Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 13.05.2016, Side 52

Fréttatíminn - 13.05.2016, Side 52
L'OCCITANE EN PROVENCE KYNNING L'Occitane var stofnað árið 1976. Upphafið má rekja til þess þegar Olivier Baussan notaði í fyrsta skipti eimingartæki til að eima ilmkjarnaolíur úr villtri rósmarín, sem hann hafði safnað saman í Provence. Þó tímarnir hafi breyst síðan þá, helst eitt enn óbreytt: tryggð L’Occitane við að rækta náttúruleg innihaldsefni í Suður-Frakklandi. Fyrirtækið og náttúran vinna hönd í hönd við að þróa vörur sem eru náttúrulega góðar fyrir húðina, um leið og það stuðlar að varðveislu landsvæða Provence. Í gegnum árin hefur L’Occitane byggt upp sterk tengsl við eimingarmeistara, bændur og framleiðendur á svæðinu. Í sameiningu hafa þeir endurvakið gamlar hefðir og kunnáttu, blásið í þær lífi og gefið þeim aftur tilgang. Ræktun möndlutrjáa á hásléttu Valensole, varðveisla á villtum immortelle blómum og sáning lavenders í Haute- Provence eru meðal þeirra leiða L’Occitane til að styðja við hefðbundnar ræktunaraðferðir. Immortelle Divine Cream inniheldur 7 virk innihaldsefni af náttúrulegum uppruna ásamt lífrænt ræktaðri Immortelle ilmkjarnaolíu sem hefur einstaka öldrunarhamlandi eiginleika. Þegar einstakir öldrunarhamlandi eiginleikar immortelle blómsins voru fyrst uppgötvaðir á Korsíku, setti fyrirtækið á fót stóra, sjálfbæra ræktun á blóminu sem fékk lífræna vottun. Og eftir heimsókn til Búrkína Fasó, þar sem Olivier Baussan varð svo hugfanginn af ótrúlega nærandi virkni shea hnetunnar, ákvað hann að koma á fót sameiginlegu þróunarsamstarfi við hina upprunalegu ræktendur – konurnar í Búrkína Fasó. Í dag, ná sterk gildi, L’Occitane varðandi varðveislu mun lengra en bara til Provence. #ATRUESTORY Olivier Baussan eimar olíur á immortelle blómaakri á Korsíku Hið eilífa immortelle blóm Kringlan 4-12 | s. 577-7040

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.