Morgunblaðið - 15.12.2016, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.12.2016, Blaðsíða 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2016 alvöru grillaður kjúklingur Grensásvegi 5 I Reykjavík I Sími 588 8585 Opið alla daga kl. 11-22 Skemmdir á kirkjunni hafa enn ekki verið metnar en á morgun kem- ur forvörður frá Þjóðminjasafninu til að kanna ýmsa muni í kirkjunni.    Einn þeirra sem komu í Laufás á mánudaginn er Guðni Sigþórsson, slökkviliðsstjóri í Grýtubakka- hreppi. Hann er heimavanur hjá Bolla Pétri; þeir eru nefnilega sam- an með kindur á bænum. „Guðni slökkviliðsstjóri er ráðsmaður hér í Laufási!“ sagði Bolli Pétur og hló dátt í samtali við Morgunblaðið. ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Eyjafjörður Prestar hafa mikið að gera um helgar, ekki síst á aðventunni, og nota gjarnan mánudaga til að slaka á. Séra Bolli Pétur Bollason í Lauf- ási er því oftast heima á mánudögum og sú venja kom sér vel þegar eldur kviknaði í Laufáskirkju á mánudag- inn var. Sannarlega lán í óláni að hann var heima við.    Séra Bolli segir mikla mildi að eldurinn kviknað ekki um helgi. „Þá er mjög ósennilegt að einhver hefði verið heima og getað stokkið til og reynt að slökkva.“    Laufásklerkur segir að engu hafi mátt muna að illa færi. „Hefðu liðið fimm eða tíu mínútur í viðbót áður en komið var að, hefði kirkjan staðið í björtu báli. Loginn var far- inn að lyfta sér þegar ég kom inn í kirkjuna. Það sést vel hve eldurinn var farinn að stíga upp vegna þess að kóngulóarvefur uppi horninu er alveg svartur. Þetta stóð því mjög tæpt.“    Bolli fékk hringingu frá Öryggis- miðstöðinni í kjölfar þess að örygg- iskerfi tengt stjórnstöð gerði við- vart. „Laufás er utan útkallssvæðis Öryggismiðstöðvarinnar, það var því fyrst hringt í mig og ég hringdi í 112. Sem betur fer var ég heima, var með lykla að kirkjunni við höndina og gat hlaupið út eins og skot.“    Þegar Bolli kom að kirkjunni leist honum ekki á blikuna. „Að mér læddist illur grunur því það var svo mikil móða á rúðunum og dökkt að sjá inn. Þegar ég opnaði var reyk- urinn það mikill að ég hörfaði í fyrstu, fór svo inn og sá logann í horninu en fann að reykurinn var mjög óheilnæmur enda plast að brenna,“ segir hann.    Bolli áttaði sig strax á því að hann kæmist ekki að slökkvitæki kirkjunnar, fór því út og sá þá skóla- bíl sveitarinnar uppi á vegi. Bílstjór- inn, Anna Bára Bergvinsdóttir, varð þess sem betur fer vör þegar klerk- urinn veifaði til hennar, ók í snatri niður að kirkjunni og náði fljótt að slökkva mesta eldinn. Fljótlega kom einnig á staðinn Benedikt bóndi Sveinsson á Ártúni, næsta bæ aust- an Fnjóskár. Hann er í slökkviliðinu, fékk því boð frá 112 um leið og Bolli hafði hringt þangað, snaraðist af stað með öflugt slökkvitæki og slökkti í síðustu glæðunum.    Slökkvilið Grýtubakkahrepps kom svo skömmu síðar á staðinn og hóf að reykræsta. Lögreglan á Ak- ureyri kom einnig skjótt og slökkvi- liðið þaðan. Viðbúnaður var mikill eins og gefur að skilja.    Mörgum var mjög brugðið þegar fréttir bárust af því að eldur væri laus í kirkjunni og Bolli hefur fengið skilaboð víða að. „Mjög mörgum þykir svo vænt um kirkjuna. Hún er á vissan hátt þjóðarhelgidómur þótt hún sé ekki skráð sem slík. Hér er mikil saga og margir sem tengjast þessari 150 ára gömlu kirkju. Fyrir utan hvað þetta er fallegt hús,“ segir Bolli Pétur, sem sjálfur er alinn upp á staðnum. Faðir hans, Bolli Gúst- avsson, var lengi prestur í Laufási. „Ég hef farið oft í gegnum þetta í huganum. Ég get varla hugsað það til enda ef kirkjan hefðu brunnið til kaldra kola,“ sagði Bolli í gær.       Lengi hafa verið uppi hugmyndir um að bæta við einni skíðalyftu í Hlíðarfjalli. Nú virðast meiri líkur á því en nokkru sinni fyrr að þær gætu orðið að veruleika.    Vinir Hlíðarfjalls, hópur fyrir- tækja á Akureyri og víðar, lýstu fyrr á árinu vilja til þess að taka þátt í að fjármagna lyftuna og bæjaryfirvöld hafa lýst því yfir að þau séu reiðubú- in að skoða þann möguleika fyrir al- vöru. Gangi allt upp gæti vinna haf- ist við lyftuna strax næsta sumar. Ef af verður, verður neðsti hluti lyft- unnar nokkru ofan við miðja stóla- lyftu, Fjarkann, og næði hún tölu- vert upp fyrir Stromp þar sem Fjarkinn endar núna.    „Þetta myndi gera efri hluta svæðisins mun skíðavænna fyrir alla,“ sagði Guðmundur Karl Jóns- son, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli, við Morgunblaðið í gær. Greinilega spenntur.    Úr Hlíðarfjalli er það annars að frétta að ekkert er að frétta … Guð- mundur og aðrir þar á bæ liggja á bæn og biðja um norðanátt og snjó- komu! „Það er því miður ekkert bita- stætt í kortunum. Maður stekkur hæð sína um leið og sést í bláa tölu í veðurspánni en þetta hafa bara verið sýnishorn hingað til. Við bíðum bara og verðum tilbúin um leið og eitt- hvað gerist.“    Í kvöld verða félagarnir í Úlfur, úlfur með tónleika á Græna hatt- inum. Annað kvöld stígur hljóm- sveitin Dúndurfréttir þar á svið og á laugardaginn koma fram Magni Ás- geirsson, Matthías Matthíasson, Pétur „Jesú“ Örn Guðmundsson og Einar Jóhannsson. Í tilkynningu er lofað miklu gítarpartíi. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Ráðsmaður! Guðni Sigþórsson, slökkviliðsstjóri í Grýtubakkahreppi, og frístundabóndi með Bolla, í Laufáskirkju. Lán að Bolli er jafnan heima á mánudögum Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Upptekinn Séra Bolli Pétur var mikið í símanum eftir að eldur hafði verið slökktur í kirkjunni. Fjölmiðlar hringdu eðlilega í hann hver á fætur öðrum. Sunnudaginn 18. desember klukkan 11 verður fjölskylduguðsþjónusta í Dómkirkj- unni undir yfirskriftinni Þökkum fyrir ljós- ið og lífið. Í tilkynningu segir að stundin verði sérstaklega helguð ljósmæðrum. Guðjón Davíð Karlsson, Gói, les upp og segir barnasögu, Þórdís Klara Ágústsdóttir ljósmóðir mun flytja ávarp og fulltrúar ljós- mæðra lesa ritningartexta og bænir, sungnir verða aðventu- og jólasálmar. Karlakór KFUM syngur og stjórnandi kórsins, Laufey Geirlaugsdóttir, syngur einsöng. Guðsþjónusta helguð ljósmæðrum Dómkirkjan í Reykjavík. Viðar Pálsson sagnfræðingur flytur erindi í Háskóla Íslands í dag um verkið Útópíu eftir Sir Tómas More sem nú er komið út í íslenskri þýðingu í flokki Lær- dómsrita Hins ís- lenska bókmenntafélags. Erindið flytur Viðar í stofu 101 í Odda og hefst fundurinn klukkan 12.15. Fyrirlestur um Útópíu Sir Tómasar More Sir Tómas More EA-samtökin bjóða upp á sinn árlega fund um jólakvíða í dag, fimmtudag, kl. 18 í kórkjallara Hallgrímskirkju. Í tilkynningu frá samtökun- um segir að vaxandi hópur fólks berjist við kvíða fyrir jól. Þetta sé til dæmis fólk sem hafi misst ástvin á árinu, skilið, lent í fjárhagsörðugleikum eða veikst. Gestur fundarins verður sr. Sigurður Árni Þórðarson, sókn- arprestur Hallgrímskirkju. Boðið verður m.a. upp á súkku- laði með rjóma á fundinum. Fundur um jólakvíða STUTT Ráðhús Reykjavíkur tekur nú þátt í matarsóunarverkefni Landverndar og Reykjavíkurborgar. Verkefnið stendur í viku og var byrjað á því að vigta matarleifar eftir hádeg- ismat starfsmanna í mötuneyti Ráð- hússins. Forrannsókn Landverndar sem unnin var fyrir styrk frá borg- inni sýnir að matvælum fyrir 4,5 milljarða króna er hent árlega af reykvískum heimilum og hendir hver einstaklingur um 48 kílóum á ári sem gerir um 150.000 kr. fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Henda mat og drykk fyrir 4,5 milljarða á ári
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.