Morgunblaðið - 15.12.2016, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2016
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
LA PALMA
Netverð á mann frá kr. 120.785 m.v. 2 fullorða og
2 börn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 159.995
m.v. 2 í herbergi.
Hotel La Palma
Princess
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a.
Kanaríeyjan
Frá kr.
120.785
m/allt innifalið
22. des. í 10 nætur
Um jólin
20.000kr.
afsláttur á mann
v/forfalla
Hagsmunatengsl verða birt
Verið að bregðast við gagnrýni á dómstóla, segir formaður Dómarafélagsins
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Hæstiréttur ætlar að gera upplýsingar um hags-
munatengsl hæstaréttardómara aðgengileg á heima-
síðu dómstólsins frá ársbyrjun 2017. Þær upplýsing-
ar sem verða birtar eru aukastörf dómara, fasteignir
í eigu dómara sem ætlaðar eru til annars en eigin
nota, eignarhlutar í hvers kyns félögum, allar skuldir
dómara sem ekki tengjast öflun fasteigna til eigin
nota og aðild að félögum sem ekki starfa með fjár-
hagslegu markmiði. Upplýsingarnar miðast við stöðu
í ársbyrjun 2017. Þetta kemur fram í tilkynningu frá
Hæstarétti.
Hún kemur í kjölfar umfjöllunar um hagsmuna-
tengsl dómara við Hæstarétt. Meðal annars hefur
verið fjallað um hlutabréfaeign nokkurra dómara í ís-
lensku bönkunum fyrir hrun og í peningamarkaðs-
sjóðum sem töpuðu talsverðum fjármunum í hruninu.
Dæmdu þessir sömu dómarar í málaferlum gegn
fyrrverandi starfsmönnum föllnu bankanna.
Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Ís-
lands, segir að túlka megi ákvörðun hæstaréttardóm-
aranna sem viðbrögð við meinbugum á þeim reglum
sem settar hafa verið um skráningu og upplýsinga-
gjöf um hagsmunatengsl dómara. Hann telur að með
þessu sé gengið lengra en annars staðar í heiminum.
Spurður hvort í þessu felist viðurkenning á hags-
munatengslum dómaranna í umræddum málum tel-
ur Skúli að fyrst og fremst sé verið að bregðast við
óvæginni gagnrýni á dómara og dómstóla. „Ég held
að það sé ekki hægt að líta framhjá því að trúverð-
ugleiki dómstóla hefur beðið hnekki vegna þessarar
umræðu, hvort sem mönnum líkar það betur eða
verr,“ segir Skúli.
Hann segir reglurnar ekki settar í samvinnu við
Dómarafélagið og ekki hafi verið rætt hvort dómarar
á öðrum dómstigum muni sæta sömu reglum.
Í aðsendri grein Hauks Arnar Birgissonar hæsta-
réttarlögmanns í viðskiptahluta Morgunblaðsins í
dag segir að hann telji að nefnd um dómarastörf hafi
gerst sek um brot á stjórnsýslulögum með því að til-
kynna ekki dómurum formlega um heimild þeirra til
hlutabréfaeignar.
„Ég held að það sé ekki hægt að
líta framhjá því að trúverðug-
leiki dómstóla hefur beðið
hnekki.“
Skúli Magnússon
„Í augnablikinu eru stjórnarmynd-
unarviðræðurnar í pattstöðu. Þar að
auki er álag í þinginu við afgreiðslu
mála þar, svo fólk hefur ekki mikinn
tíma til að tala saman,“ segir Bene-
dikt Jóhannesson, formaður Við-
reisnar. „Mér finnst ósennilegt að
nokkuð gerist fyrr en í fyrsta lagi um
helgina. Það eru nokkrir tæknilegir
möguleikar í stöðunni. Enn sem kom-
ið er tel ég að Viðreisn, Björt framtíð
og Sjálfstæðisflokkur séu ekki tilbúin
að setjast niður aftur. Ég ætla ekki
að útloka neitt stjórnarmynstur,
nema að við göngum ekki sem þriðji
flokkur inn í núverandi stjórnarsam-
starf.“
Hægt miðar í viðræðunum um
myndun nýrrar ríkssstjórnar, skv.
samtölum Morgunblaðsins í gær-
kvöldi við talsmenn flokkanna. Birg-
itta Jónsdóttir, forystukona Pírata,
skilaði umboði forseta Íslands til
stjórnarmyndunar á mánudag. Síðan
þá hefur fólk átt í óformlegum við-
ræðum, en þær hafa þó ekki leitt af
sér neina hreyfingu á málum. Segja
viðmælendur Morgunblaðsins sem
svo að eftir hverja viðræðulotu þurfi
fólk andrúm bæði til að meta stöðuna
og safna kröftum fyrir næstu törn.
„Fólk talar saman á kaffistofunni á
Alþingi, en þar erum við fyrst og
fremst að vinna í þingmálum,“ segir
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG.
„Ég er ekkert endilega bjartsýnn
á að stjórnarmyndun náist fyrir jól,“
segir Sigurður Ingi Jóhannsson, for-
sætisráðherra og formaður Fram-
sóknarflokks. Núverandi starfs-
stjórn segir hann skorður settar.
Ekki sé hægt að fara í aðgerðir sem
þörf sé á, eins og nú þegar gengi
krónunnar er að styrkjast, sem geti
komið útflutningsgreinunum í vanda.
sbs@mbl.is
Möguleikar í pattstöðu
Afgreiðsla þingmála tefur stjórnarmyndun Útiloka
ekkert, segir Benedikt Starfsstjórn eru skorður settar
Morgunblaðið/Eggert
Viðræður Formenn Bjartrar fram-
tíðar og Viðreisnar koma til fundar.
Veður verður um-
hleypingasamt
næstu daga en fer
síðan kólnandi í
næstu viku. Tíu
dagar eru til jóla
og mörg jólabörn
orðin úrkula vonar
um að jólin verði
hvít. Veður-
fræðingur á
Veðurstofu Ís-
lands segir alls ekki útilokað að snjó-
korn falli á allt og alla á jólunum.
„Næstu daga verða miklir umhleyp-
ingar í veðrinu en lægðirnar koma
hver á fætur annarri,“ sagði Theodór
Freyr Hervarsson, veðurfræðingur á
Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is
í gær. Í dag er búist við stífri suðaust-
anátt um allt land og hvassast verður á
Norður- og Ausurlandi.
Veður fer kólnandi í næstu viku,
spár gera ráð fyrir frosti á höfuðborg-
arsvæðinu á þriðjudagskvöld, 20. des-
ember. „Í næstu viku er hann heldur
að fara kólnandi. Tölurnar verða mikið
til rauðar fram í næstu viku en þá gæt-
um við farið að sjá einhvern snjó,“
sagði Theodór. Hann segir aðfanga-
dag og jóladag ekki komna inn í spá-
gluggann en þó sé hægt að sjá ein-
hverjar vísbendingar. Aðspurður sagði
Theodór möguleika á hvítum jólum.
„Það er alls ekki útilokað.“ Hann segir
að spám beri ekki saman um hvernig
viðra muni á Þorláksmessu. „Það lítur
út fyrir að þá verði norðanátt og hún
gæti jafnvel verið hvöss. Spám ber
einna helst saman um að það verði
kaldara í næstu viku en ekki um veðrið
frá degi til dags.“
Ekki hægt
að útiloka
hvít jól
Theodór Freyr
Hervarsson
Búist við kaldara
veðri í næstu viku
Flogið var með 28 ríkisborgara frá
Albaníu héðan til síns heima á mánu-
daginn.
„Upphaflegri áætlun var seinkað
vegna bilunar í flugvél sem fengin var
til að flytja fólkið en öll samskipti við
albönsk yfirvöld voru til fyrirmyndar
og ekkert sem tafði ferðina vegna
þess,“ segir Jón F. Bjartmarz, yfirlög-
regluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.
„Ferðin gekk vel, brottfarartími
stóðst klukkan 19:30 og tekið á móti
fólkinu í Albaníu við lendingu. Allar að-
gerðir á flugvellinum í Albaníu gengu
snurðulaust fyrir sig,“ segir Jón.
Flogið heim
með 28 Albana
Fjölmenni var á íbúafundi í Stapa í Reykjanesbæ í
gærkvöldi. Fundurinn var haldinn vegna ófyrir-
séðrar mengunar frá kísilveri United Silicon í
Helguvík þar sem umræður um málefnið hafa
verið heitar. Íbúar hafa sent ábendingar og kvart-
anir til Umhverfisstofnunar og undirskriftalista
með mótmælum gegn frekari uppbyggingu kísil-
vera í Helguvík. Fulltrúar bæjarstjórnar Reykja-
nesbæjar, United Silicon, Orkurannsókna Keilis
og Umhverfisstofnunar fluttu framsögu og í
framhaldinu fóru fram pallborðsumræður og tek-
ið var við spurningum úr sal.
Pallborðsumræður í Stapa vegna mengunarmála á Reykjanesi
Ljósmynd/Páll Ketilsson
Fjölmenni á fundi um starfsemi kísilvers