Morgunblaðið - 15.12.2016, Blaðsíða 79
DÆGRADVÖL 79
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2016
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Vantreystu ekki sjálfum þér því þú
ert fullfær um að takast á við hlutina og hef-
ur næga þekkingu. Fáðu fólk til að taka
höndum saman í sameiginlegu máli.
20. apríl - 20. maí
Naut Fæstar tilfinninganna sem ástvinir þín-
ir tjá þér eru í orðum. Farðu á kaffihús,
kauptu þér bók eða tímarit eða jafnvel tón-
list sem er frábrugðin því sem þú ert vön/
vanur.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það tekur sinn tíma að vinda ofan
af hlutunum og láta koma í ljós að það sem
þér er kennt um er annarra verk. Afstaða þín
mun koma fjölskyldu og vinum á óvart.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Einhver kemur þér skemmtilega á
óvart í dag. Ef ástvinir eru hjá þér er allt í
þessu fína. Það er eitt af undirstöðuatriðum
þess að þér verði eitthvað úr verki.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú munt njóta þess að fara í stutta ferð
í dag. Innra með þér búa sex ára, þriggja ára
og 72 ára persónur sem berjast um það í
dag, hvað það merkir að haga sér í samræmi
við aldur.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú hefur hvatt sjálfan þig til að sleppa
takinu, láta alheiminn styðja þig og elska lífið
þitt, og það virkar. Vertu ánægður að búa að
þínu.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú býrð yfir þeim gáfum og þeirri orku
sem þarf til þess að skipuleggja tómstundir
fyrir þig og aðra. Nýttu tækifærið og reyndu
að koma sem mestu í verk.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Veittu fjölskyldu þinni og heimili
sérstaka athygli í dag. Aðalatriðið er að segja
ekkert vanhugsað sem þú gætir séð eftir.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú finnur hjá þér hvöt til þess að
tala opinberlega fyrir hönd annarra. Verð-
launin slá margfalt út smá höfuðverk.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það er oft lærdómsríkt að vera
baksviðs og fylgjast með því sem gerist á
bak við tjöldin. Gættu þess þó að vita út í
hörgul hvað þú vilt því annars nærðu engum
árangri.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Skelltu ekki skollaeyrum við að-
vörunum annarra þótt þér finnist þú sigla
lygnan sjó. Sökum þess kannt þú vel að
meta hvers konar list.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú hefur lent í erfiðri aðstöðu og átt
ekki gott með að losa þig úr henni. Minn-
ingar úr æsku þinni munu hugsanlega koma
upp í hugann.
Vegna samhengisins þykir mérrétt að rifja upp þessa limru
Sigurlínar Hermannsdóttur sem hún
kallar Lönguvitleysu á Boðnarmiði:
Það síðast ég heyrði af Herði
að hann væri að reyna við Gerði
sem er kærasta Kalla
sem kyssti hún Malla
þótt Malla sé hrifin af Merði.
Hólmfríður Bjartmarsdóttir hélt
þræðinum:
Leitt var að heyra um Láru
og laglegu strákana kláru
sem buðu henni heim
í bjórglas með þeim
en samt vildi ‘ún sofa hjá Báru.
Sigurlín sló svo botninn í söguna:
Á bárunni létt er hún Bára
– sem brátt verður sjötíu ára –
með Unni og Öldu
af ölinu köldu
kúta sjö náðu að klára.
Ingólfur Ómar orti á Leir:
Aldrei heyrist eymdargól
þó ekki sé ég fjáður.
Buddan tóm og bráðum jól
en brosi jafnt sem áður.
Sem olli „stöðuuppfærsla klerks“,
– sr. Skírnis Garðarssonar:
Hugsi mjög er hempu-þór,
hátíðar- um -annirnar.
Auð er jörð og enginn snjór,
umhleypingatíðarfar.
Þetta er frá sjónarhóli mínum –
p.s. Veðrið er lykilatriði nefnilega.
Blöndal þetta birta má,
– brátt mun lengjast dagur –
Meinvill þjóð í myrkri lá,
mun þó vænkast hagur.
Við erum á réttri leið…:
Rösk mun þjóðin rétta úr kút,
og ráðdeild bæta.
Brátt mun S sér bregða út,
og byrja að mæta.
Og bætti við, „Verkkvíða þekkja
allir“.
Vissulega eru viðsjár á þingi – Ár-
mann Þorgrímsson talar um „Sturl-
ungaöld…“ sem kannski er full
djúpt í árinni tekið:
Minnast ætti þrasgjörn þjóð
þess sem friður okkur gefur
gengum áður grýtta slóð
gleymt þeim tíma margur hefur.
Á aðventunni hafa menn gott af
brjóstbirtunni. Pétur Stefánsson
yrkir:
Ekki er ég í anda sljór,
ekkert hef að fela.
Keypti ég mér kippu af bjór
kók og vodkapela.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Þrjár limrur og
stöðuuppfærsla klerks
Í klípu
„EINS OG MÓÐIR MÍN SAGÐI ALLTAF,
EF ÞÚ HÖNDLAR EKKI HITANN,
YFIRGEFÐU SKRIFSTOFUNA MÍNA.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„VIÐ ERUM PÍANÓFLUTNINGAMENN!“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að þurfa stundum
að gleyma og halda
áfram með líf sitt.
MEGRUNAR-
FÆÐI
MEGRUNARFÆÐIS-
GRETTA
SJÁÐU,
HELGA!
SNATI ER
ALGJÖR
KJÖLTU-
RAKKI!
ÞÚ MEINAR ALGJÖR
BUMBU-RAKKI?
Víkverji er nýkominn úr fæðingar-orlofi fyrir frumburðinn sinn,
Víkverja yngri. Víkverji eldri er
mjög þakklátur fyrir að hafa fengið
tækifæri til þess að eyða tíma með
syninum og kynnast honum betur.
Má nánast líta á það sem forréttindi
að búa í landi sem geri mönnum það
kleift, jafnvel þó að ýmislegt hér og
þar mætti laga í útfærslunni.
x x x
Faðir Víkverja, Víkverji elsti, áttiþess til dæmis ekki kost að taka
sér feðraorlof með sínum börnum.
Víkverjabræðurnir voru vart komn-
ir í heiminn en hann var mættur í
vinnuna. Í aðdraganda kosningabar-
áttunnar bar svo við að einn smá-
flokkurinn lofaði öllum fyrirfram-
greiddum vaxtabótum af húsnæði
sínu. Víkverja elsta þótti það nú
heldur lítilfjörlegt og vildi frekar að
hann sjálfur fengi „eftirágreitt fæð-
ingarorlof“. Munu nokkrir hafa tek-
ið undir þá ósk hans á „fésinu“.
x x x
Víkverji yngri dafnar ágætlega ogfagnar í dag níu mánaða afmæli
sínu. Víkverji telur sig samt hafa
orðið varan við það síðustu daga að
litli prinsinn sé að notfæra sér góð-
mennsku hans. Sá stutti á það nefni-
lega til að vakna á nóttunni og fást
ekki til þess að sofna aftur fyrr en
hann er kominn í öruggan faðm á
milli foreldra sinna. Það er svo sem
notalegt, en Víkverji óttast að sá
yngri muni helst ekki vilja yfirgefa
hjónarúmið fyrr en hann er kominn
á unglingsár.
x x x
Þú þarft að harka af þér og sýnasmá mannvonsku,“ var ráðið
sem samstarfskona Víkverja hafði
handa honum. Sú á tvo syni og
þurfti að venja þá báða við að sofa í
eigin rúmi alla nóttina á svipuðum
aldri og Víkverji yngri er á nú.
Skildist Víkverja að þeirri aðferð
fylgdi þó nokkur grátur í þrjú kvöld
og síðan ekki söguna meir. Víkverja
fannst þegar hann hlustaði eins og
þetta myndi hann aldrei geta, hann
væri of veikgeðja. En hvað er þá til
ráða? Með þessu áframhaldi verður
sá yngri kannski kominn úr hjóna-
herberginu um þrítugt. Kannski.
vikverji@mbl.is
Víkverji
Augu Guðs hvíla á vegferð mannsins,
hann horfir á hvert hans spor.
(Job 34:21)
Útsölustaðir:
• Momo.is – Garðabæ
• Cocos – Grafarvogi
• Kroll – Laugavegi
• Share – Kringlunni
• Fröken Júlía – Mjódd
• Stíll – Síðumúli
• Rita - Kópavogi
• Dion.is – Glæsibæ
• Corner - Smáralind
• Smartey.is – Vestmannaeyjum
• Rexin – Akureyri
• Gallery Ozone – Selfossi
• Palóma – Grindavík
• Sentrum – Egilsstöðum
• Blómsturvellir – Hellissandi
• Verslunin Nína – Akranesi
• Kóda – Keflavík
• Töff föt – Húsavík
• Mæðgur og Magasín – Stykkishólmi
• SiglóSport – Siglufirði
• Pex – Neskaupsstað/Reyðarfirði
• Efnalaug Dóru – Höfn
• Skagfirðingabúð – Sauðárkróki run@run.is • www.run.is
30
ÁRARÚN
HEILDVERSLUN
Til: elsk
u mín
Frá: els
ku mér
Gerðu vel við
sjálfa þig um jólin