Morgunblaðið - 15.12.2016, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 15.12.2016, Blaðsíða 64
64 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2016 WORLD’S BESTPAN „ “ THE * “The world‘s best pan”according to VKD, largest German Chefs Association * • AMT eru hágæða pönnur úr 9 mm þykku áli • Allar pönnur mega fara inn í ofn við allt að 240° hita • 3 ára ábyrgð á verpingu • Ný byltingakennd viðloðunarfrí húð sem er sterkari en Teflon og án eiturefna • Nothæf fyrir allar eldavélar • Má setja í uppþvottavél • Kokkalands- liðið notar AMT potta og pönnur Úlfar Finnbjörnsson notar AMT potta og pönnur Allir velkomnir Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi Sími 540 3550 | progastro.is Opið alla virka daga kl. 9–18. Allt fyrir eldhúsið Þýskar hágæða pönnur frá AMT 20% afsláttur af öllum AMT pottum og pönnum fram að jólum Demantshringar Helstu áhættuþættir krans- æðasjúkdóms eru vel þekktir (sjá mynd). Fjöldi faraldsfræðilegra rannsókna hefur sýnt að reykingar, hátt LDL-kólesteról, hár blóð- þrýstingur, sykursýki, ættarsaga og streita tengjast aukinni hættu á því að þróa með sér krans- æðasjúkdóm. Verndandi þættir eru sömuleiðis ágætlega skilgreindir, eins og hátt HDL-kólesteról, reglu- leg hreyfing auk heilsusamlegs og fjölbreytts mataræðis. Áhættuþættirnir eiga það flestir sameiginlegt að tengjast náið þeim lífsstíl sem við temjum okkur. Með lífsstílsbreytingum er því hægt að hafa jákvæð áhrif á áhættuþættina og þannig draga úr líkum á því að fá kransæðasjúkdóm. Síðastliðinn aldarfjórðung hefur dánartíðni vegna kransæðasjúkdóma á Íslandi lækkað, einungis fjórðungur af lækkuninni skýrist af allri meðferð við kransæðasjúkdómi en þrír fjórðu hlutar skýrast af bættri stöðu algengustu áhættuþátta. Óbreytanlegir áhættuþættir Aldur og kyn Tíðni kransæðasjúkdóms eykst með vaxandi aldri, bæði meðal karla og kvenna. Þar sem karlar fá sjúkdóminn fyrr á lífsleiðinni er oft talað um karlkyn sem áhættuþátt. Þegar litið er á heildarnýgengi og dánartíðni fyrir alla aldurshópa er munurinn milli karla og kvenna þó lítill sem enginn, þar sem konur lifa lengur en karlar. Ættarsaga Líkurnar á að fá krans- æðasjúkdóm aukast ef nánustu ætt- ingjar (foreldrar, systkini eða börn) hafa sjúkdóminn. Eins og fram kom í kaflanum um erfðafræði hafa fleiri tugir sértækra erfðabreytileika með tengsl við kransæðasjúkdóm nú þegar fundist. Einstaka eingena sjúkdómar auka áhættuna verulega og á það helst við um fjölskyldu- læga kólesterólhækkun (familial hypercholesterolemia, FH). Annars er erfðamynstur kransæða- sjúkdóms oftast fjölgenatengt. Ættarsaga skýrist þó ekki bara af erfðamenginu heldur einnig af lífs- stíl. Ef einstaklingur reykir, borðar óhollan mat og hreyfir sig lítið aukast líkurnar verulega á því að maki og börn tileinki sér svipaða lifnaðarhætti. Breytanlegir áhættuþættir Reykingar Reykingar eru alvarlegasti áhættuþáttur kransæðasjúkdóma og valda ótímabærum dauðsföllum hjá helmingi þeirra sem reykja. Reykingamenn eru almennt í tvö- faldri hættu á því að deyja af völd- um hjarta- og æðasjúkdóma, en konur og yngri karlmenn eru í fjór- faldri til fimmfaldri áhættu. Skaðsemi reykinga eykst í beinu hlutfalli við magnið sem reykt er og ekki hafa verið skilgreind lægri mörk þess sem óhætt er að reykja án þess að það valdi skaða.12, 13 Óbeinar reykingar eru skaðlegar heilsu þeirra sem ekki reykja og auka áhættuna um þriðjung. Í þeim löndum sem innleitt hafa bann við reykingum á opinberum stöðum hefur nýjum tilfellum krans- æðastíflu fækkað um 17-19% innan fárra vikna, bæði hjá þeim sem reykja og hinum sem ekki reykja. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gerir engan greinarmun á tegundum tób- aks hvað varðar heilsuspillandi áhrif þess og rafsígarettur eru tald- ar hafa bein og óbein áhrif til að auka skaðleg áhrif tóbaks í sam- félaginu. Reykleysismeðferð hvers konar er talin áhrifamesta lýð- heilsuaðgerð sem til er næst á eftir bólusetningum barna. Hér á landi hefur náðst mjög góður árangur í reykingavörnum, en rúmlega 11% fullorðinna Íslenda reykja, og að- eins Svíar geta státað af lægra hlut- falli reykingamanna. Blóðfituröskun Kólesteról og þríglýseríð eru nauðsynleg til uppbyggingar frumna og starfsemi þeirra. Þar sem fita er ekki vatnsleysanleg ferðast þessar fitusameindir bundnar við prótein í blóðvatni. Þessar sameindir próteina og blóð- fitu, svokölluð fituprótein (lipopro- tein), innihalda mismikið kólester- ól. Hæsti styrkur kólesteróls er í eðlisléttum fitupróteinum (low den- sity lipoprotein, LDL), sem flytja kólesterólsameindir frá lifur til annarra vefja líkamans. Blóðfita í formi LDL-kólesteróls stuðlar að fitusöfnun í æðaveggjunum og þar með þróun æðakölkunarsjúkdóms. Beint línulegt samband er á milli magns LDL-kólesteróls í blóði og hættunnar á æðakölkunar- sjúkdómi.18 Önnur tegund fitupró- teina, svokölluð eðlisþung fitupró- tein (high density lipoprotein, HDL) hafa í meginatriðum það hlutverk að flytja kólesteról frá vefjum líkamans til lifrar þar sem niðurbrot þeirra fer fram. Því hærra sem HDL-kólesteról er, því minni líkur eru á æðakölk- unarsjúkdómi. Ef það tekst að lækka LDL- kólesteról minnkar hættan á krans- æðasjúkdómi. Fyrir hvert 1 mmól/l sem kólesteról er lækkað, minnkar hættan á hjartaáfalli og dauðsfalli vegna kransæðasjúkdóms um 20- 25%. Kólesteróllækkandi meðferð er í öllum tilfellum grundvölluð á lífsstílsmeðferð sem innifelur reglubundna hreyfingu og hollt mataræði. Hvort beita þurfi lyfja- meðferð gegn of háu kólesteróli fer eftir því hver hættan er hjá hverj- um einstaklingi fyrir sig. Þeir sem eru með staðfestan æðakölk- unarsjúkdóm (hafa fengið krans- æðastíflu, farið í æðavíkkun eða æðaskurðaðgerð), eru með syk- ursýki eða fjölskyldulæga kólester- ólhækkun eru í mikilli áhættu og eiga að fá háskammta meðferð með kólesteróllækkandi lyfjum með það að markmiði að lækka LDL kólest- eról undir 1,8 mmól/l. Þeir sem eru með vel skilgreinda áhættuþætti sem auka líkur á þróun æðakölk- unar eru í miðlungsáhættu og er markmið kólesteróllækkandi með- ferðar þá að ná LDL-kólester- ólgildinu undir 2,5 mmól/l. Hjá öll- um almenningi og þeim sem eru í lágri áhættu er æskilegt viðmið 3,0 mmól/l. Í faraldsfræðilegum rannsóknum hefur HDL-kólesteról sem fyrr segir æðaverndandi áhrif. Erfða- breytileikar tengdir HDL- kólesteróli tengjast hins vegar ekki kransæðaáhættu eins og reifað er í kafla 4 og lyfjameðferð til að hækka HDL-kólesteról hefur hingað til ekki skilað neinum árangri til að minnka áhættu á æðakölk- unarsjúkdómnum. Hins vegar má hækka HDL með reglubundinni hreyfingu, neyslu á fituríkum fisk- afurðum og lýsi og hóflegri áfeng- isneyslu, þættir sem hver um sig minnkar áhættuna á æðakölkun. Háþrýstingur Hár blóðþrýstingur hrjáir um þriðjung fullorðinna einstaklinga á Vesturlöndum. Háþrýstingur veld- ur líka hjartabilun, heilablóðföllum, útæðasjúkdómi, nýrnabilun og gáttatifi. Hættan á dauðsföllum vegna hjarta- og æðasjúkdóma eykst línulega eða jafnvel sem veld- isfall frá blóðþrýstingsgildum 115/ 75 mmHg. Blóðþrýstingur fer hækkandi með hækkandi aldri en telst vera hagstæðastur (optimal) <120/80 mmHg, en eðlilegur upp að 130/85 mm/Hg. Gildi yfir 130/85 mm/Hg og upp að 140/90 mmHg eru í hærra lagi (high normal) en yfir þeim mörkum er talað um há- þrýsting, fyrsta stigs háþrýsting upp að 160/100 mmHg, annars stigs háþrýsting upp að 180/110 mmHg, en gildi þar yfir flokkast sem þriðja stigs háþrýstingur. Áður en grein- ing háþrýstings er staðfest þarf hann að mælast hækkaður við end- urteknar mælingar við bestu að- stæður. Gagnlegt getur verið að gera sólarhringsblóðþrýstingsmæl- ingu til að staðfesta greiningu og útiloka hækkun vegna svokallaðra stofuáhrifa (white coat effect). Blóðþrýstingsmeðferð er með tvennum hætti. Grundvall- armeðferð er lífsstílsmeðferð sem miðar að kjörþyngd, reglubundinni hreyfingu, hollu mataræði og sér- stakri hófsemi í saltneyslu. Ef þessi meðferð nægir ekki eða ef blóð- þrýstingur er í flokki 2 eða hærri er hafin meðferð með lyfjum. Ákvörð- un um lyfjameðferð byggist ekki eingöngu á mældum blóðþrýstings- gildum heldur einnig á heildar- áhættumati sjúklings. Þannig eru sjúklingar með sykursýki eða stað- festan æðakölkunarsjúkdóm al- mennt meðhöndlaðir við lægri gildi en þeir sem eru án slíkra áhættu- þátta. Val á lyfjum er einstaklings- bundið, það fer meðal annars eftir aldri eða undirliggjandi sjúkdómi. Mikilvægt er að sjúklingi sé fylgt eftir og meðferðin endurmetin með reglulegu millibili. Hreyfingarleysi Regluleg hreyfing dregur úr hættu á hjarta- og æðasjúkdómum og dauðsföllum af völdum þeirra. Reglubundin hreyfing hefur áhrif á æðaþelið og bætir starfsemi þess, Orsakir og eðli kransæðasjúkdóms Kransæðasjúkdómur er eitt helsta viðfansgefni heilbrigðiskerfisins og ein algeng- asta dánarorsök landsmanna. Í Kransæðabókinni fjalla þrjátíu höfundar um sjúk- dóminn frá víðu sjónarhorni, en ritstjórar bókarinnar eru Guðmundur Þorgeirsson og Tómas Guðbjartsson. Í kaflanum sem hér birtist ræða Karl Andersen og Mar- grét Leósdóttir áhættuþætti og forvarnir kransæðasjúkdóms. Tilvísunum er sleppt. Ljósmynd/Þorkell Þorkelsson Blóðþrýstingur Háþrýstingur er greindur með endurteknum mælingum. BÆKUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.