Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 13.05.2016, Qupperneq 30

Fréttatíminn - 13.05.2016, Qupperneq 30
Lilja er mikill listaverkasafnari en þessi mynd á baðherbergis- veggnum er eftir hana sjálfa, kolamynd frá því hún var í námi í Parsons-skólanum í New York. Islanders.is er vefsíða þar sem ís- lensk heimili og eigendur þeirra eru í forgrunni. Með síðunni vilja upphafskonur hennar, innan- húsarkitektinn Auður Gná og ljós- myndarinn Íris Ann, veita innsýn í líf ólíkra Íslendinga í gegnum heimili þeirra og miðla því hvernig ólík, falleg og sérkennileg heimili endurspegla skapara sína. „Okk- ar áhugasvið eru hönnun og listir en við erum líka að velta því fyrir okkur af hverju fólk býr eins og það býr, næstum eins og mannfræðing- ur myndi gera og grafa aðeins ofan í sálfræðina á bak við híbýli hvers og eins. Við höfum áhuga á að fjalla um alls konar fólk og fá að vita af hverju það kýs að búa eins og það býr og reyna að skilja af hverju heimili eru stundum svona mikil framlenging af persónu og lífsstíl eigandans. Við erum að vinna með hugmyndina um að heimilið sé í raun paradís þess sem þar býr, griðastaður þar sem fólk kýs að endurspegla ákveðnar hugmyndir um lífið og hvernig það vill lifa því,“ segir Auður Gná. Islanders-síðan er verk í stöðugri vinnslu og stefna þær Auður Gná og Íris Ann á að gefa innlitin út í fallegri bók. Þær deila hér heimsókn sinni í gestahús og griðastað Lilju Pálmadóttur, Hofi í Skagafirði, með lesendum Frétta- tímans. | hh Griðastaður Lilju Pálma í Skagafirði Listakonan og hrossarækt- andinn Lilja Pálmadóttir hefur komið sér vel fyrir í Skagafirði, þaðan sem hún er ættuð. Á ættarjörðinni hefur hún byggt fjölskyldu sinni nýtt og fallegt hús sem er löngu orðið þekkt út fyrir landsteinana, var teiknað af Studio Granda og hlaut með- al annars Arkitektaverðlaun Evrópusambandsins. Færri vita þó að í grennd við húsið stendur Hof, ættaróðal Lilju, sem hún hefur gert upp í sínum persónulega stíl til að hýsa gesti sína. Listakonan og hrossaræktandinn Lilja Pálmadóttir hefur gert ættaróðal sitt Hof á Höfðströnd að gestahúsi fjölskyldunnar. Persónulegt eldhús. Öll endurgerð gamla hússins var í höndum smiða sem búa í Skaga- firðinum. Eldhúsinnréttingin er síðan smíðum úr gömlum spýtum úr húsinu sem varð að fjarlægja þegar það var gert upp. Verkið á veggnum er frá foreldrum Lilju og er eftir Temmu Bell sem er dóttir Louisu Matthiasdóttur og Lelands Bell mannsins hennar. Temma er gift Ingimundi Kjarval og búa þau í New York fylki. Okkurguli liturinn fannst á eld- húsinu eftir að búið var að fjar- lægja mörg lög af málningu, Lilja fann svo sama litinn frá norskum málningarframleiðanda. Þessi fallega lokrekkja er upprunaleg. Þegar húsið var tekið í gegna lét Lilja smíða aðra nákvæmlega eins í sama herbergi. Tvær stofur Nær allir munirnir í húsinu koma annars vegar frá ömmu og afa Lilju og hins vegar frá foreldrum hennar. Lilja hefur þó bætt við nokkrum persónu- legum munum og saman myndar þetta fallega heild í Hofi í dag. Hof í Skagafirði Húsið stóð á jörðinni þegar amma og afi Lilju keyptu hana. Þetta var alla tíð þeirra íbúðarhús og þegar Lilja tók við húsinu fyrir nokkrum árum gerði hún það allt upp með mikilli virðingu fyrir sögunni en líka með sínum persónulega stíl. Saga í öllum hornum. Lilja stund- aði listnám í Barcelona og þaðan er svarta jómfrúin frá Montserrat komin. Mikið úrval garðsláttuvéla - með rafmótor eða bensínmótor Garðsláttuvélar ÞÓR FH Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga frá kl 8:00 - 18:00 Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is 30 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2016
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.