Morgunblaðið - 15.12.2016, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 15.12.2016, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það kepptufjórir fram-bjóðendur á landsvísu í for- setakosningunum í Bandaríkjunum. Einn af þeim var Gary Johnson. Hann var enginn nýgræð- ingur, hann hafði stundað við- skipti af nokkrum þrótti og verið ríkisstjóri í Nýju Mexíkó í átta ár. Hann og Jill Stein, fram- bjóðandi græningja, voru fremur talin mundu taka fylgi frá Hillary Clinton en Donald Trump. Þótt Stein fengi ekki mikið fylgi fékk hún margfalt það fylgi í „barátturíkjunum“ sem Trump hafði umfram frú Clinton. Gary Johnson þótti koma ágætlega fyrir og hann hélt dágóðu fylgi alllengi. En þá valt hann um eitt orð og varð úr sögunni. Á blaðamanna- fundi spurðu fréttamenn hann: Hvað um Aleppo? Gary John- son starði stóreygður til baka og sagði eftir smástund: „Aleppo?“ „Já,“ sagði frétta- maðurinn, „Aleppo.“ Ekkert svar. „Ætlarðu að segja mér að þú hafir aldrei heyrt um Aleppo?“ Gary Johnson stað- festi það. Taldi helst að orðið væri einhver af þessum skammstöfunum sem tröllríða stjórnmálaumræðu. Gary átti aldrei vinningsvon í þessum kosningum. Það vissi hann og það vissu allir aðrir. En hann talaði fyrir miðjumálstað og var að skapa sér nafn og vin- samlega ímynd, sem er mikils virði á hinum víðlendu gresj- um þar vestra. En allar inn- eignir hans þurrkuðust út í einni svipan. Slík atvik eru fjarri því að vera einstök og þau eru sjaldn- ast sanngjörn. Eitt af forseta- efnum Repúblikana, Rick Perry, sem gegnt hafði stöðu ríkisstjóra í Texas og þótt hafa staðið sig vel, skaut sjálfum sér út úr prófkjörsslagnum með svipuðum hætti. Hann sagðist lofa því, næði hann kjöri sem forseti Bandaríkj- anna, að leggja niður þrjú stór ráðuneyti í Washington. Hann nefndi tvö, starði svo framan í stórfundinn og sagðist ekki muna hvert þriðja ráðuneytið væri. „Úff,“ sagði hann svo, og lauk með því máli sínu og svo framboðsbaráttunni skömmu síðar. Því er haldið fram að Donald Trump hafi nýverið sannað að hann sé meiri grínisti ætlað var. Trump tilkynnti í vikunni að hann hefði ákveðið að gera Rick Perry að ráðherra. Hvar? Í orkumálaráðuneytinu. Ráðu- neytinu sem Perry hafði lofað að leggja niður og mundi ekki hvað hét! Jafnvel vönustu menn hafa á sínum ferli lent í því að orð, heiti eða staðreyndir sem þeir nauðaþekkja standa í þeim á vitlausu augnabliki. Ræðuskólar kenna mönnum að varast í blaðlausri ræðu að segja: Ég mun leggja áherslu á fjögur atriði: … Því líklegast sé að það myndi á þá pressu, svo þeir gleymi einhverju þeirra eða nefni fimm atriði án þess að taka eftir því. Í hvora áttina sem mistökin fari þá séu þau það sem helst sitji eftir í minni áheyrenda. Ræðumaður geti sagt án áhættu: Ég legg aðaláherslu á örfá mikilvæg atriði: … Aleppo-gloppa Gary John- sons var sýnu verri en ráðu- neytið sem Perry ætlaði að leggja niður en mundi ekki nafnið á. Aleppo hefur verið fyrirferðarmikil í fréttum og er táknmynd eymdar og óhugnaðar, þar sem sakleys- ingja bíða hörmuleg örlög. Það er bæði satt og rétt að fyrir fáum árum höfðu fæst okkar heyrt um Aleppo. En fyrir stjórnmálamann að þekkja ekki til Aleppo nú, þótt þrá- spurður sé, sýnir ekki aðeins þekkingarleysi eða stund- arlokun. Það segir hlust- endum, með réttu eða röngu, að viðkomandi sé sama. Það þoldi stjórnmálamaðurinn ekki. Nú fylgir fréttunum um Aleppo að Bashar al-Assad forseti geti loks hrósað sigri þar. Það er vafasamt orðalag. Borgin er rjúkandi rúst. Hundruð þúsunda hafa fallið. Hundruð þúsunda hafa flúið. Það er sjálfsagt ekki hægt að færa alla sök af þessari ógn- arógæfu á Assad forseta. Aðr- ir eiga hlut að máli, misstóran. En það er nokkuð ljóst að í Aleppo getur enginn hrósað sigri og síst forseti Sýrlands. Ekki getur „Alþjóðasam- félagið“ gert það heldur. Sýr- landsuppreisnin kviknaði í framhaldi af fáránlegum „vor- hreingerningum“ vestrænna leiðtoga í Líbíu, Túnis og að nokkru í Egyptalandi, þar sem hefðbundnir bandamenn voru sviknir í tryggðum. Gary Johnson gleymdi Aleppo óviljandi og galt þess. Það er fjöldi leiðtoga sem feg- inn vill og ætlar sér, af ráðnum hug, að gleyma Aleppo. Þeir munu líklega komast upp með það og gjalda einskis. Svona er þetta bara. Stjórnmálalegur dauði Gary John- sons var ómerki- legur hluti af mann- fallinu þar} Meðvitað minnisleysi Þ að er stundum sagt að Íslendingar séu arfaslakir neytendur sem láti bjóða sér hvað sem er. Það gæti verið rétt að einhverju leyti en aukin og auðveldari tengsl við al- heiminn hafa þó breytt þessu síðustu ár. Fólk er orðið óhrætt við að veita verslunum aðhald með því að vekja athygli á ósanngjarnri álagn- ingu. Það sýnir kaupmönnum vonandi að við látum ekki bjóða okkur hvað sem er lengur, þeir taka því líka yfirleitt vel en fleiri mættu svara sannleikanum samkvæmt þegar málið er borið undir þá í staðinn fyrir koma með heimskulegar afsakanir sem hver heilvita mað- ur sér í gegnum. Það bætir ekki ímyndina. Það er hlutverk neytenda að veita aðhald en hér á landi eru starfrækt Neytendasamtök sem eiga líka að tala máli neytenda og berjast fyrir hagsmunum þeirra við verslunar- og þjónustuaðila. Sam- tökin hafa verið frekar slakur talsmaður neytenda hingað til en eitthvað virðist það vera að glæðast nú með nýjum formanni. En það virðist að Neytendasamtökin séu ekki talsmaður neytenda nema í sumum málum, í öðrum séu þau í liði með Félagi atvinnurekenda (FA) og Samtökum verslunar og þjónustu (SVÞ), tvennra hagsmunasamtaka verslunarinnar. SVÞ hafa lengi barist fyrir því að verðkannanir fari frá verðlagseftirliti ASÍ, því niðurstaðan er sjaldan versl- uninni í hag, og nú eru Neytendasamtökin farin að kalla eftir þeim. Það væri eðlilegast að Neytendasamtökin færu með verðkannanir en það er hætta á að það verði efasemd- ir um hlutleysi samtakanna nú þegar þau eru gengin til liðs við grátkór SVÞ og FA í sam- bandi við hömlur á innflutning á landbúnaðar- afurðum? Neytendasamtökin eru farin að tala gegn innlendri matvælaframleiðslu í takt við SVÞ og FA, að hún sé óhagstæð fyrir neytendur og miklu betra væri að flytja allt inn svo verslunin gæti lagt á matvöruna það sem henni sýndist – ekkert bendir þó enn til þess að það verði hag- stæðara þegar verð á öðrum landbúnaðar- afurðum sem verslunin selur er skoðað. Flest- ar landbúnaðarvörur eru nefnilega fluttar inn án tolla, eins og hveiti, sykur, kornvörur, pasta, hrísgrjón, matarolíur, ávextir og stærsti hlutinn af innfluttu grænmeti. Þessar mat- vörur eru dýrari hér en í nágrannalöndunum og eina ástæðan fyrir því er álagning versl- unarinnar. Hvers vegna heyrist ekkert í Neytenda- samtökunum um verðið á þessum landbúnaðarvörum? Væri ekki nær að berjast fyrir verðlækkun á þeim en gegn heilli atvinnugrein í landinu? Það hlýtur líka að vera hagur neytenda að geta keypt innlendar landbúnaðarafurðir. Neytendasamtökin verða að gæta sín á að vera ekki tal- in í liði með versluninni og einbeita sér að þeim neytenda- málum sem skipta máli og skila sér í alvörunni í budduna. T.d. verða tollar á öllum vörum nema hluta af matvörum felldir niður 1. janúar næstkomandi og það verður m.a. hlutverk Neytendasamtakanna að sjá til þess að sú tolla- niðurfelling skili sér til neytenda af alvöru. ingveldur@mbl.is Ingveldur Geirsdóttir Pistill Raunverulegur hagur neytenda STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sveitarfélög eru farin að líta tilþess í auknum mæli, þegarrætt er um stefnumörkun íorkumálum og skipulags- málum, hvaða tekjur þau geta haft af virkjunum. Þetta á sérstaklega við um vindorkugarða sem margir hafa áhuga á að koma upp víða um land. Raforkumannvirki eru að stór- um hluta undanþegin fasteignaskatti til sveitarfélaga. Við byggingu stórra vatnsaflsvirkjana eru það aðallega stöðvarhúsin sem greiddur er fast- eignaskattur af. Þetta endurspeglast í mati á vindrafstöðvum. Þannig eru vindmyllurnar sem Landsvirkjun reisti við Búrfell aðeins metnar á broti af raunverulegum stofnkostn- aði. Skeiða- og Gnúpverjahreppur fær um hálfa milljón á ári í fast- eignagjöld en telur að sú upphæð ætti að vera tífalt hærri. Sveitarfélag- ið hefur óskað eftir endurmati á vind- myllunum en niðurstaða liggur ekki fyrir. Opna á hlutdeild í tekjum Nokkrir aðilar hafa sýnt áhuga á að koma upp vindorkugörðum á Suð- urlandi eða eru komnir af stað með undirbúning. Meðal þeirra er Arctic Hydro og eigendur tveggja jarða í Austur-Landeyjum. Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur viljað fá fastara land undir fætur áður en hún færi að hleypa undirbúningi af stað. Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri nefnir að lagaumhverfið sé til skoð- unar á landsvísu. Þá vilji sveit- arstjórn fá að hreint hvaða tekjur hún muni fá af mannvirkjunum. Seg- ir Ísólfur Gylfi að fyrirtækið hafi opn- að á það að hugsanlega gæti sveitar- félagið fengið hlutdeild í framleiðslutekjum vindorkugarðsins. Sveitarstjórn hefur boðið fulltrúum fyrirtækisins á sinn fund til að ræða þann þátt. Fjórir aðilar hafa sett sig í sam- band við Rangárþing ytra til að at- huga möguleika á uppsetningu vind- orkugarða í sveitarfélaginu. Eitt fyrirtækið, Biokraft ehf. sem rekur tvær litlar vindmyllur í Þykkvabæ, vinnur að umhverfismati og skipulagi fyrir 13 stærri vindmyllur til við- bótar. Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri segir að sveitarfélagið vinni að endur- skoðun á aðalskipulagi. Mikilvægur liður í því sé mótun orkustefnu. Þar verði tekið á álitamálum varðandi vindmyllur. Eins og fleiri sveit- arstjórnarmenn vísar Ágúst til þess að enn vanti stefnumörkun ríkisins í þessum málum. Gera þurfi ráð fyrir vindmyllum sem orkukosti. Þá þurfi sveitarfélögin að vita um mögulegar tekjur sínar og nefnir í því sambandi að vindmyllur hafi óneitanlega áhrif á ásýnd sveitanna. Þrátt fyrir ágreining um stöðu vindorkugarða í áætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða ákvað verkefn- isstjórn að taka til umfjöllunar tvo vindorkugarða sem Landsvirkjun til- kynnti til mats. Blöndulundur lenti í nýtingarflokki en Búrfellslundur í biðflokki. Skattlagning skoðuð Innanríkisráðuneytið skipaði starfshóp í júní til að fjalla um skatt- lagningu mannvirkja sem framleiða raforku eða flytja hana. Var það gert að ósk samtaka sveitarfélaga og orkufyrirtækja sem telja mikilvægt að „nærsamfélög virkjana- og flutn- ingskerfa fái sanngjarnar tekjur m.t.t. umhverfisáhrifa virkjana“. Samtök orkusveitarfélaga hafa lagt áherslu á að afnema undanþágu raf- orkumannvirkja við álagningu fast- eignaskatts og að sett verði sam- ræmd löggjöf um vindorku. Krefjast auðlinda- gjalds af vindinum Morgunblaðið/RAX Hestöfl Áformað er að setja upp fleiri og stærri vindmyllur í Þykkva- bænum en þar eru fyrir. Margir íbúanna vilja ekki sjá þessa framkvæmd. Skipulagsnefnd og sveitarstjórn Rangárþings ytra hyggjast verða við beiðni lögmanns 63 einstaklinga, sem mótmælt hafa áformum um byggingu vindorkugarðs í nágrenni Þykkvabæjar, um fund til að gera grein fyrir sjónarmiðum fólksins. Fundurinn hefur ekki verið tímasettur. Í mótmælum fólksins sem eru íbúar í Þykkvabæ og fleiri hagsmunaaðilar, kemur það fram að verði af þessum vind- orkugarði muni lífsgæði íbúa skerðast verulega, auk þess sem áformin brjóti gróflega gegn nábýlis- og eignarrétti þeirra. Fasteignaverð muni lækka auk þess sem frekari at- vinnuuppbygging verði torveld- uð og ferðaþjónusta sérstak- lega nefnd í því sambandi. Biokraft vinnur að umhverf- ismati og skipulagi sem er til umfjöllunar hjá skipulagsnefnd og sveitarstjórn. Brýtur gegn rétti íbúa 63 EINSTAKLINGAR TAKA SIG SAMAN UM MÓTMÆLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.