Morgunblaðið - 15.12.2016, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 15.12.2016, Blaðsíða 72
72 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2016 ✝ Hreinn Steins-son fæddist á Nefstöðum í Fljót- um 2. september 1934. Hann lést 9. desember 2016 á Landspítalanum í Fossvogi. Foreldrar hans voru Steinunn Antonsdóttir, f. 13. september 1911, d. 4. nóvember 1993, og Steinn Jónsson, f. 12. maí 1898, d. 6. mars 1982. Á sínum yngri árum stundaði Hreinn fót- bolta, fimleika, skíði og bridge. Hreinn flutti til Siglufjarðar 1948. Alsystkini hans eru: Stefanía þrjú börn. Þau eru: 1) Anna Sig- rún Hreinsdóttir, f. 5. desember 1958, gift Þórði Þórðarsyni, þau eiga saman tvö börn. Áður átti Anna tvö börn frá fyrra hjóna- bandi. 2) Steinunn Hreinsdóttir, f. 20. nóvember 1960, gift Erni Geirssyni, þau eiga saman tvö börn. Áður átti Steinunn tvö börn frá fyrra hjónabandi. 3) Vilhjálmur Hreinsson, f. 7. jan- úar 1969, kvæntur Fríðu Rut Heimisdóttur og eiga þau þrjú börn. Sambýliskona Hreins var Svanborg Sumarrós Tryggva- dóttir, f. 1938, d. 2005. Hreinn flutti til Hafnarfjarð- ar 1975 og starfaði hann hjá Ál- verinu í Straumsvík til starfs- loka. Útför Hreins fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 15. desember 2016, og hefst athöfn- in klukkan 13. Regína Steins- dóttir, f. 1937, Jó- hann Steinsson, f. 1945, Sigrún Þóra Steinsdóttir, f. 1951. Samfeðra systkini hans eru Vilhjálmur Ing- ólfur Steinsson, f. 1919, d. 1981, Fanney Steins- dóttir, f. 1922, d. 2001, Jón Gestur Steinsson, f. 1924, d. 1926, Hulda Steinsdóttir, f. 1927, Sig- urjón Steinson, f. 1929. Eiginkona Hreins var Sigrún Davíðsdóttir, f. 2. september 1937, en þau slitu samvistum. Hreinn og Sigrún eignuðust Elsku pabbi minn, nú er komið að kveðjustund. Það er sárt að kveðja þig en um leið minnumst við allra gleðilegu stundanna okkar saman. Þú sem varst alltaf svo jákvæður og glaður, þegar við spurðum hvað þú segðir sagð- ir þú alltaf; „Ég segi allt fínt.“ Ég sakna þess að heyra í þér daglega en þú hringdir á hverjum degi í okkur systkinin. Þú fylgd- ist vel með hvað allir voru að gera, vildir vita hvernig krökk- unum gengi í skólanum og hvað þau voru að fást við. Þú varst svo áhugasamur um fótbolta og hafð- ir gaman af því að ræða um bolt- ann við Þórð, sem er mikill fót- boltastrákur. Þó að þið hafið ekki haldið með sama liðinu, en þú hélst með Man. Utd en Þórður með Chelsea. Þú varst líka mikill matmaður og fannst gaman að koma til okkar í mat, við vissum alltaf hvenær þú varst sérlega ánægður með matinn. En þá sagðir þú alltaf „takk kærlega fyrir mig“. Ég sakna þín, elsku pabbi minn, og læt hér fylgja með vers- ið sem amma mín kenndi mér. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. Eins láttu ljósið þitt lýsa í hjarta mitt, skína í sál og sinni, sjálfur vaktu þar inni. (Höf. ók.) Þín dóttir, Anna Sigrún. Elsku pabbi minn, sárt er að missa, ég átti ekki von á að þurfa að kveðja þig svona fljótt. Ég þakka fyrir þessa síðustu daga, að fá tíma til að kveðja þig og vera hjá þér. Þessi tími var okkur systkinunum mjög dýrmætur og vona ég að þér hafi ekki liðið illa, það var allt gert til þess að þér myndi líða vel síðustu dagana og held ég að þú hafir haft gaman af að hlusta á slúðrið í okkur (rifja upp gamla daga), það er alltaf gaman að hugsa aftur í tímann. Mín minning er mjög sterk um hvað þú varst með mikla bíladellu, ætlaðir alltaf að eignast einhvern tímann BMW og það gerðir þú. Ég var 12 ára þegar þú lést mig setjast undir stýri og sagðir við mig að nú væri kominn tími til að ég lærði á bíl. Þú varst mjög dug- legur að fara með mig á gamla flugvöllinn á Siglufirði til að æfa mig í að keyra og jafnframt sagðir þú að það væri ekki nóg að keyra bíla, það þyrfti líka að hugsa um þá, smyrja, þrífa, skipta um perur og einnig að kunna að skipta um dekk ef spryngi. Um tíma hvarfl- aði að mér að gerast bifvélavirki, ég var orðin svo klár í þessu öllu. Þegar sprakk hjá mér í fyrsta skipti var ég komin átta mánuði á leið með Birgittu mína og reddaði ég þessu sjálf, þá voru nú ekki símar til að hringja eftir hjálp. Tala nú ekki um þegar þú lést mig bóna bílinn þinn í fyrsta skipti, þá réttirðu mér eina dós af þrælabóni og baðst mig um að bóna bílinn meðan þú værir í vinnunni. Ég held að ég hafi þá verið 13 ára, ég var rétt hálfnuð með bílinn þegar dósin var búin svo að ég fór út í búð og keypti aðra dollu kláraði hana líka og lagðist svo í sólbað meðan bónið var að þorna. Mig minnir að þú hafir verið í viku að ná bóninu af bílnum og man ég ekki eftir að þú hafir þurft að bóna þennan bíl aftur hann glansaði í marga mánuði. Elsku pabbi, minningarnar eru margar en nú er komið að kveðjustund í bili. Þú varst alltaf glaður og alltaf hress og vonast ég til að þér líði vel núna og guð geymi þig. Elska þig alltaf. Þín dóttir, Steinunn. Elsku pabbi minn, mikið er sárt að kveðja þig. Síðustu dag- arnir voru þér erfiðir en samt okkur svo kærkomnir, fyrir það erum við systkinin þakklát. Hug- ur minn reikar um allar góðu minningarnar og sérstaklega all- ar góðu ferðirnar okkar til Siglu- fjarðar. Þú varst alltaf svo já- kvæður og þakklátur fyrir allt þrátt fyrir að þú ættir erfitt með mál eftir veikindi á unga aldri. Það stoppaði þig þó aldrei í því að hringja í okkur á hverjum degi og stundum oft á dag. Hafðir þú mikinn áhuga á bílum sem ég erfði svo sannarlega frá þér. Ferðirnar í Brekkuskóg voru alltaf mikið tilhlökkunar efni þar sem þú bauðst okkur systkinum og fjölskyldum, þar var mikið hlegið og áttum við góðar stund- ir. Minningarnar eru margar og hugurinn reikar daglega í gegn- um eitthvað nýtt. Í dag kveð ég þig, elsku pabbi, og bið kæran Guð að geyma þig, þangað til við hittumst á ný. Nú ertu farinn frá mér, en föðurráðin þín, þau eru ávallt hjá mér og óma blítt til mín: Guðs orðum áttu að trúa og ávallt hlýða þeim, það mun þér blessun búa og ber þig öruggt heim. (BJ) Vilhjálmur Hreinsson. Elsku besti tengdapabbi minn. Orð fá því varla lýst hversu mikið mér þykir vænt um þig. Þú varst einstakur og hefur reynst mér svo vel í gegnum árin. Alltaf svo jákvæður og hress, sama hve- nær maður spurði þig. Lífið lagði mikið á þig síðustu dagana og þú stóðst þig svo vel. Ég geymi í hjarta mínu minningu um góðan mann. Hörpu þinnar, ljúfa lag lengi finn í muna. Því ég minnist þín í dag, þökk fyrir kynninguna. (Á.K.) Samúðarkveðja elsku Anna, Steina og Villi. Fríða Rut. Elsku tengdapabbi, þín verður sárt saknað. Ég kynntist þér fyrst þegar ég fór að hitta dóttur þína hana Önnu. Ég man eins og það hafi gerst í gær þegar þú komst í skúrinn til mín þar sem ég var að gera við bílinn hennar Önnu og varst þú mjög áhuga- samur um það sem ég var að gera. Þú varst alltaf jákvæður, skemmtilegur og í góðu skapi. Þú starfaðir í mörg ár í Álverinu í Straumsvík og þótti þér vænt um vinnustað þinn og barst virðingu fyrir starfinu þínu. Þú varst alltaf í mjög góðu sambandi við börnin þín, barnabörnin og tengdabörn- in. Í kringum afmælið þitt fórst þú alltaf með alla í sumarbú- staðaferð þar sem allir áttu sam- an góðar stundir. Sjötugsafmælið þitt var nú ekki af verri endanum þar sem þú bauðst fólkinu þínu til Portúgal þar sem allir áttu sam- an yndislega daga. Takk fyrir all- ar góðu stundirnar. Þórður Þórðarson. Fallinn er nú frá kæri vinur okkar hjóna. Langar okkur að minnast allra góða stundanna sem við áttum með honum. Hreinn var afar ljúfur og góður maður, þrátt fyrir erfið veikindi sem hann fékk sem ungur maður sem gerði honum erfitt um mál, það var alltaf stutt í húmorinn. Þegar við spurðum hvernig hann hefði það, þá svaraði hann alltaf brosandi: „Bara gott, hvað held- urðu.“ Hann fylgdist vel með okkur feðgum hvernig gekk á sjónum og gladdist vel yfir því þegar vel fiskaðist hjá okkur. Nú kveðjum við elskulegan vin okkar og vott- um fjölskyldu og vinum okkar innilega samúð. Heimir og Þuríður (Lilla). Hreinn Steinsson HINSTA KVEÐJA Elsku afi okkar, guð geymi þig. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jóns.) Heimir Snær, Bryndís Eva, og Hilmar Davíð Vilhjálmsbörn. ✝ Herbert ÁgústBenjamínsson skipstjóri fæddist á Ísafirði 20. febr- úar 1933. Hann lést á hjúkr- unardeild Fjórð- ungssjúkrahússins í Neskaupstað 8. desember 2016. Foreldrar hans voru Kristín Guð- mundsdóttir og Ágúst Benjamín Jensson. Herbert bjó hjá ömmu sinni og afa á Ísafirði þar sem hann gerði sjómennsku að ævistarfi sínu frá 14 ára aldri, fyrst frá Ísafirði og Reykjavík. Herbert fluttist til Neskaup- staðar árið 1950 til að stunda sjómennsku þar sem hann kynntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðnýju Jónsdóttur Zoëga, og eignuðust þau þrjú börn. Þau eru: Anna, f. 1952, hún á þrjú börn, eiginmaður var Pétur Kjart- ansson. Jón, f. 1956, hann á þrjú börn, eiginkona er Theódóra Frí- mann, og Unnur, f. 1960, og á fjögur börn, eig- inmaður er Bjørn Syvertsen. Áður átti Herbert soninn Finn Guðmundsson, f. 1949, og á hann þrjú börn, eiginkona hans er Fanney Guðmunds- dóttir. Útför hans fer fram frá Norðfjarðarkirkju í dag, 15. desember 2016, klukkan 14. Í dag kveð ég tengdapabba minn, Herbert Benjamínsson. Hebbi Ben, eins og hann var kallaður, var góður maður sem reyndist mér ákaflega vel. Ég minnist þess er ég sá hann í fyrsta skipti þegar hann kom með henni Gúllu, eiginkonu sinni, að sækja okkur turtildúfurnar í rútuna sem flutti okkur yfir Norðfjarðarheiðina, í gegnum rörið fræga, niður í Neskaupstað. Nýja kærustuparið var að koma í sína fyrstu heimsókn saman á heimaslóðir væntanlegs eigin- manns. Það ríkti mikil eftirvænt- ing að hitta þau hjónin en það reyndist óþarfi að kvíða nokkru því þau voru yndisleg heim að sækja. Ég man hann Hebba alltaf þar sem hann stóð rólegur og yfir- vegaður, myndarlegur maður með milt andlitið. Brosið ljúfa og tvíræða sem einkenndi hann alla tíð. Hann var ekki margmáll en ávallt góður hlustandi. Elsku Hebbi, nú ert þú farinn frá okkur. Efst í huga mér er þakklæti til þín og Gúllu fyrir að færa mér son þinn Jonna, sem er það dýr- mætasta í lífi mínu ásamt börn- um okkar og barnabörnum. Ég þakka þér fyrir allar ánægjulegu samverustundirnar heima á Blómsturvöllum þar sem alltaf var tekið vel á móti okkur fjöl- skyldunni þegar komið var í heimsókn. Þar varst þú til staðar og gafst þig að börnunum af mik- illi mýkt á meðan eiginkonan þín, hún Gúlla, bar fram kræsingar af stakri snilld. Minningabrot úr sumarbústað ykkar hjóna, sigl- ingarnar á togaranum Barða, þar sem þú varst farsæll skipstjóri til margra ára og bauðst öllum í sigl- ingu á sjómannadaginn og margt fleira yljar mér um hjartarætur. Elsku Gúlla, Unnur, Jonni, Anna, Finnur og afkomendur, samúðarkveðja til ykkar allra. Blessuð sé minning þín, Hebbi minn. Þín tengdadóttir, Theódóra. Elsku afi Hebbi. Nú ert þú fallinn frá og eftir sitjum við með hlýjar minningar um þig og okkar stundir saman. Samverustundir þegar við fjöl- skyldan komum á Norðfjörð til ykkar ömmu Gúllu á sumrin þar sem alltaf var tekið vel á móti okkur. Sólardagar í Birkihlíð, þar sem þú hjálpaðir litlum fingrum að smíða ýmislegt úr gömlum fjölum, trilluferðir um fjörðinn, Hebbi frændi og þú að plokka rækjur, skoðunarferð um Safna- húsið og rólyndisstundir þar sem við sátum, sem börn, og dýfðum rabarbara í sykur og horfðum upp í fjallagarðinn. Það var alltaf gaman að koma til þín í skúrinn þar sem þú dundaðir við hina ýmsu hluti og sýndir okkur muni úr ævintýraferðum þínum um hafið, meðal annars stóra kuð- unginn sem við lögðum upp að eyranu og hlustuðum á öldurnar. Mörg eru minningabrotin sem við geymum. Rólegt göngulag, með hendur í vösum, og hlýlegt bros einkenndi þig þegar þú tókst á móti okkur systkinunum á Blómsturvöllum. Brosmildur, með blíðu augun og hlustaðir á okkur börnin af ró og hlýju. Minningarnar um þig með El- ísabetu Selmu og Tómasi Bent, langafabörnum þínum, eru einnig afar dýrmætar. Elsku afi, minning þín lifir í hjörtum okkar. Hvíl í friði. Theódóra Kolbrún, Guðný og Jón Tómas Jónsbörn. Farinn ertu, afi minn. Þú kenndir mér svo margt með því að gera, ekki bara að segja. Höggva við, salta fisk, svíða lappir, tálga spýtu. Allt þetta og meira til og ég ekki byrjaður í grunnskóla. Fyrsti túrinn á ísfisk fimm ára gamall með þér, kallinum í brúnni. Krakkinn ég, slorugur upp fyrir haus við aðgerðaborðið og svo niður í lest að ísa þorsk í kassa. Vinnan göfgar manninn er oft sagt, en þú kenndir mér að vinnan skilgreini hver maður er. Allar þær kæru stundir sem við áttum saman með ömmu á Blómsturvöllunum og Birkihlíð. Mér fannst ég eiga þig og ömmu aleinn. Enginn annar átti að þvælast fyrir okkur. „Glettnin í augunum, þessi góða nærvera. Sagan á bak við Hebba afa hlýtur að vera stór- brotin“ er það sem fjölskyldan mín segir. Sögurnar þínar af síðutogurunum, skipbrot og aðr- ar frásagnir tengdar sjónum. Þessar sögur ásamt upplifunum með ykkur ömmu munu fylgja mér og mínum um aldur og ævi. Hebbi Ben, skipstjóri, afi og besti vinur. Takk fyrir allt, afi. Barði Westin. Herbert Benjamínsson Yndisleg mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, SONJA HULD ÓLAFSDÓTTIR, lést á líknardeild Landspítalans 7. desember síðastliðinn. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju 16. desember næstkomandi klukkan 13. . Martha Árnadóttir, Hartmann Kr. Guðmundsson, Þorbjörg Gísladóttir, Gísli Wiium, Bergþóra Gísladóttir, Hjalti Bogason, Eyrún Gísladóttir, Guðmundur Ólafsson, Gauti þór Gíslason, barnabörn og barnabarnabörn. Elsku mamma okkar, amma, tengda- mamma, systir og vinkona, SIGÞRÚÐUR BJÖRG AXELSDÓTTIR, Teigaseli 2, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ að kvöldi 9. desember. Útförin fer fram frá Lindakirkju í Kópavogi næstkomandi föstudag, 16. desember, klukkan 15. . Helga S. Davíðsdóttir, Skúli F. Hjaltason, Ragnheiður I. Davíðsdóttir, Örn Hróbjartsson, Davíð K. Davíðsson, Valgerður B. Hannesdóttir, systkini, barnabörn og vinir. Ástkæra hjartans eiginkona mín, móðir, fósturmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNÍNA ÍSLEIFSDÓTTIR (Nína), Bárðarási 11, Hellissandi, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 10. desember 2016. Jarðsungið verður frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 19. desember 2016 klukkan 11. . Jón Einar Rafnsson, Magnús Þóroddsson, Skúli Berg, Auður Yngvadóttir, María Petrína Berg, S. Pétur Guðmundsson, Þorlákur G. Halldórsson, Magnea Guðlaugsdóttir, Þóroddur Halldórsson, Guðbjörg Sævarsdóttir, ömmu- og langömmubörn. Ástkær sonur okkar, bróðir og mágur, SVERRIR ÞORVALDSSON kerfisstjóri, Laufrima 30, Reykjavík, andaðist á Sjúkrahúsi Akraness 10. desember. Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 20. desember klukkan 13. . Ingveldur Sverrisdóttir, Þorvaldur Sigtryggsson, Tryggvi Þorvaldsson, Inga Valdís Þorvaldsd., Harald Björnsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.