Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 13.05.2016, Qupperneq 20

Fréttatíminn - 13.05.2016, Qupperneq 20
20 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2016 Þegar Ísland fer á EM munu þeir hafa fimm milljónir norskra stuðn- ingsmanna að baki sér. Svíarnir, hins vegar, þurfa að sjá um sig sjálfir. Mímir Kristjánsson ritstjorn@frettatiminn.is Nú þegar mánuður er eftir í að EM í fótbolta hefjist í Frakk­ landi eru væntingarnar farnar að stíga, einnig í Noregi. Þótt norska landsliðið þurfi að sitja heima í sumar eftir skelfilega út­ reið í undankeppninni, þá hafa flestir Norðmenn fundið sér nýtt lið til að halda með, nefnilega Ísland. Við sem berum íslenskuleg nöfn í Noregi höfum orðið vör við hinn mikla áhuga á íslenska landsliðinu. Auglýsingamynd­ band fyrir bensínstöðvar N1 sem sýnir íslensku leikmennina spila fótbolta á barnsaldri hefur gengið manna á milli á sam­ skiptamiðlum í landi þar sem fæstir geta stafað nöfnin á leik­ mönnunum. Helsta íþróttablað Noregs, VG, birti strax í septem­ ber síðastliðnum fjögurra blað­ Hvers vegna halda Norðmenn alltaf með Íslandi? síðna umfjöllun um liðið undir fyrirsögninni „Íslenska undr­ ið.“ Verkamannablaðið Klasse­ kampen, þar sem ég vinn, ætlar jafnvel að senda mig á EM til að fylgjast með Íslandi í sumar. Og þegar menn tippa í Lengjunni hér, „Tippeligaen,“ veðja þeir á Eið Guðjohnsen hjá félaginu Molde. Sænski fíllinn í herberginu Í sjálfu sér er ekkert undarlegt að Norðurlöndin styðji hvert við annað á stórum alþjóðlegum mótum. En hér leynist þó fíll í herberginu, nánar tiltekið fíll sem er blár og gulur að lit. Sví­ þjóð er líka með á EM í sumar og þar er sjálfur Zlatan Ibrahimovic fyrirliði. Noregur og Svíþjóð deila 1630 kílómetra löngum landamærum. Vegalengdin á milli Noregs og Íslands er álíka löng, eða 1473 kílómetrar. Hvers vegna eru það þá Íslendingar sem standa fótboltahjörtum Norðmanna næst, en ekki Svíar? Augljósasta ástæðan er sú að Ísland er lítilmagninn í þessum leik. Á meðan Svíar spiluðu síð­ ast á undanúrslitum í HM árið 1994 eru Íslendingar að taka þátt í sinni fyrstu bikarkeppni og eru þeir minnsta land í EM nokkurn tímann (Lettland, sem fékk að vera með 2002, hefur næstum tvær milljónir íbúa). Sagan um litla þjóð frá veðurbörðum kletti í Norður­Atlantshafi sem komst á EM mun heilla marga í sumar – ekki einungis Norðmenn. En hvað Norðmenn varðar er það fleira sem spilar inn í. Alveg síðan Ingólfur Arnarson sigldi á brott frá Rivedal í Sognfirði árið 874 hafa böndin á milli Noregs og Íslands verið þétt. Í norskum grunnskólum rembast börnin ennþá við að lesa sögurnar um Gunnlaug Ormstungu og Gísla Súrsson. Saga Noregs væri varla til í bókarformi ef Snorri Sturlu­ son hefði ekki skráð konunga­ sögur Noregs. Hinir raunverulegu Norðmenn Í Noregi hefur sú hugmynd lengi verið á kreiki að Ísland sé á einhvern hátt Noregur eins og landið hefði orðið ef Danirn­ ir hefðu aldrei náð yfirráðum. Á meðan ritmál Norðmanna er nokkurs konar danska, hafa Ís­ lendingar varðveitt hið gamla fornnorræna mál. Og á meðan Norðmenn hafa glatað þeirri hefð að gefa börnum föðurnöfn hafa Íslendingar haldið í hana. Áhugi Norðmanna á Ís­ landi, íslenskum bókmennt­ um og íslenskri tungu er því ekki áhugi á framandi landi, heldur áhugi á okkar eigin týndu sögu. Þessi áhugi er svo sterkur að hann verður stundum að hreinum stuldi, eins og þegar Snorri Sturlu­ son var fyrir nokkrum árum talin með­ al „25 helstu rithöfunda Norðmanna“ eða þegar Leifur Ei­ ríksson verð­ Aðalfundur Rauða krossins á Íslandi Nánari upplýsingar í síma 570 4000 Laugardaginn 21. maí kl. 9.00 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 1 6– 14 66 Á Fosshótel Reykjavík, Þórunnartúni 1 8.30 Skráning 9.00 Setning 9.10 Aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins 15.00 Samantekt og áætluð fundarslit
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.