Morgunblaðið - 15.12.2016, Blaðsíða 77

Morgunblaðið - 15.12.2016, Blaðsíða 77
ingum en Jens Garðar fór í sitt fyrsta prófkjör er hann var 22 ára, í Austur- landskjördæmi gamla. Jens Garðar hefur setið í ýmsum stjórnum og nefndum á vegum sveit- arfélagsins, starfað í Hollvina- samtökum Fjórungssjúkrahússins í Neskaupstað og sinnt ýmsum öðrum félagsstörfum í sínum heimabæ, s.s. setið í Sjómannadagsráði, stjórn Sjó- minjasafns Austurlands, sóknarnefnd og karlakórnum. Þá situr hann í stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Háskólaráði Háskólans á Akur- eyri. Jens Garðar er Austfirðingur í húð og hár: „Austurland er draumastaður í alla staði og ekki síst þegar kemur að stang- og skotveiði sem eru mitt helsta áhugamál. Þær eru ófáar stundirnar sem ég hef verið svo hepp- inn að fá að eiga með fjölskyldu og vinum við árbakkann í fallegu veðri í mögnuðu umhverfi. Thor sonur minn, 13 ára, er kominn með veiðidellu á hæsta stigi og við förum a.m.k. einu sinni á ári í veiði saman. Hann hefur meira að segja hannað flugu handa pabba sínum sem heitir Jens Garðar. Ég vil sérstaklega geta þess að varðveisla sögunnar og viðgerð gam- alla húsa er mér afar hugleikin. Ég gerði upp gamalt hús, Dahlshús, frá 1880, fyrir þremur árum. Þá vakti fyrir mér að bjarga húsinu og leggja mitt af mörkum til að bjarga menn- ingarverðmætum. En síðan hefur húsið verið vettvangur fyrir lista- og handverkssýningar, fundarstaður fyrir m.a. íbúasamtökin, jóga- námskeið, upptökustúdíó og nú síðast fá hljómsveitir krakkanna hér í bæ að vera með aðstöðu í húsinu. Það er gefandi að geta lagt sitt af mörkum til samfélagsins sem maður býr í.“ Fjölskylda Sambýliskona Jens Garðars er Kristín Lilja Eyglóardóttir, f. 21.9. 1978, heilaskurðlæknir á Sahlgrenska í Gautaborg. Móðir hennar er Eygló Lind Egilsdóttir, meðhjálpari í Borg- arnesi, og Sigurður Friðrik Sigurðs- son, var starfsmaður Volvo í Svíþjóð en er nú látinn. Fyrri kona Jens Garðars er Erna Þorsteinsdóttir, f. 25.7. 1977, starfs- mannastjóri Eskju hf. Börn Jens Garðars og Ernu eru Hekla Björk Jensdóttir, f. 2.2. 1998, námsmaður í Reykjavík; Thor Jens- son, f. 18.11. 2003, og Vöggur Jens- son, f. 21.9. 2005. Albróðir Jens Garðars er Sturla Már Helgason, f. 4.12. 1983, starfs- maður Sensa í Reykjavík. Hálfsystur Jens Garðars, sam- mæðra, eru Ingibjörg Gunnarsdóttir, f. 20.11. 1961, húsfreyja í Hafnarfirði; Sveinbjörg Gunnarsdóttir, f. 24.10. 1962, starfsmaður Morgunblaðsins, búsett í Hafnarfirði, og Guðbjörg Gunnarsdóttir, f. 4.1. 1966, starfs- maður MS, búsett í Reykjavík. Foreldrar Jens Garðars: Helgi Garðarsson, f. 10.11 1938, d. 20.1. 2011, rafvirkjameistari á Eskifirði, og Jóna Herdís Hallbjörnsdóttir, f. 24.2. 1944, lengst af starfsmaður dvalar- heimilisins Hulduhlíðar á Eskifirði. Úr frændgarði Jens Garðars Helgasonar Jens Garðar Helgason Ingibjörg G. Stefánsdóttir húsfreyja á Eskifirði Einar Baldvinsson kennari og sjóm. á Eskifirði Ingigerður G.B. Einarsdóttir húsfreyja í Rvík Hallbjörn Bergmann Elímundarson húsasmíðameistari í Kópavogi (fósturf.: Sturla Hólm Kristófersson verkamaður í Rvík) Jóna Herdís Hallbjörndóttir lengi starfsmaður við dvalarheimilið Hulduhlíð Sigurlaug Cyrusdóttir húsfr. á Hellissandi, bróður- dóttir Ögmundar, föður Karvels oddvita og útg.m. í Njarðvík Elímundur Ögmundsson sjómaður á Hellissandi Sæmundur Elímundarson sjúkraliði og kaupm. í Rvík Ólafur Elímundarson sagnfræðingur Guðrún Ástríður Elímundardóttir húsfreyja í Rvík Sigurður E. Guðmundsson fyrrv. forstj. Húsnæðis- stofnunar ríkisins Anna Elísabet Elímundardóttir húsfreyja Erlendur Haraldsson prófessor emeritus í sálfr. við HÍ Guðmundur Kr. Sæmundsson kennari og rithöfundur Viðar Sæmundsson prófessor í bókmenntafr. við HÍ Augusta Meyer Andersen húsfreyja á Eskifirði Karl Jónasson útgerðarm. á Eskifirði Jensína María Karlsdóttir húsfreyja á Eskifirði Jón Garðar Helgason bifreiðastj. og öku- kennari á Eskifirði Helgi Garðarsson rafvirkjam. á Eskifirði Jónína Guðrún Jónsdóttir húsfreyja á Eskifirði Helgi Jónsson sjómaður á Eskifirði Í Oddsskarði Jens Garðar og Kristín. ÍSLENDINGAR 77 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2016 Þórunn Gísladóttir, ljósmóðirog grasalæknir, fæddist íYtri-Ásum í Skaftártungu 15.12. 1846, dóttir Gísla Jónssonar, bónda í Ytri-Ásum, og Þórunnar Sigurðardóttur ljósmóður. Þórunn var af mikilli og frægri ljósmæðra- og grasalæknaætt. Amma Þórunnar Gísladóttur og móðir Þórunnar Sigurðardóttur, Þórunn Þorsteinsdóttir, var einnig ljósmóðir sem og yngri systir henn- ar. Systir Þórunnar Gísladóttur var Kristín ljósmóðir en sonur Þór- unnar var Erlingur Filippusson grasalæknir, faðir Ástu grasalækn- is. Sonur Erlings var Gissur, þýð- andi og fyrrv. umdæmisstjóri Pósts og síma sem varð 104 ára, afi Didda fiðlu, föður Ólafs Kjartans óp- erusöngvara en hans sonur er Fjölnir söngvari. Föðurbróðir Þór- unnar Gísladóttur var Eiríkur, langafi Runólfs og Páls sand- græðslustjóra en sonur Páls er Sveinn landgræðslustjóri. Annar föðurbróðir Þórunnar var Jón, langafi Ragnars í Smára. Þórunn lærði ljósmóðurfræði og tók próf hjá Þorgrími Johnsen, lækni í Odda, 1870. Hún var ljós- móðir í stóru umdæmi, í Fljótshverfi og Austur-Síðu sem var afar erfitt yfirferðar, yfir mikil og ströng vötn að fara. Síðar var hún ljósmóðir í Borgarfjarðarumdæmi eystra. Þórunn sótti um leyfi til amt- manns að fá að nota fæðingartangir þegar þess væri þörf. Var umsóknin borin undir landlækni sem lagðist gegn henni á þeim forsendum að slíkar tangir tíðkuðust hvergi hjá ljósmæðrum í danska ríkinu. Þórunn lærði grasalækningar af móður sinni, var þekktasti grasa- læknir hér á landi og gjarnan nefnd Grasa-Þórunn. Vegna færni hennar spunnust um hana þjóðsögur sem m.a. má lesa í þjóðsagnasafni Sig- fúsar Sigfússonar. Þórunni sundreið ströng vatnsföll þegar aðrir töldu ófært og var um skeið á vetrarvertíð á Suðurnesjum, m.a. bátsformaður þar. Þórunn lést 19.7. 1937. Merkir Íslendingar Þórunn Gísladóttir 100 ára Aðalbjörg Jónsdóttir 90 ára Bjarni Jónsson 85 ára Janus Bragi Sigurbjörnsson Sigurður Sigfússon 80 ára Þorsteinn Ingi Kragh 75 ára Jón Haraldsson Sigurbjörg Jóhanna Ólafsdóttir 70 ára Guðríður Þorsteinsdóttir Indiana B. Gunnarsdóttir Karólína Sveinsdóttir Marta Gunnlaug Ragnarsdóttir Sigurjón Guðjónsson Þórdís Njálsdóttir 60 ára Ásta Jóhannsdóttir Guðný Klara Sigurðardóttir Guðrún Ágústsdóttir Jón Kristinn Guðmundsson Óskar Jóhannsson Sigríður Kr. Kristjánsdóttir Sigurbjörg A. Guttormsdóttir Sigurlaug Guðfinna Gunnarsdóttir 50 ára Brynja Dýrleif Svavarsdóttir Elísabet Herdís Guðjónsdóttir Hulda Garðarsdóttir Jóhanna Anna Jóhannesdóttir Kristín Gunnarsdóttir Laufey Úlfarsdóttir Ragnar Hólm Gíslason Sigríður Kjartansdóttir Sigríður K. Sigurbjörnsdóttir Tomasz Mazur Til hamingju með daginn 30 ára Harpa Dröfn ólst upp í Borgarnesi, býr í Mosfefllsbæ, lauk sveins- prófi í framreiðslu frá MK og sér um veislur og við- burði hjá Hilton Nordica í Reykjavík. Bræður: Pálmi, f. 1978; Elís, f. 1981, og Þorvaldur, f. 1990. Foreldrar: Blængur Al- freðsson, f. 1958, og Þór- dís Þorvaldsdóttir, f. 1962. Þau búa í Borg- arnesi. Harpa Dröfn Blængsdóttir 30 ára Bjarni ólst upp í Reykjavík, býr í Hafnar- firði og stundar nám og vinnur sem vélvirki. Maki: Íris Stella Sverris- dóttir, f. 1986, nemi í sál- fræði við HA. Dætur: Ísalind Emma, f. 2012, og Dagbjört Erika, f. 2015. Foreldrar: Vilhjálmur Páll Bjarnason, f. 1962, renni- smiður, og Ingibjörg Guð- mundsdóttir, f. 1967, hús- freyja. Bjarni Björgvin Vilhjálmsson 30 ára Axel ólst upp í Hafnarfirði, lauk sveins- prófi í rafvirkjun og er raf- virkjameistari á Reykjum á Skeiðum. Maki: Ásta Björg Nat- hanaelsdóttir, f. 1989, húsfreyja. Börn: Kristín Ágústa, f. 2011; Hjörvar Ingi, f. 2014, og óskírður, f. 2016. Foreldrar: Þórdís Eiríks- dóttir, f. 1956, hjúkrunar- fræðingur, og Stefán F. Arndal, f. 1958, rafvirki. Axel S. Arndal Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón 40 ára Anna María Þórhallsdóttir Brimar Bragi Magnússon Daniel Marcin Kryc Einar Gunnar Karlsson Gustav Þór Eiríksson Jens Garðar Helgason Jóhann Vignir Gunnarsson Kjartan Sigurjónsson Sara Dögg Gylfadóttir Þorvaldur Harry Þorvaldsson 30 ára Andri Már Sigurðsson Axel S. Arndal Bjarni Björgvin Vilhjálmsson Harpa Dröfn Blængsdóttir Jaroslaw Puchalski Júlíus Kristjánsson ...með nútíma svalalokunum og sólstofum Skútuvogur 10b, 104 Reykjavík, sími 517 1417, glerogbrautir.is Opið alla virka daga frá 9-17 og á föstudögum frá 9-16 • Svalalokanir • Glerveggir • Gler • Felliveggir • Garðskálar • Handrið Við færumþér logn & blíðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.