Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 13.05.2016, Side 2

Fréttatíminn - 13.05.2016, Side 2
Jón Rúnar Halldórsson var með félag á Bresku Jóm- frúreyjunum. Hann segir það hafa verið notað vegna hlutabréfakaupa. Valur Grettisson Valur@frettatiminn.is „Ég kannast við félagið og kannski það merkilegasta við það er að nafnið er ansi f lott,“ svarar Jón Rúnar Halldórsson, formað- ur stjórnar FH, en nafn hans er í Panamaskjölunum. Þar var hann skráður fyrir félaginu Sutherland Consultancy sem var stofnað á Bresku Jómfrúreyjunum árið 2007. Félagið var raunar stofnað tveim- ur mánuðum eftir að Jón Rúnar seldi hlut sinn í Saltkaup í ágúst árið 2007. „Ég fékk samt ekki fé- lagið fyrr en árið 2008,“ útskýrir Jón Rúnar spurður út í tímasetn- inguna. Hann bætir svo við: „Rík- isskattstjóri sendi mér einmitt bréf um daginn vegna málsins og ég er búinn að svara því. Núna vill hann frekari upplýsingar.“ Það er því ljóst að skattayfirvöld hér á landi voru ekki upplýst um tilvist félagsins, sem var endanlega slitið árið 2012. Jón Rúnar segir að hann hafi ákveðið að kaupa hlutabréf rétt fyr- ir hrun og starfsmenn Landsbank- ans í Lúxemborg sem bjuggu félagið til. „Svo kom þetta ágæta hrun og allt fór á hausinn. Ég fór bara og af- skrifaði þetta,“ segir hann. Mikil uppbygging hefur verið á svæði FH síðastliðin ár, meðal annars í gegnum finnska fyrirtæk- ið Best-Hall, sem Jón Rúnar er um- boðsaðili fyrir hér á landi. Frétta- blaðið ræddi við Jón á síðasta ári þar sem hann var spurður hvort ein- hver hagsmunaárekstur væri á milli hans og FH þar sem hann væri um- boðsaðili fyrirtækis sem FH keypti húsin af. Því þverneitaði hann í við- talinu og sagðist ekki fá krónu fyrir uppbygginguna. Aðspurður hvort hann standi við þau ummæli, svar- ar Jón Rúnar höstugur: „Ég stend við það. Best-Hall kemur þessu ekk- ert við.“ Spurður hvort hann telji málið hafa áhrif á setu hans sem formanns félagsins svarar Jón Rún- ar einfaldlega: „Nei, engin áhrif.“ Panamaskjölin Skattrannsóknarstjóri hefur óskað eftir upplýsingum um félag formanns FH Skattstjóri rannsakar formann FH vegna Panamaskjalanna Jón Rúnar Halldórsson hefur staðið í brúnni hjá FH og leitt félagið í gegnum umfangsmikla uppbyggingu. Nafn hans er í Panamaskjölunum vegna félags sem hann segist hafa notað til hlutabréfakaupa. Vilja að borgarstjóri rannsaki einelti Einelti Foreldrar kvörtuðu til fagráðs gegn einelti vegna meints aðgerðarleysis Fjölskylda hefur beðið um aðstoð borgarstjóra vegna alvarlegs eineltismáls Fjölskylda unglingsstúlku í Austur- bæjarskóla, sem lenti í líkamsárás um miðja síðustu viku skammt frá Laugalækjarskóla, hefur sett sig í samband við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra Reykjavíkur vegna málsins. Faðir stúlkunnar segir í sam- tali við Fréttatímann að hann hafi fundaði með Degi í síðustu viku og lagði faðirinn til að fulltrúi mennta- málaráðuneytisins og fagfólk myndi sitja í nefndinni. Hlutverk hennar væri þá að rannsaka bæði aðstæð- ur unglingsstúlkunnar sem mátti þola hrottalega líkamsárás af hálfu þriggja stúlkna og var sú árás kærð til lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu. Myndskeið af árásinni, sem fjórða stúlkan tók upp, var slá- andi og vakti hörð viðbrögð í samfé- laginu. Barnaverndanefndir Reykja- víkur og Hafnarfjarðar eru með málið á sínu borði en lögreglan er langt komin í rannsókn sinni. Þá vill fjölskylda stúlkunnar að nefndin skoði einnig lagaleg úrræði. Stúlkan sem varð fyrir árásinni er fimmtán ára gömul og hefur mátt þola einelti til langs tíma. Það ein- elti hefur ekki eingöngu verið raf- rænt að sögn föður stúlkunnar, heldur hefur það helst átt sér stað innan veggja skólans. Fjölskylda stúlkunnar hefur barist gegn ein- eltinu og ítrekað reynt að bæta að- stæður hennar. Þannig kvörtuðu foreldrarnir til fagráðs gegn ein- elti viku áður en stúlkan varð fyrir árásinni þar sem þau voru ósátt við stjórnendur Austurbæjarskóla og hvernig þeir tóku á málinu. Fagráð- ið miðar að því að foreldrar, sem og raunar aðrir aðilar innan skólasam- félagsins, geta óskað eftir aðkomu fagráðs ef ekki tekst að finna full- nægjandi lausn innan skólans. For- eldrar geta jafnframt vísað máli til fagráðs vegna meints aðgerðaleysis skóla eða sveitarfélags. | vg Sigmundur Davíð Gunn- laugsson fyrrverandi for- sætisráðherra staðfestir með yfirlýsingu um skatttekjur vegna félagsins Wintris, að hann hafi ekki skilað þeim gögnum sem honum ber samkvæmt lögum. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Sigmundur Davíð Gunnlaugsson birtir á heimasíðu sinni upplýs- ingar um eignir og skattgreiðslur Sigmundar Davíðs Gunnlaugsson- ar, fyrrverandi forsætisráðherra, og Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eigin- konu hans, frá árinu 2007 til 2015. Þar kemur fram að félagið hafi ekki skilað ársreikningi fyrir félag- ið og ekki upplýsingum um tekj- ur vegna félags í atvinnustarfsemi (CFC). Einu félögin sem þurfa ekki að gera það eru sérstaklega undan- þegin, eins og góðgerðarfélög og sveitarfélög, nema þau hafi með höndum atvinnustarfsemi í viðkom- andi ríki og greiði skatta af þeim þar. Með öðrum orðum, þá þyrfti eig- inkona Sigmundar Davíðs ekki að framvísa gögnunum ef þau hefðu rekið gistihús á Tortóla og talið fram og greitt skatta þar. Þá virð- ist ráðherrann fyrrverandi telja fram söluhagnað og vaxtatekjur sem fjármagnstekjur frá Wintris, en samkvæmt lögum á að telja það fram sem almennar tekjur og skatt- leggja þær sem slíkar. Einu fjár- magnstekjurnar yrðu að vera vegna arðgreiðslna, vaxta eða húsaleigu eða söluhagnaðar af félaginu sjálfu. Félagið er hins vegar að kaupa og selja verðbréf eins og lesa má úr gögnum og greiða milljónir á ári í þóknun fyrir þjónustu. Bryndís Kristjánsdóttir skatt- rannsóknarstjóri vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leit- að og sagðist ekki tjá sig um mál einstaklinga. Líklegt má þó telja að skattayfirvöld kalli eftir frekari gögnum enda ómögulegt að sannreyna að greiddir hafi verið allir skattar af félaginu þegar upplýsingar vantar. Sigmundur Davíð segir í yfirlýsingu sinni að upp- lýsingarnar séu þær ít- arlegustu sem nokkur íslenskur stjórnmála- maður hefur veitt um eigin fjármál eða fjöl- skyldu sinnar. Hann hvetur aðra kjörna fulltrúa til að gera slíkt hið sama, eink- um þá sem hafa haft frumkvæði að því að gera fjármál annarra að póli- tísku bitbeini hvort sem þeir ætla að bjóða sig áfram fram til opinberra starfa eða ekki. Stjórnmál Yfirlýsing Sigmundar er götótt Wintris skilaði ekki tilskildum gögnum Sigmundur segir upplýs- ingarnar þær ítarlegustu sem nokkur íslenskur stjórnmála- maður hafi birt. Stúlkan hefur mátt þola einelti í Austurbæjarskóla. Foreldrar stúlkunnar vilja rannsókn á því hvernig skólinn tók á málinu. Mynd | Hari „Við höfum fengið nokkra flokka og ný nöfn á vinstri vængnum án þess að það hafi leyst vandann,” segir Helgi Hjörvar sem býður sig fram til formanns Samfylkingar- innar. Magnús Orri Schram sem einnig gefur kost á sér vill leggja niður Samfylkinguna og stofna nýjan flokk. Helgi segir að hugmyndin eigi vel rétt á sér enda eigi formannskosningar að kalla eftir ólíkum hugmynd- um um hvernig snúa megi vörn í sókn. Kjósendur vilji skýra valkosti, það megi ekki ráðast í bakherbergjum hverjir vinni saman eftir kosningar. „Ég vil Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar býður sig fram til formanns. Kosningabandalag eða sameining kemur til greina ganga eins langt í samvinnu við aðra stjórnarandstöðuflokka og mögulegt er. Kosningabandalag gjarnan og sameining kemur líka til greina, en aðeins ef hún næst fram um málefni.” | þká Ég vil ganga eins langt í sam- vinnu við aðra stjórnarand- stöðuflokka og mögulegt er. 2 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2016

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.