ...ómissandi í eldhúsið! Jólagjöfin í ár – algjör snilld! Hlaða Draga út og vefja Þrýsta og skera Geyma • Klippir plastfilmur og ál • 35% sparnaður • Ódýrari áfyllingar • Má setja í uppþvottavél Engar flæk jur Ekkert vese n www.danco.is Heildsöludreifing Sími 555 2992 og 698 7999 • Við hárlosi • Mýkir liðina • Betri næringar- upptaka Náttúruolía sem hundar elska Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta. Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við mælum með Dog Nikita hundaolíu. Páll Ingi Haraldsson EldurÍs hundar Við mælummeð Dog NIKITA hundaolíu NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda • Fyrirbyggir exem • Betri og sterkari fætur Vafalítið kom um- fjöllun fjölmiðla í síð- ustu viku um verð- bréfaeignir einstakra hæstaréttaradómara fyrir bankahrunið ýmsum lögmönnum og raunar sumum öðrum óþægilega á óvart, að minnsta kosti að því marki sem sömu dómarar höfðu dæmt í málum þar sem talin voru náin tengsl milli verðbréfa- eignar þeirra og sakarefnis. Þó að framsetning fjölmiðla af þeim mál- um verði vart talin til fyrirmyndar þjónaði hún þeim tilgangi að varpa ljósi á ýmis mikilvæg atriði sem nauðsynlegt er að taka til frekari skoðunar í ljósi hagsmuna almenn- ings. Formaður Dómarafélagsins var snöggur að stíga fram á völlinn og lýsa sínum viðhorfum til málsins sem, að mínu viti, fólu ekki í sér öll lagasjónarmið sem skipta máli um mat á því hvenær dómari telj- ist vanhæfur. Frá sjónarhóli lög- manns eru eftirfarandi atriði mikilvæg í umræðuna. Í fyrsta lagi má hafa orð um svokallaða nefnd um dómarastörf sem lögum samkvæmt ber að hafa eftirlit með dómurum landsins. Hana skipa þrír menn samkvæmt tilnefningu Dómarafélagsins, laga- deildar HÍ og ráðherra dómsmála sem tilnefnir formann nefndar- innar. Meirihluti nefndarinnar hef- ur hingað til komið úr röðum starfandi eða fyrrverandi dómara og menn geta nú velt því fyrir sér hvort slíkt eftirlitsfyrirkomulag sé æskilegt og trúverðugt. Í lögum um dómstóla er nefndinni annars vegar ætlað að hafa eftirlit með aukastörfum og eignarhlutum dómara í atvinnufyrirtækjum og hins vegar að taka til meðferðar erindi frá þeim sem telur dómara „hafa gert á hans hlut með störf- um sínum“. Hið síðarnefnda lýtur aðallega að agamálum dómara og hefur e.t.v. lítið praktískt gildi. Samkvæmt reglum um störf nefndarinnar ber dómurum að fá leyfi nefndarinnar fyrir því að eiga eignarhlut í atvinnufyrirtækjum yfir ákveðnum mörkum. Umfjöll- unin hefur leitt í ljós að hvorki nefndin né dómarar hafa hirt um að nefndin heimilaði dómurum með skýrum hætti að eiga tiltekna hagsmuni í atvinnufyrirtækjum, sem vekur nokkra furðu. Ef til- gangurinn með leyfisveitingunum er sá að koma á gagnsæi um hvar hagsmunir einstakra dómara kunna að liggja við rekstur atvinnufyr- irtækja og gera það aðgengilegt fyrir aðila að dómsmálum er nokkuð ljóst að þeim tilgangi verður ekki náð nema að reiðu- hald að þessu leyti sé með fullnægjandi hætti. Bersýnilegt er að hér þarf að gera bragarbót á. Í öðru lagi beinir umfjöllunin athygli að því hvort verðbréfaeign hæsta- réttardómara hafi áhrif á hæfi þeirra í tilteknum málum. Þar er um viðkvæmt en þó ekki svo ýkja vandasamt úrlausnarefni að ræða. Í lögum um meðferð einkamála eru ákvæði um það hvenær dómari teljist vera vanhæfur til þess að fara með mál. Markmið að baki hæfisreglunum er að tryggja efnislega rétta niðurstöðu í dóms- máli. Annars vegar er um að ræða fastmótaðar hlutrænar hæfis- reglur sem varða til dæmis skyld- leika dómara við aðila eða tiltekin önnur tengsl hans við sakarefni. Hins vegar er um að ræða mats- kennda hæfisreglu sem kveður á um að dómari sé vanhæfur til meðferðar máls ef fyrir hendi séu önnur atvik eða aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlut- drægni hans í efa með réttu. Aug- ljóst er að ekki er unnt að af- marka fyrir fram þau tilvik sem falla undir þessa matskenndu hæfireglu heldur verður að skoða hvert og eitt tilvik og máta það við þau sjónarmið sem leggja verður til grundvallar því hvort vanhæfi sé mögulega til staðar. Þau skýr- ingarsjónarmið sem skipta hér mestu eru annars vegar svonefnd öryggissjónarmið og hins vegar svonefnd traustsjónarmið. Hið fyrrnefnda leggur áherslu á mat dómarans sjálfs á eigið hæfi og ef hann kemst að því að hann sé hæfur víkur hann ekki. Síðar- nefnda sjónarmiðið lýtur meira að ásýnd dómstólsins gagnvart al- menningi og ekki síst dómþolanum sjálfum. Þó að dómari sé óhlut- drægur og vilji viðhafa fagleg vinnubrögð við samningu dóms kann vel að vera að ýmis ytri atvik bjóði upp á það að véfengja hlut- leysi dómarans. Ómögulegt er stundum að sanna eða afsanna hvort tiltekin ytri atvik hafi áhrif á hugarfarslega afstöðu dómara til máls. Hins vegar, ef út frá sjón- armiðum um almenna skynsemi er unnt að taka undir sjónarmið málsaðila um að ásýnd dómara sé ekki fyllilega hlutlaus, er talið rétt að dómari víki sæti í máli. Til dæmis vék Hæstiréttur héraðs- dómara frá máli vegna vanhæfis í dómi frá 2003 með þeim rökum að tengsl dómarans við vitni í málinu hefðu verið til þess fallin að dómurinn hefði ekki yfirbragð fyllsta hlutleysis. Þar var ásýnd dómsins gagnvart almenningi látin ganga framar vilja dómarans til að fella dóm á málið og er í samræmi við sjónarmið dóms Mannréttinda- dómstóls Evrópu í máli Péturs Þ. Sigurðssonar gegn Íslandi frá 2003. Í því máli var til umfjöllunar hæfi eins dómara Hæstaréttar Ís- lands í tilteknu máli vegna ætlaðra fjárhagslegra tengsla hans við einn málsaðilann. Í dómi sínum lagði Mannréttindadómstóllinn áherslu á að sá málsaðili sem kærði hefði með réttu mátt óttast að Hæstarétt skorti þá óhlut- drægni sem krafist er. Í dómnum sagði meðal annars: „Það sem hér er í húfi er það traust sem dóm- stólar í lýðræðisþjóðfélagi verða að vekja meðal almennings. Þess vegna verður hver sá dómari, sem með réttu er unnt að óttast að ekki sé óhlutdrægur, að víkja sæti“. Þessi sjónarmið eru fremur skýr og ég saknaði þeirra í mál- flutningi formanns Dómara- félagsins. Með hliðsjón af framangreindu er bersýnilegt að það skiptir veru- legu máli að aðilar að dómsmálum hafi greiðan aðgang að upplýs- ingum um veigamikla fjárhagslega hagsmuni dómara sem kunna að skipta máli, að þeirra mati, fyrir niðurstöðu máls. Ákvörðun um hæfi dómara er ekki einkamál hans, ákvörðunin verður ekki síður að taka mið af afstöðu málsaðila til atvika sem þeir telja að kunni að hafa áhrif á hæfið. Ella er hætt við því að dómsúrlausnin sjálf hafi yfirbragð hlutdrægni og verði síð- ar talin röng. Ef almenningur á að geta borið traust til dómstóla verður ásýnd þeirra að vera trú- verðug. Það er kjarni málsins. Hvenær er réttvísin örugglega blind? Eftir Hróbjart Jónatansson » Bersýnilegt er að það skiptir verulegu máli að aðilar að dóms- málum hafi greiðan að- gang að upplýsingum um veigamikla fjárhags- lega hagsmuni dómara sem kunna að skipta máli, að þeirra mati, fyrir niðurstöðu máls.Hróbjartur Jónatansson Höfundur er hæstaréttarlögmaður BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Jólakaffi í Gullsmáranum í dag Spilað var á 11 borðum í Gull- smára mánudaginn 12. desember. Úrslit í N/S: Þórður Jörundss. – Jörundur Þórðarson 199 Samúel Guðmss. – Jón Hannesson 188 Viðar Valdimarsson – Óskar Ólason 187 Gunnar M. Hanss. – Hjörtur Hannesson 180 A/V Gunnar Alexanderss. – Elís Helgason 213 Sigurður Njálsson – Pétur Jónsson 203 Jón I. Ragnarss. – Sæmundur Árnason 195 Rut Árnadóttir – Ása Jónsdóttir 181 Lokadagur á þessu ári verður á fimmtudeginum 15. desember.Þá verður boðið upp á jólakaffi. Góð þátttaka hjá eldri borgurum í Reykjavík Mánudaginn 12. desember var spilað á 15 borðum hjá bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Efstu pör í N/S: Sigurður Tómasson –Guðjón Eyjólfss. 372 Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 371 Örn Isebarn – Hallgrímur Jónsson 357 Jón Þ. Karlsson – Björgvin Kjartanss. 344 A/V Kristján Guðmss. – Björn E. Péturss. 402 Erlingur Þorsteinss. – Gestur Gestsson 383 Guðlaugur Ellertss. – Björn Arnarson 368 Hrafnh. Skúlad. – Guðm. Jóhannsson 359
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.