Morgunblaðið - 15.12.2016, Blaðsíða 86

Morgunblaðið - 15.12.2016, Blaðsíða 86
86 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2016 Jólatilboðsverð kr. 75.161,- Með fylgir Vitamix sleif og svunta fylgir á meðan birgðir endast Fullt verð kr. 93.952,- Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is Vitamix S30 • Tvær könnur fylgja 600 ml drykkjarkanna og 1,2 l kanna • Stiglaus hraðastýring ásamt pulse rofa • Uppskriftarbók fylgir Hann er mættur!!! fjögurra diska kassinn Ten Free- dom Summers, var tilnefndur til Pulitzer-tónlistarverðlaunanna 2013. Hvað er djass? Wadada Leo Smith hefur sótt Ísland heim sjö sinnum til tón- leikahalds undanfarin 30 ár. Fyrst kom hann í júlí 1982 ásamt víbrafónleikaranum Bobby Naug- hton, og héldu þeir tónleika í Félagsstofnum stúdenta á vegum Jazzvakningar, undir heitinu „nú- jazz“. Þótt íslenskir gagnrýn- endur væru ýmsu vanir vissu sumir þeirra ekki alveg hvaðan á þá stóð veðrið og Vernharður Linnet spurði sig í Helgarpóst- inum að loknum tónleikum: „Hvað er djass?“ Í september 1984 kom Wadada í annað sinn og dvaldi þá í heilan mánuð við tónleikahald, fyr- irlestra og kennslu á vegum Gramm-útgáfunnar. Meðal annars voru fluttir eftir hann strengja- kvartettar og kraftmikil fönk- tónlist með ungum íslenskum tón- listarmönnum, eins og Pétri Grétarssyni, Stefáni Stefánssyni, Þorsteini Magnússyni og Skúla Sverrissyni, sem mörgum árum síðar spilaði aftur á tónleikum og inn á nokkra diska með Wadada. Gagnrýnendur voru enn sem fyrr á því að þetta væri ekki djass, en að þessu sinni þurftu þeir ekki að spyrja sig, því Wadada kallaði einfaldlega tónlistina heimstónlist. Í framhaldi af heimsókninni gaf Grammið út plötuna Human Rights sem m.a. innihélt dúett Wadada og Þorsteins Magn- ússonar gítarleikara, „Freedom Song“. Framúrstefnuspuni Næst kom Wadada til Íslands í nóvember 1985 og spilaði á tón- leikum í Menntaskólanum í Hamrahlíð með fönksveit sinni, sem skipuðu Sigtryggur Bald- ursson, Abdou, Skúli Sverrisson og Þorsteinn Magnússon. Af því tilefni tók Hafliði Vilhelmsson rit- höfundur langt viðtal við trompet- meistarann sem birtist í NT (Nú- tímanum). Spurði Hafliði nánar út í heimstónlistina og svaraði meist- arinn að hún byggði á því að tón- listarmaðurinn væri bæði höf- undur og flytjandi, hann reyndi ekki að spila þjóðlega tónlist ákveðinna landa en kynnti sér byggingu hennar og lögmál. Hver sá tónlistarmaður sem nýtti sér þrjár eða fleiri hefðir innan tón- listarinnar mætti teljast heims- tónlistarmaður. Þorsteinn Magnússon gítar- leikari fór svo um vorið 1987 á Evróputúr með amerískri fönk- sveit Wadada sem lauk löngu og stormasömu ferðalaginu á tón- leikum á Akranesi og Hótel Borg. Það var svo ekki fyrr en um sumarið 1996 að Wadada kom til Íslands næst. Að þessu sinni léku þekkja Íslendingar e.t.v. ekki mik- ið en hann hefur verið tilnefndur til Grammy-verðlauna, var valinn listamaður ársins 2015 og 2016 hjá tímaritinu DownBeat, var gerður MacArthur-félagi árið 2013 og var handhafi Doris Duke Performing Artist-verðlaunanna árið 2012. Iyer er tónlistarprófessor við Har- vard-háskólann og stjórnandi al- þjóðlegu Banff-tónlistarsmiðj- unnar fyrir djass og skapandi tónlist. Hann hefur gefið út 20 diska undir eigin nafni. Wadada Leo Smith er frum- kvöðull í bandarískri djass- og nú- tímatónlist og einn af helstu trompetleikurum samtímans. Hann var á lista tímaritsins DownBeat yfir „80 flottustu atrið- in í djasstónlist nú um stundir“ og samtök djassblaðamanna völdu hann tónskáld ársins 2015. Óður hans til mannréttindabaráttu, Margverðlaun- aður Íslandsvin- ur með trompet Frumkvöðlar Vijay Iyer og Wadada Leo Smith leika á tónleikum í Hörpu 9. janúar næstkomandi. með honum Pétur Grétarsson, Hilmar Jensson og Matthías Hem- stock, auk þess sem Einar Már Guðmundsson flutti ljóð. Í tón- leikahúsahallæri fóru tónleikarnir fram á efstu hæð Sólon Íslandus í Bankastræti. Í umfjöllun Jakobs Bjarnars Grétarssonar í Alþýðu- blaðinu kallaði hann tónlistina „frammúrstefnuspunanútímadjass með eskatologísku ívafi“ en tók fram að hann treysti sér að öðru leyti ekki til að skilgreina tónana sem í boði voru. Wadada heimsótti Ísland síðast í nóvember 2012 og spilaði enn og aftur með íslenskum hljóðfæra- leikurum, að þessu sinni í Hörpu með þeim Matthíasi Hemstock, Magnúsi Trygvason Eliassen og Skúla Sverrissyni. Wadada og Skúli léku dúett á fyrri helmingi tónleikanna við mikla hrifningu viðstaddra. „Stórbrotinn dúet- leikur Leos og Skúla í alla staði… sérdeilis áhrifamikið,“ sagði Vern- harður Linnet í Morgunblaðinu að þessu sinni, þrjátíu árum eftir fyrstu tónleikana í Félagsstofnun. Bandarísk þjóðargersemi Wadada Leo Smith hefur bund- ist mörgum íslenskum tónlistar- mönnum böndum. Framsæknir tónlistarmenn á borð við Hilmar Jensson, Matthías Hemstock, Pét- ur Grétarsson, Þorstein Magn- ússon og Skúla Sverrisson hafa mörgum sinnum notið samstarfs við Wadada, leikið á tónleikum og inn á diska. Margir aðrir hafa kynnst honum í fyrirlestrum hans hjá FÍH og víðar. Einnig hefur ævilangur vinskapur myndast milli fjölmargra annarra sem hafa lagt hönd á plóginn við allar heimsókn- irnar hingað til lands. Trompetmeistarinn og tón- skáldið verður 75 ára núna í des- ember. Þrátt fyrir háan aldur hef- ur krafturinn, orkan og afköstin aldrei verið meiri. Á árinu sem er að líða komu út tvær útgáfur, áðurnefndur diskur með Vijay Iyer á ECM-útgáfunni og núna í nóvember kom út tvöfaldur disk- ur, Americás National Parks, með gullkvintetti Smiths. Á næsta ári er von á fjölmörgum diskum, m.a. sólótrompetdisk með tónlist Thel- onious Monk og fjögurra diska kassa með strengjakvartettum og sitthvað fleira. Enginn vafi leikur á því að Wadada Leo Smith stend- ur núna á hátindi ferils sem spannar 60 ár. Gagnrýnendur hlaða hann lofi, hann er einn af „grand old men“ í nútímadjassi, hefur markað sér stöðu sem arf- taki Ornettes Coleman, Johns Coltrane og annarra framúr- stefnutónskálda. Til marks um það í hversu miklum metum Wadada Leo Smith er um þessar mundir er að tímaritið DownBeat gerði hann að forsíðuefni í nóvember undir titlinum „þjóðargersemi“. Á tónleikunum í Hörpu í janúar fá gestir tækifæri til að hlýða á Wadada Leo Smith, gamlan kunn- ingja – „Íslandsvin“ – í dúett með einum af sínum helstu lærisvein- um, píanóleikaranum Vijay Iyer. Tveir meistarar spuna og tón- smíða í samleik sem er kröftugur, tignarlegur og brothættur allt í senn. »Enginn vafi leikur áþví að Wadada Leo Smith stendur núna á hátindi ferils sem spannar 60 ár. Gagnrýn- endur hlaða hann lofi, hann er einn af „grand old men“ í nútímadjassi, hefur markað sér stöðu sem arftaki Ornettes Coleman, Johns Coltr- ane og annarra fram- úrstefnutónskálda.  Wadada Leo Smith og Vijay Iyer halda dúetttónleika í Hörpu  Tveir meistarar spuna og tónsmíða Spuni Greinarhöfundur, Halldór Guðmundsson og Wadada Leo Smith. AF TÓNLIST Örn Þórisson orn@mbl.is Í upphafi árs, 9. janúar næstkom- andi, halda píanóleikarinn Vijay Iyer og trompetleikarinn Wadada Leo Smith dúetttónleika í Norður- ljósum Hörpu. Þeir léku báðir í rómuðum kvartett hins síðar- nefnda og spila nú saman sem dú- ett til að kynna plötu sína fyrir ECM Records, A Cosmic Rhythm With Each Stroke, sem kom út sl. vor. Líkt og Joseph „King“ Oliver og Ferdinand „Jelly Roll“ Morton, og Louis Armstrong og Earl „Fatha“ Hines gerðu á árum áður kanna Wadada og Vijay hinar gjöfulu tónlistarlendur sem ljúkast upp við samspil píanós og tromp- ets. Píanóleikarann Vijay Iyer Ljósmynd/Árni Óskarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.