Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 13.05.2016, Page 8

Fréttatíminn - 13.05.2016, Page 8
Veikustu einstaklingarnir sem ekki geta séð um sig sjálfir vegna fíknar- eða geð- rænna vandamála, eða hvors tveggja, eru líklegastir til að festast á biðlista eftir félags- legu leiguhúsnæði. Valgerður Halldórsdóttir ritstjorn@frettatiminn.is „Sumir umsækjenda um félags­ legt leiguhúsnæði hafa misst hús­ næði á vegum borgarinnar vegna húsaleiguskulda þar sem ekki er hægt að taka beint af bótum við­ komandi til að greiða húsaleigu eins og gert er í Danmörku,“ segir Svan­ hildur Sif Haraldsdóttir meistara­ nemi í félagsráðgjöf. „Ef húsaleigan væri tekin beint af bótum væri fólk alltaf með húsnæði þó það félli eða veiktist. Það er þörf á kerfi þar sem hægt er að vinna sig upp en ekki út úr því eins og staðan er í dag,“ segir Svanhildur. „Eins og staðan er í dag er fénu oft sóað í skyndilausnir. Húsaleigu­ trygging og húsbúnaðarstyrkur upp á 3-400 þúsund krónur tapast og viðkomandi verður aftur heimilis­ laus. Þessum peningum væri bet­ ur varið í úrræði sem tekur mið af þörfum umsækjenda en margir hverjir geta ekki séð alveg um sig sjálfir,“ segir Svanhildur. Flestir umsækjenda sem hafa ver­ ið á biðlista eftir félagslegu leigu­ húsnæði hjá Reykjavíkurborg búa í leiguíbúð (25%) eða hjá ættingj­ um (25%). Ekki fengust upplýsingar um dvalarstað 15% einstaklinga og 2,6% dvelja á stofnun. Aðeins einn einstaklingur býr í eigin íbúð en ríf­ lega 30% féllu undir flokkinn annað sem á við um einstaklinga sem ekki hafa fastan samastað. Rúmlega 58% umsækjenda eru einhleypir karlmenn en einhleypar konur eru um 25%. Einstæðar mæð­ ur eru rúmlega 13% umsækjenda og einstæðir feður tæp 3%. „Það eru kostir og gallar við skilyrðingar. Það felst mikil for- sjárhyggja í að ákveða fyrir fólk hvernig það ráðstafar tekjum sínum. Almennt hlýtur það að vera betri kostur að fólk beri sjálft ábyrgð á því að greiða húsaleigu eins og aðra reikn- inga. Í ákveðnum tilvikum þegar fólk glímir við mikinn vanda og er ekki fært um að bera ábyrgð á fjármálum sínum þá getur þessi aðferð verið mikill stuðn- ingur við viðkomandi en svona fjárhagslegt inngrip þarf að vera í samráði við aðilann sjálfan og/ eða ættingja hans,“ segir Ilmur Kristjánsdóttir formaður Vel- ferðarráðs. Svanhildur Sif Haraldsdóttir bendir á að ekki sé hægt að ráð- stafa bótum beint í húsaleigu eins og í Danmörku. 26. maí í 11 nætur Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th . a ð v er ð g etu r b re ys t á n f yri rva ra . E N N E M M / S IA • N M 75 3 12 KRÍT Frá kr. 114.435 m/allt innifalið Netverð á mann frá kr. 114.435 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 148.195 m.v. 2 í herbergi. 26. maí í 11 nætur. Frá kr. 109.995 m/allt innifalið Netverð á mann frá kr. 109.995 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 159.895 m.v. 2 í stúdíó. 26. maí í 11 nætur. Sirios Village Porto Platanias Village Frá kr. 67.195 Frá kr. 67.195 Netverð á mann frá kr. 67.195 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 87.395 m.v. 2 í stúdíó. 26. maí í 11 nætur. Omega Apartments FY RI R2 1 FY RI R2 1 FY RI R2 1 FY RI R2 1 á flugsæti m/gistingu Gríska eyjan Krít lætur engan ósnortinn með fegurð sinni, menningu og yndislegum eyjaskeggjum! Krít er stærsta gríska eyjan og hefur fengið gælunafnið þröskuldur Evrópu vegna einstakrar staðsetningar sinnar, en hún liggur við mörk Evrópu, Asíu og Afríku. Krít er 260 km að lengd og breiðust er hún um 56 km. Hér skiptast á stórkostlegt fjalllendi með snæviþöktum fjallstoppum og dásamleg strandlengjan sem ávallt heillar sólþyrstan ferðalanginn. Dagbjört Elín Pálsdóttir er formaður umhverfis- nefndar á Akureyri. Svanhildur Sif Haraldsdóttir bendir á að ekki sé hægt að ráð- stafa bótum beint í húsaleigu. Mynd/Rut Velferð Þeir veikustu bíða lengst eftir félagslegu húsnæði 189 manns hafa beðið í 3-5 ár eftir húsnæði hjá borginni Umhverfismál Svifryksmælir reyndist bilaður og sýna rangar upplýsingar Mældu ítrekað röng loftgæði Akureyringar fá ekki skýra mynd af loftgæðum í sveitar- félaginu „Það hefur komið fyrir að loftgæðin voru léleg, maður fann það í loftinu, en allar mælingar sögðu svo ann­ að,“ segir Dagbjört Elín Pálsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður Umhverfisnefndar Akur­ eyrar, en í ljós kom eftir áramót að svifryksmælir á Akureyri er búinn að bila ítrekað og sýnt kolrangar tölur þegar kemur að mælingu loftgæða. Úr varð að Dagbjört Elín bókaði á fundi umhverfisnefndar að skora á Umhverfisstofnun að gera bragar­ bót á svifryksmæli á Akureyri vegna ítrekaðra bilana. Það er þó ekki endilega hlaupið að því að endurnýja tækjabúnaðinn, en tveir svifryksmælar sem ríkið festi kaup á fyrir allnokkrum árum síðan, kostuðu samanlagt um 6 milljónir króna að sögn Dagbjartar. „Þá hafa loftgæði aldrei verið mæld samfleytt í eitt ár á svæðinu,“ segir Dagbjört sem lýsir ástandinu sem bagalegu, sérstaklega fyrir bæj­ arfélag sem þarf að standa skil á upp­ lýsingum um loftgæði. „Það er erfitt að sinna stefnumörk­ un þegar kemur að loftslagsmálum hér í bæ, þegar þú ert ekki með mæli sem mælir rétt,“ segir Dagbjört, enda segir í niðurlagi bókunar um­ hverfisnefndar að það sé nauðsyn­ legt að hafa virkan mæli svo að hægt sé að meta árangur í baráttunni við svifryk. | vg Átta börn fengu ekki að taka þátt í sumarstarfi frístundaheimilanna í Reykjavík í fyrra af því foreldrar þeirra skulduðu fyrir dvöl á frístundaheimili. Ekki er vitað hversu stór hópur þarf að sitja hjá í sumar vegna vanskila foreldra en skráningu á þó á ljúka í þessari viku. Sigrún Sveinbjarnardótt­ ir verkefnastjóri hjá borginni segist vona að flestir foreldrar nái að vinna úr sínum skuldavanda í samvinnu við þjónustumiðstöðvarnar áður en frí­ stundastarfið hefst en það sé markmið­ ið að flest börn geti notið sumarstarfs­ ins. Ekki stendur þó til að breyta þessu fyrirkomulagi. | þká Átta börn sett hjá vegna vanskila foreldra Átta börn fá ekki að fara á sumarnámskeið. Borgin Börn vanskilafólks komast ekki á sumarnámskeið 8 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2016

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.