Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 13.05.2016, Síða 7

Fréttatíminn - 13.05.2016, Síða 7
styrkir HÍB á tveggja alda afmæli félagsinswww.hib.is Hið íslenska bókmenntafélag fagnar um þessar mundir 200 ára afmæli sínu. Af því tilefni opnar glæsileg sýning í Landsbóka- safni Íslands – Háskólabókasafni um sögu félagsins sem á sér ótal marga snertifleti við sögu þjóðarinnar. Rasmus Christian Rask Upphafsmaður að stofnun Hins íslenska bók mennta ­ félags var danski mál­ fræðingurinn Rasmus Christian Rask (1787­ 1832). Rask var mikill áhugamaður um íslenska tungu og menningu og var meðal þeirra sem töldu að æskilegt væri að stofna félag til að efla íslenska tungu því hún ætti á hættu að deyja út á næstu 100 til 300 árum. Hið íslenska bókmenntafélag Stofnfundur félagsins fór fram á lofti Þrenningar­ kirkju í Kaupmannahöfn 30. mars 1816 og í ágúst sama ár var annar stofn­ fundur haldinn á Íslandi. Árið 1818 tók Bókmennta­ félagið formlega við búi Hins konunglega íslenska lærdómslistafélags sem starfað hafði frá 1779 og var fyrirrennari HÍB. Pétur Pétursson forseti Reykjavíkurdeildar Hins íslenska bókmenntafélags á fundi í Reykjavík 13. apríl 1866: „Í þessu trausti viljum vèr, hátt­ virtu fèlagsmenn! vinna ótrauðir, leitast við að auka mentun og fróðleik sjálfra vor og landa vorra, og reyna til að vinna fèlagi voru sem flesta fèlagsbræður, svo að því enn geti aukizt kraptar og það unnið sem mest gagn fyrir land og lýð.“ Skírnir Bókmenntafélagið hóf öflugt útgáfu­ starf ári eftir stofnun og 1827 leit fyrsta tölublað Skírnis dagsins ljós. Skírnir hefur komið út óslitið síðan og er elsta tímarit á Norðurlöndum. Skírnir er sendur út til félags manna Hins ís­ lenska bókmennta félags tvisvar á ári, að vori og hausti. Jón forseti Jón Sigurðsson var kjörinn forseti Kaup­ mannahafnar­ deildar félags­ ins árið 1851. Þaðan er komið viður nefnið „Jón forseti.“ Raunar var kosningin tví sýn og þurfti að kjósa tvisvar milli Jóns og Brynjólfs Pétursson­ ar. Jón sat síðan sem forseti félagsins til dauðadags árið 1879 eða í tæp þrjátíu ár. Starfsemi félagsins var fyrstu öldina samofin sjálf­ stæðisbaráttu þjóðarinnar. Útgáfa Bókmenntafélagið er fræða félag þótt það sé kennt við bókmenntir. Við stofnun félagsins merkti orðið bók menntir hvers konar menntir sem bundnar voru við bækur og þá ekki síður fræði en skáld­ skap. Félagið hefur frá stofnun gefið út mikinn fjölda rita, bæði íslensk og erlend öndvegis ­ verk. Þar á meðal má nefna Lærdómsritin svonefndu, en þar er að finna nokkur „tíma­ mótaverk í sögu mannlegrar hugsunar“ auk annarra fræðilegra rita sem þykja framúrskarandi góð. Til framtíðar Bókmennta­ félagið fagnar 200 ára afmæli sínu með veglegri dagskrá, sem hófst með undirritun samstarfssamnings við gamma sem er þar með bak hjarl félagsins næstu fjögur ár. Við sama tæki­ færi kynnti Jón Sigurðs­ son, forseti félagsins, nýja Twitter­síðu Bókmennta­ félagsins og ritaði fyrstu færslu félagsins á þeim vettvangi: „Hér hefjast næstu tvö hundruð ár í sögu Hins íslenska bókmenntafélags.“ Öllum opið Bókmenntafélagið er vitaskuld öllum opið. Um leið og við bjóðum alla velkomna á afmælis­ sýninguna hvetjum við þá sem láta sig markmið félagsins varða að gerast félagar og njóta um leið glæsilegrar útgáfu félagsins á markverðum fræðiritum. KLASSÍSKUR FRÓÐLEIKUR Í 200 ÁR SÝNINGIN ER OPIN 9–17 VIRKA DAGA OG 10–14 Á LAUGARDÖGUM Afmælissýning Hins íslenska bókmenntafélags í Þjóðarbókhlöðunni frá 12. maí 2016 Jónas Hallgrímsson 161107–5258 Sankt Peders Stræde 20 DK 1453 Kaupmannahöfn www.hib.is Félagsskírteini

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.