Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 13.05.2016, Síða 26

Fréttatíminn - 13.05.2016, Síða 26
Þó ekki væri nema til að spara peninga, ættu fyrir- tæki í ferðaþjónustu að huga betur að ruslflokkun. Annars verða allar grundir og gryfjur fullar af rusli. Þetta segir Guðlaugur Sæ- mundsson innkaupastjóri Íslandshótela sem hefur staðið að róttækri um- hverfisbyltingu fyrirtækis- ins. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Þær sögur fara af Guðlaugi hjá Ís­ landshótelum að hann sé leynt og ljóst að gera samstarfsmenn sína gráhærða, með stöðugum úrbót­ um á umhverfisstefnu fyrirtæk­ isins. Einfaldast fyrir starfsmenn og gesti hótelsins væri auðvitað að allt rusl færi í eina tunnu, en það líðst ekki lengur. Eftir að keðjan bætti við sig þremur hótelum eru þau orðin átján talsins og ruslið sem hótelgestir skilja eftir sig hleypur á mörg hundruð tonnum á hverju ári. Grandhótelið í Sigtúni er það sem lengst er komið í að fram­ fylgja umhverfisstefnu. „Árið 2011 fór allt rusl í sama gáminn. Í fyrra skilaði þetta hús, Grand hótel, samtals 190 tonnum af rusli en að­ eins 25% af því fór óflokkað beint í urðun. Við stefnum á að lækka það hlutfall enn frekar og að minna en 20% af rusli fari óflokk­ að frá okkur. Ég held að þetta sé árangur sem gæti náðst víðar.“ www.fr.isSylvía G. Walthersdóttir Löggiltur fasteignasali Salvör Davíðsdóttir Nemi til löggildingar fasteignasala María K. Jónsdóttir Nemi til löggildingar fasteignasala FRÍTT VERÐMAT ENGAR SKULDBINDINGAR HRINGDU NÚNA 820 8081 sylvia@fr.is Sjöfn Ólafsdóttir Skrifstofa Guðlaugur Sæmundsson innkaupastjóri Íslandshótela flokkar rusl í frumeindir Lítur á rusl sem hráefni Grand hótel er með svokallaða Svansvottun og því fylgja ýmsar kvaðir, svo sem að færa svokallað grænt bókhald yfir flokkun á rusli. „Við skráum því hjá okkur hvern­ ig ruslið er flokkað og getum líka notað bókhaldið sem innkaupa­ tæki. Svanurinn gerir ákveðnar lágmarkskröfur eins og að aðeins 10% af hreinsiefnum í þvottahús­ inu megi vera óvottuð. Við erum komin á þann stað að öll hreinsi­ efni í eldhúsi og herbergisþrifum eru vottuð, sama gildir um allar sápur á herbergjum. Við skiptum ruslinu okkar niður í 20 flokka og greinum mjúkt plast frá hörðu plasti, pappa og bylgjupappa, lífrænt rusl fer á einn stað og svo framvegis.“ Guðlaugur lét hótelin fjárfesta í forláta flokkunartunnum sem komið var fyrir á herbergjum. Þær eru þrískiptar, nokkuð fyrir­ ferðamiklar og vöktu misjafna lukku meðal fagurkera. „Aðal­ atriðið er að hver hótelgestur flokki sem mest. Okkur reiknast til að hver gestur skilji eftir sig 600 grömm af rusli á sólarhring en okkur tekst að flokka 75% af því og þá eru eftir 150 grömm. Mér fannst sniðugt að hafa svona ruslatunnur á öllum herbergjum, þá fer það heldur ekkert framhjá gestinum að við erum að flokka. Í móttökunni erum við svo með sérstakar tunnur fyrir rafhlöður og skilagjaldsumbúðir. Ég er al­ veg sannfærður um að við getum flokkað enn meira.“ Guðlaugur segir að nauðsyn­ legt sé að líta á ruslið sem hrá­ efni. „Sorphirðufyrirtækin rukka um 20 krónur fyrir hvert kíló af óflokkuðu sorpi sem þeir sækja til okkar. Sömu fyrirtækin eru svo tilbúin til að greiða okkur fyrir hluta af sorpinu sem við flokkum og hægt er að endurnýta. Stór fyr­ irtæki geta sparað háar fjárhæðir með því að standa vel að ruslflokk­ un.“ Guðlaugur segir rýnt í hvern einasta kostnaðarlið hjá hótel­ unum og við það hefur ýmislegt komið í ljós. Til dæmis voru raf­ hlöður í dyralæsingum hótel­ herbergjanna kostnaðarsamar, endingarstuttar og afar mengandi. „Með því að taka í notkun nýjar og endingarbetri rafhlöður minnk­ aði rafhlöðuruslið úr 171 kílói árið 2014 í 16 kíló árið 2015. Þá var skipt um ljósaperur á hótelunum og LED perur teknar í notkun. Við það eitt, lækkaði rafmagnsnotkun í stóra salnum í Sigtúni um 85%,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur Sæmundsson þykir nokkuð róttækur í ruslflokkun Mynd | Rut Ruslið á Grand hótel vó 190 tonn í fyrra. Þar af fór aðeins 25% óflokkað í urðun. Árið 2014 fóru 171 kíló af rafhlöðum í ruslið á Íslandshótelum en með því að taka í notkun endingarbetri rafhlöður fóru aðeins 16 kíló af þeim í ruslið árið 2015. Í stærsta sal Grand hótels lækkaði rafmagns- reikningurinn um 85% við að taka í notkun LED ljósaperur. 26 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2016

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.