Morgunblaðið - 15.12.2016, Blaðsíða 34
34 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2016
Fæst í helstu apótekum og Eyesland gleraugnaverslunum
Frábærjólagjöf!
jákvæð áhrif á augnþurrk, vogris,
rósroða í hvörmum/augnlokum og
vanstarfsemi í fitukirtlum.
Augnhvílan getur minnkað þreytu
í augum, hvarmabólgu og haft
Augnhvílan
Dekraðu við augun
BAKSVIÐ
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Ein helsti fræðimaður sem Ísland
hefur alið er Jón Guðmundsson sem
fékk viðurnefnið lærði. Hann var
sjálfmenntaður og hlaut ýmis viður-
nefni um ævina, var skáld, náttúru-
fræðingur, málari, tannsmiður,
handritaskrifari, handverksmaður
og læknir. Jón fæddist 1574 og lést
1658. Þekktasta verk hans er fyrsta
lýsing á náttúru
Íslands sem varð-
veitt er á ís-
lensku, rituð
1645. Þar birtast
meðal annars
myndir af hvölum
og fleiri sjáv-
ardýrum og hafa
hvalamyndirnar
birst víða.
Fyrir stuttu
kom út ævisaga
Jóns, Jón lærði og náttúrur náttúr-
unnar eftir Viðar Hreinsson þar sem
saga Jóns er rakin, en hún var æv-
intýraleg í meira lagi þar sem hann
átti í stöðugum erjum við ýmsa
valdamenn, ekki síst eftir að hann
gagnrýndi Baskavígin 1615 í ritinu
Sönn frásaga af spanskra manna
skipbrotum. Það rit varð til þess að
valdsmaðurinn Ari í Ögri fékk illan
bifur á Jóni og skömmu síðar flúði
Jón á Snæfellsnes, þar sem hann bjó
um hríð. Jón var síðar gerður útlæg-
ur vegna galdra en fékk að snúa aft-
ur heim eftir að hafa leitað ásjár
konungs og lést á Hjaltastað eftir að
hafa víða dvalið.
Nær óþekkt handrit
Þegar Viðar var að viða að sér
heimildum við vinnslu bókarinnar á
Konunglega bókasafninu í Kaup-
mannahöfn fann hann nær óþekkt
handrit, blað með teikningum Jóns
af nítján hvölum og rostungi, „sem
þó er frekar magur og ræfilslegur“
eins og segir í bók Viðars. Mynd-
irnar líkjast myndum Jóns í riti hans
um náttúru Íslands en nokkrar
myndir á blaðinu eru af hvalateg-
undum sem glatast hafa úr eigin-
handarriti Jóns og Viðar telur að
Jón hafi teiknað þessar nokkru fyrr.
Fyrir vikið eru sumar myndanna lík-
lega þær elstu sem til eru í heim-
inum af viðkomandi hvalategundum.
Eins og Viðar rekur söguna í bók-
inni er erfitt að átta sig á hvenær
Jón teiknaði þessar myndir eða fyrir
hvern, en hugsanlega hafi það verið
þegar hann var í Kaupmannahöfn
1636-1637 til þess að fá konung til
þess að fella úr gildi útlegðardóm
Jóns.
Í samtali segir Viðar að nánast
öruggt sé að myndin sé eftir Jón, „ég
er í það minnsta alveg handviss. Það
er reyndar mjög erfitt að sjá út hve-
nær hann hafi gert þetta, það er
engin ytri vísbending, en teikning-
arnar af hvölunum eru mjög líkar
þeim myndum sem til eru eftir hann
í Einni stuttri undirrétting um Ís-
lands aðskiljanlegar náttúrur sem til
er í handriti og Stefán Karlsson
handritafræðingur hefur greint sem
eiginhandrit Jóns.“
Ýmsar vísbendingar
„Það eru alls konar smáatriði sem
eru nánast eins þannig að maður
þarf ekki að efast um myndirnar
sjálfar og skriftin er nánast ná-
kvæmlega eins og er á Edduhandriti
sem Stefán hefur sagt að Jón lærði
hafi skrifað um það bil sem hann var
í Kaupmannahöfn. Mér finnst því
líklegast að hann hafi teiknað mynd-
irnar þar enda er textinn skrifaður á
dönsku.“
Viðar segir að eðlilega sé erfitt að
ganga fyllilega úr skugga um at-
burði sem gerðust fyrir svo löngu og
sanna endanlega hver hafi ritað
hvað, en það séu ýmsar vísbend-
ingar, ekki síst sú að Jón var í fang-
elsi ytra og dvaldi síðan í Kaup-
mannahöfn um tíma eftir að
velviljaðir menn komu honum til að-
stoðar.
Eins og rakið er í bók Viðars má
sjá á myndunum að Jón hefur aflað
sér talsverðrar þekkingar á hvölum
sem er greinilega ekki bókleg. Þar
segir meðal annars: „Hann gat dreg-
ið myndirnar úr hugardjúpi sínu,
einkenni tegunda, og teiknað af fá-
gætu raunsæi ýmis smáatriði í sér-
kennum,“ en á þessum tíma var
sáralítið til af myndum af hvölum að
því er vitað er. „Myndirnar eru ótrú-
lega nákvæmar og til að mynda má
sjá á mynd Jóns af sandlægju, teg-
und sem er útdauð á Atlantshafi,
hnúða á bakinu, sem er gott dæmi
um nákvæmni hans,“ segir Viðar og
bætir við að þótt hann sé sjálfur ekki
fróður um hvalarannsóknir sé hann í
samstarfi við fólk sem stundi slíkar
rannsóknir og hann sé sannfærður
um að ýmsar af þessum myndum
séu elstu myndir í heiminum af við-
komandi hvalategundum, til að
mynda mynd Jóns af mjaldri sem sjá
má neðst til vinstri á myndinni hér
fyrir ofan.
Kort á skinni af Vestfjörðum
Annað merkilegt sem Viðar rakst
á við heimildarvinnu sína í Kaup-
mannahöfn er kort á skinni af Vest-
fjörðum sem honum þykir líklegt að
Jón hafi teiknað. Það er mjög illa
farið og nær ólæsilegt enda var það
lengi notað sem bókarkápa í sérsafni
á handritadeildinni. Viðar segir að
þótt kortið sé illa farið sé það ein-
stakt í íslenskri og raunar al-
þjóðlegri kortasögu því það sé mjög
frábrugðið öðrum þekktum kortum
frá 17. öld. Einnig séu vísbendingar
um að það hafi hugsanlega verið
hluti af stærra Íslandskorti, en séra
Jón Halldórsson í Hítardal, sem var
samtímamaður Jóns lærða, skrifaði
um nafna sinn að hann hefði „af-
rissað“ kort af Íslandi á konunglega
bókasafninu.
„Það er ekki hægt að fullyrða að
þetta sé kort eftir Jón en mér finnst
það þó líklegt. Þessu var slegið utan
um bók í safni þýsks málfræðings
sem þekktur var á átjándu öld, og
hans safn lenti fyrir einhverjar sakir
í Konunglega bókasafninu, en þar er
ekki hægt að finna frekari vísbend-
ingar um þetta kort og því vitum við
ekki hvort þetta er hluti af stærra
korti,“ segir Viðar, en hann birtir
mynd af kortinu í ævisögu Jóns og
síðan mynd sem tekin var með sér-
stakri tækni og sýnir útlínur á því.
Að sögn Viðars er í undirbúningi
að taka frekari myndir af kortinu og
greina það betur og þá um leið reyna
að átta sig á hvort það hafi verið
hluti af stærri mynd. „Það sem ég er
spenntastur fyrir er að skoða
jaðrana og þá er hægt að sjá hvort
það hafi verið skorið af stærri heild.
Við erum að reyna að koma af stað
rannsóknarverkefni og erum að
undirbúa styrkumsóknir.“
Elstu hvalamyndir í heimi
Í ævisögu Jóns Guðmundssonar lærða eru birtar sextán áður óséðar hvalamyndir hans
Myndirnar eru frá 1638-1637 og líklega elstu myndir í heiminum af sumum hvalategundum
Gamlar hvalamyndir Á Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn fannst blað með teikningum Jóns lærða af nítján hvölum og rostungi.
Viðar
Hreinsson
Myndin sýnir Vestfjarðakortið
sem líklegt er talið að Jón lærði
hafi teiknað og getið er um hér
til hliðar. Kortið er mjög illa far-
ið og nánast ólæsilegt eftir að
hafa verið notað sem umslag
eða kápa utan um annað rit í
hundruð ára.
Með aðstoð nýrrar tækni sem
fyrirtækið Equipoise Imaging
býr yfir tókst að taka þá mynd
sem hér birtist, en sérfræðingar
fyrirtækisins, Bill Christens-
Barry og Michael Toth, tóku
myndina og unnu síðan úr
gögnunum sem tækið skilaði.
Möguleiki er að ná betri
mynd með mun ítarlegri mynda-
töku og frekari rannsóknum á kortinu, sem myndu þá meðal annars leiða í
ljós hvort það væri stakt eða hefði verið hluti af Íslandskorti.
FJÖLLITRÓFSMYND
Vestfjarðakort á skinni