Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 13.05.2016, Side 1

Fréttatíminn - 13.05.2016, Side 1
Þrír fjórðu kvótans fara til rúmlega tuttugu fyrirtækja. 90 einstaklingar hafa fengið meira en 230 milljarða frá árinu 2008. Ingimar Karl Helgason ritstjorn@frettatiminn.is Um þrír fjórðu alls fiskveiðikvóta við Ísland falla í skaut rúmlega tuttugu fyrirtækja. Innan við eitt- hundrað einstaklingar hirða árlega 33 milljarða af auðlindarentunni í gegnum eignarhald sitt á þessum fyrirtækjum sem telja má á fingrum og tám. Frá árinu 2008 leggur auð- lindarentan sig á yfir 300 milljarða króna, samkvæmt útreikningum Indriða H. Þorlákssonar. 22 fyrirtæki fá þannig úthlutað einu prósenti eða meira af fiskveiði- kvóta við Ísland. Samanlagt fá þau í eigin nafni yfir 70 prósent af kvótan- um. Þegar könnuð eru eignatengsl þessara fyrirtækja við önnur sjávar- útvegsfyrirtæki má ætla að hlutfall heildarkvótans sem þeim er úthlutað aukist upp í 73% eða jafnvel meira. Þegar eigendakeðja kvótahafanna hefur verið rakin í gegnum ýmis fé- lög, standa eftir um 90 einstaklingar. Sá hópur kemst fyrir í einum strætis- vagni og hefur samtals fengið í sinn hlut vel yfir 230 milljarða króna af 322 milljarða króna auðlindarentu landsmanna. Hér er miðað við stöðuna árið 2015. Þegar ársreikningar þessara fyrirtækja fyrir árið 2014 eru kann- aðir með tilliti til eignarhalds sést glögglega að enda þótt hluthafar í sumum þeirra séu margir – skipti jafnvel hundruðum – þá eru þeir fáir sem eiga bróðurpartinn í fyrirtækj- unum, hafa áberandi yfirráð og/eða fá megnið af arðinum í eigin vasa. frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is 20. tölublað 7. árgangur Föstudagur 13.05.2016 Innan við hundrað manns hirða 33 milljarða árlega Lögbrot segir landlæknir Tvöfalt heilbrigðiskerfi. Íslenskar konur fara á einkaklíník í Ármúla Skápa- Íslendingar Fimm milljónir Norðmanna halda með Íslendingum á EM í fótbolta Hrært upp í majónesinu Kleópatra Kristbjörg tjáir sig um sakamálið Grætt á tá og fingri Örfáir raka til sín arðinum af auðlindinni 10 4 20 6 Alltaf með Fréttatímanum Innlit til Lilju Pálma Ný vefsíða um íslensk heimili 30 Loftur vopnasali í Panama-skjölum Í viðskiptum við CIA, Stasi og einræðis herra 22 Handleggsbraut mann Gæs réðst á starfsmenn Verkís 42 FER OFTAR Á LÆKNAVAKTINA EN Í SUND EKKI SPARA SÓLARVÖRNINA Í SUMAR MAGGA PÁLA: ÞARF BARNIÐ AÐ FARA Í LEIKSKÓLA? ARNAR FREYR RAPPARI Í NÝJU HLUTVERKI 30 FYRSTA KONAN SEM STJÓRNAR FÓTBOLTAÞÆTTI Á ÍSLANDI FÖSTUDAGUR 13.05.16 HARPA EINARS 5 ATRIÐI SEM STUÐLA AÐ HEILBRIGÐRI HÚÐ SÝNIR NÝJA HÖNNUN Í CANNES EFTIR AÐ HAFA MISST FYRIRTÆKI Í HENDUR FJÁRFESTA, TEKIST Á VIÐ GEÐHVARFASÝKI OG VERIÐ HEIMILISLAUS Tíu efstu Þorsteinn Már Baldvinsson Samherji • 10 milljarðar Kristján V. Vilhelmsson Samherji • 10 milljarðar Helga S. Guðmundsdóttir Samherji • 10 milljarðar Guðmundur Kristjánsson Brim • 10 milljarðar Gunnar Tómasson Þorbjörn • 5,6 milljarðar Eiríkur Tómasson Þorbjörn • 5,6 milljarðar Gerður Sigríður Tómasdóttir Þorbjörn • 5,6 milljarðar Guðbjörg Matthíasdóttir Ísfélagið • 5 milljarðar Kristján Loftsson HB Grandi • 2,7 milljarðar Birna Loftsdóttir HB Grandi • 2,7 milljarðar KRINGLUNNI ISTORE.IS Viðurkenndur endursöluaðiliDJI vörurnar fást í iStore væntanlegur aftur 15. maíInspire 1 v2.0 OSMO Phantom 4

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.