Morgunblaðið - 15.12.2016, Blaðsíða 74
74 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2016
✝ Björgvin Jóns-son fæddist 6.
desember 1928 á
Grund í Stöðv-
arfirði. Hann lést á
Landspítalanum 6.
desember 2016.
Foreldrar hans
voru hjónin Jón
Einarsson, f. 14.
maí 1894 í Kol-
staðagerði, Vall-
arhreppi, S-Múla-
sýslu, d. 18. júlí 1973, og
Þórstína Pálsdóttir, f. 5. janúar
1896 á Þiljuvöllum í Berufirði,
d. 12. febrúar 1982. Björgvin
átti fjögur alsystkini, þau Val-
borgu Jónínu, f. 5. okóber 1926,
d. 7. júlí 2016, Lárus, f. 30. júlí
1932, d. 29. ágúst 1957, Þor-
stein, f. 27. ágúst 1934, d. 17.
júlí 1958 og Sigurð, f. 27. febr-
úar 1937. Hálfbræður Björgvins
í móðurætt voru Páll Þorsteins-
son, f. 16. október 1918, d. 31.
mars 1960, Jóhann Þor-
steinsson, f. 23. október 1919, d.
2. apríl 1939, Stefán Þorsteins-
son, f. 20. janúar 1921, d. 5. jan-
úar 1971, og Þorsteinn Þor-
steinsson, f. 15. febrúar 1923, d.
3. september 1934.
Hinn 25. desember 1954 gift-
ist Björgvin Ernu Særúnu Vil-
ússyni, f. 1. maí 1960, og eiga
þau þrjá syni: Björgvin Orra, f.
30. maí 1984, Aron Huga, f. 8.
apríl 1990, og Arnar Tjörva, f.
2. júní 1994.
Björgvin flutti sex ára gamall
með fjölskyldunni til Neskaup-
staðar og bjó þar til 2011 er þau
hjón fluttu til Reykjavíkur.
Björgvin lærði vélvirkjun í
Dráttarbrautinni í Neskaup-
stað, lauk sveinsprófi 1960 og
hlaut meistarabréf 1971. Hann
lauk minna mótorvélstjóraprófi
1951 og 2. stigi í Vélskóla Ís-
lands 1968. Hann var sjómaður
framan af ævi á ýmsum skipum,
m.a. á Goðaborg NK og á Haf-
rúnu NK og var mest á uppsjáv-
arveiðum. Björgvin vann stóran
hluta ævinnar hjá Síldarvinnsl-
unni í Neskaupstað. Fyrst á
Barða NK en lengst af sem yf-
irvélstjóri á Berki NK. Árið
1981 hætti Björgvin á sjónum
og fór að vinna sem viðhalds-
stjóri skipa hjá Síldarvinnsl-
unni. Hann sótti mörg af skip-
um Síldarvinnslunnar, og kom
með þeim í nýja heimahöfn í
Neskaupstað. Þegar hann hætti
störfum hjá Síldarvinnslunni
2001, þá 73 ára gamall, fóru
þeir mágar, hann og Haukur
Ólafsson, að róa saman á trillu
Hauks.
Útför Björgvins fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 15. des-
ember 2016, klukkan 13.
mundardóttur, f.
10. janúar 1936.
Foreldrar hennar
voru hjónin Vil-
mundur Guð-
brandsson, f. 4.
júní 1913, d. 25.
apríl 1981, og Sig-
ríður Jóna Krist-
jánsdóttir, f. 1. des-
ember 1917, d. 13.
desember 1980.
Börn þeirra eru: 1.
Smári, f. 13. júlí 1954, í sambúð
með Kristínu Arnardóttur, f. 10.
maí 1956. Smári á þrjú börn úr
fyrri sambúð með Sigríði Kjart-
ansdóttur: Ernu Björgu, f. 3.
september 1980, Bjarka, f. 21.
mars 1983, og Alidu Ósk, f. 6.
apríl 1988. Kristín á þrjú börn
úr fyrri sambúð: Örn Elías, f. 4.
september 1976, Erlu Sonju, f.
10. desember 1979, og Helgu, f.
17. ágúst 1993, og saman eiga
þau sjö barnabörn. 2, Þorsteinn
Örn, f. 7. apríl 1959, kvæntur
Huldu Sigurðardóttur, f. 18.
mars 1960, og eiga þau þrjú
börn: Ástu Særúnu, f. 17. febr-
úar 1979, Sigurð Heiðar, f. 2.
mars 1988, d.14. nóvember
2008, Birki, f. 23. október1989,
og tvö barnabörn. 3. Vildís, f. 4.
mars 1963, gift Charles Magn-
Englar Guðs þér yfir vaki og verndi
pabba minn
vegir okkar skiljast núna, við sjáumst
ekki um sinn.
En minning þín hún lifir í hjörtum hér
því hamingjuna áttum við með þér.
Þökkum kærleika og elsku, þökkum
virðingu og trú
þökkum allt sem af þér gafstu, okkar
ástir áttir þú.
Því viðmót þitt svo glaðlegt var og
góðleg var þín lund
og gaman var að koma á þinn fund.
Með englum Guðs nú leikur þú og lít-
ur okkar til
nú laus úr viðjum þjáninga, að fara
það ég skil.
Og þegar geislar sólar um gluggann
skína inn
þá gleður okkur minning þín, elsku
pabbi minn.
Vertu góðum Guði falinn er hverfur þú
á braut
gleði og gæfa okkur fylgdi með þig
sem förunaut.
Og ferðirnar sem förum við um landið
út og inn
er fjarsjóðurinn okkar pabbi minn.
(Guðrún Sigurbjörnsdóttir)
Blessuð sé minning þín, elsku
pabbi minn.
Hjartans kveðja, þín dóttir
Vildís.
Það er margt sem fer í gegn-
um hugann þegar ég hugsa um
pabba.
Þau orð sem mér detta fyrst í
hug eru klettur, traust og vand-
virkni.
Pabbi var kletturinn í fjöl-
skyldunni. Hann var traustur og
allt sem hann sagði og gerði var
nánast meitlað í stein. Allt sem
hann tók sér fyrir hendur lagði
hann alúð í og var snyrti-
mennska í fyrirrúmi hvort sem
var í vélarrúminu, á heimilinu
eða í garðinum.
Þegar við erum börn geta for-
eldrarnir allt. Þetta átti við um
pabba þegar ég var barn og
rúmum sextíu árum síðar er ég
enn sama sinnis, pabbi gat allt.
Hann var mikill hagleiksmað-
ur á bæði járn og tré, sem að
sjálfsögðu nýttist vel í starfi, og
einnig eru til nokkrir mjög flott-
ir smíðagripir eftir hann.
Hann var mjög góður kokkur
og átti létt með að töfra fram
veislumat. Afapönnsurnar lifa
einnig í minningunni, ekki síst
hjá barnabörnunum.
Pabbi hafði í mörg ár séð al-
veg um alla þætti heimilisins og
gert það á sama hátt og önnur
störf, til mikillar fyrirmyndar.
Pabbi var sjómaður eins og
fram hefur komið og ég fer 16
ára að heiman í skóla og var
meira og minna fjarverandi í
skóla næstu 10 árin. Samveru-
stundirnar voru því færri en ella
en ávallt góðar.
Ég flutti síðan 2007 til Nes-
kaupstaðar þar sem pabbi og
mamma bjuggu og einnig bróðir
minn og fjölskylda hans. Til-
gangurinn var ekki síst að auka
samveruna, sem vissulega tókst.
Hins vegar var öll nánasta fjöl-
skyldan flutt af svæðinu fjórum
árum síðar. Ég vil samt enn trúa
að það hafi ekkert með komu
mína að gera. Að öllu gamni
slepptu, þá hefur samveran ver-
ið mikil síðustu árin. Við höfum
farið ýmislegt saman, á tónleika,
ýmsar skemmtanir, ferðir, út að
borða og verið að hittast mun
meira en áður.
Pabbi var almennt kallaður
Manni. Lítil frænka kom í heim-
sókn stuttu fyrir jól fyrir mörg-
um árum, dró pabba afsíðis og
spurði: „Hvar geymir þú jóla-
sveininn?“ „Ég geymi ekki jóla-
sveininn,“ svaraði pabbi, ekki al-
veg með á nótunum. „Jú, víst,“
sagði sú stutta, „það segir í vís-
unni: Níu nóttum fyrir jól þá
kem ég til „Manna“.“ Þá var nú
gott að eiga háaloft.
Pabbi var vel lesinn og við
höfðum gaman af því að ræða
um bókmenntir og ljóð, sem og
einstök ljóðskáld, og var Steinn
Steinarr í miklu uppáhaldi.
Fyrir stuttu sagði ég að hann
yrði að fara að lesa aftur Egils-
sögu og Laxdælu og síðan
myndum við fara í sögutengda
ferð um Dalina og Borgar-
fjörðinn. Hann taldi það ekki
mikið mál enda ætti hann allar
Íslendingasögurnar. Sú ferð
okkar feðga verður víst aldrei
farin.
Í sumar fórum við feðgar hins
vegar saman stóra Vestfjarða-
hringinn.
Fórum við þá á marga staði
sem hann hafði ekki komið á áð-
ur. Við fórum á Rauðasand og
Látrabjarg og ég sagði fremur
hissa: „Ég taldi víst að þú hefðir
komið hingað áður.“ „Nei, en ég
hef oft siglt hér framhjá“ var
svarið. Í þessari ferð skoðuðum
við marga af helstu stöðum
Vestfjarða, m.a. fórum við í Sel-
árdal og út í Vigur. Veðrið lék
við okkur.
Fegurð staðanna, samveran
og spjallið gaf okkur báðum
mikið. Þá var pabbi í stuðnings-
liðinu er sonurinn keppti í ringó
á Landsmóti 50+. Það voru
ánægðir og stoltir feðgar sem
brunuðu frá Ísafirði að loknu
Landsmóti. Sólin skein og
gullmedalían fyrir ringó hékk
niður úr speglinum.
Elsku pabbi, þú varst góð fyr-
irmynd og þín verður sárt sakn-
að.
Þinn sonur,
Smári.
Í dag kveðjum við ástkæran
tengdapabba og afa, eða Manna
eins og hann var alltaf kallaður.
Afi tók alltaf á móti okkur
með bros á vör þegar við komum
í heimreiðina hjá honum fyrir
austan og mátti þá búast við
hans upprúlluðu afapönnukök-
um, eplaköku með rjóma og
afakakóinu. Þær minningar sem
við eigum saman á Mýrargöt-
unni með afa og ömmu eru okk-
ur ómetanlegar. Þar koma efst í
hugann jólin sem við áttum öll
saman en einnig ferðirnar sem
við fórum saman til Skandinavíu
og Spánar. Afi var duglegur að
hafa ofan af fyrir okkur krökk-
unum í spilum, en hann kveður
okkur sem ríkjandi meistari í
kasínu. Það er sárt að hugsa til
þess að þú sért núna farinn,
elsku tengdapabbi og afi, en við
munum halda vel upp á minn-
ingarnar, hvort sem það var við
grillið, á ferðalögum eða bara
heima í stofu, og geyma þær í
hjarta okkar alla tíð.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Höf. Bubbi Morthens)
Hvíldu í friði, elsku tengda-
pabbi og afi, og við sjáumst síð-
ar.
Charles, Björgvin Orri,
Aron Hugi og Arnar Tjörvi.
Elsku afi Manni.
Þú varst mér dýrmætur mað-
ur og mikils virði. Máltækið
„enginn veit hvað átt hefur fyrr
en misst hefur“ á ekki við hér.
Ég vissi alveg hvað ég átti og
álít mig mjög heppna að hafa
fengið að eiga þig sem afa. Ég
hef alltaf litið upp til þín með
stjörnur í augunum. Ég er þakk-
lát fyrir að Helena Björg hafi
fengið að kynnast þér líka og að
ykkur hafi komið jafn vel saman
og raun bar vitni. Að sjá ykkur
tvö krúttast saman er með
fallegustu minningum sem ég á.
Hún hlakkaði alltaf svo til að fá
að sjá þig.
Þegar ég var unglingur bjó ég
oft vikum og stundum mánuðum
saman hjá ykkur ömmu fyrir
austan. Mér leið alltaf eins og ég
væri velkomin hjá ykkur. Við
spjölluðum oft saman við eld-
húsborðið á morgnana þegar ég
var nývöknuð en þú löngu kom-
inn á fætur og búinn að fara út
að ganga með Gulla vini þínum.
Þú varst alltaf svo hraustur og
duglegur. Þú varst húmoristi
með einstakt bros og góða nær-
veru.
Við áttum það til að spila á
spil langt fram á kvöld og það
gat verið mjög frústrerandi
hvað þú varst góður í spilum.
Þegar ég var skiptinemi fékk
ég sent handskrifað bréf frá þér
þvert yfir hnöttinn. Með bréfinu
fylgdu útprentaðar ljósmyndir
af fjölskyldunni. Ég man ekki
hvort ég sagði þér það en þetta
bréf er í miklu uppáhaldi hjá
mér og ég geymi það ennþá.
Ég sakna þín og mun alltaf
gera.
Þín afastelpa,
Alida Ósk og fjölskylda.
Nú þegar afi hefur yfirgefið
þessa jarðvist minnist ég með
hlýju allra góðu stundanna sem
ég átti hjá honum og ömmu í
Neskaupstað sem barn. Yndis-
legt var að sitja í eldhúsinu á
Mýrargötunni og fá „afakakó“
og súkkulaðikex eða í hæginda-
stólnum fyrir framan sjónvarpið
að horfa á Póstinn Pál með rab-
arbara úr garðinum og sykur í
glasi.
Afi var einstaklega hlýr og
góður maður með skemmtilegan
húmor og var augljóst hve gam-
an hann hafði af litlu langafa-
börnunum þegar þau fóru að
koma í heiminn eitt af öðru. Það
var alveg sama hve maður kom
með stuttum fyrirvara í heim-
sókn með fjölskylduna, alltaf var
afi búinn að galdra fram veislu-
borð, sem yfirleitt innihélt vöffl-
ur eða pönnukökur með rjóma
og að sjálfsögðu fengu litlu afa-
dísirnar „afakakó“. Takk fyrir
allt, elsku afi. Þín
Erna Björg, Fannar Freyr,
Bergdís Freyja og Þórdís
Erla.
Manni var í mínum huga ekki
bara kennitala. Þó get ég ekki
sagt að við höfum verið nánir
vinir, kannski hefur aldursmun-
urinn, fjórtán ár, verið of mikill.
En við vorum samskipa stóran
part starfsævinnar og nánir
samstarfsmenn. Það var ekkert
kæruleysi í vélarrúminu á
Berki. Manni var ekki göslari og
hugsaði vel um vélina á allan
máta. Það var ekkert áhlaups-
verk að passa upp á litlu vélina á
stóra Berki þegar búið var að
hengja aftan í hann stórt flot-
troll. Ég man aldrei eftir því að
nokkurn skugga bæri á sam-
starf okkar.
Manni var einstakt ljúfmenni
og vildi engum illt. Bilanir í vél
voru afar fátíðar. Hann virtist
sjá fyrir ef eitthvað horfði til
verri vegar með „rokkinn“. Oft
gat hann komið í veg fyrir vand-
ræði með árvekni sinni. Manni
var hófsamur með afbrigðum.
Og þó ég leiti í hausnum finn ég
ekkert nema birtu og gleði.
Það er ekki hægt að tala um
sanngirni þegar dauðinn er ann-
ars vegar en Manni var svo vel á
sig kominn og hress. Af hverju
hann núna?
Konan hans heitir Erna Sæ-
rún Vilmundardóttir og þau áttu
heima í sama húsinu, Hauks-
stöðum, sem unglingar. Það var
á allra vitorði hve natinn hann
var við húsverkin. Og ekki var
nú bílskúrinn og bíllinn í skralli.
Það er sama hvar borið er niður
í lífi Manna, engir hnökrar.
Hann dó á afmælinu sínu þegar
hann varð 88 ára. Við Sidda er-
um mjög sorgmædd og vottum
Ernu og afkomendum þeirra
okkar dýpstu samúð.
Magni Kristjánsson.
Björgvin Jónsson
Hljóðfæri
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Iðnaðarmenn
Til sölu
Við erum á
Jólagjöfin
hennar
Laugavegi 82,
á horni Barónsstígs
sími 551 4473
www.lifstykkjabudin.is
Sorpkvarnir
í vaska
Heima er bezt tímarit
- Þjóðlegt og fróðlegt
www.heimaerbezt.net
Smáauglýsingar
Færir þér
fréttirnar
mbl.is