Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 13.05.2016, Page 55

Fréttatíminn - 13.05.2016, Page 55
Premium UV mexoryl BB krem frá Helena Rubinstein Góð vörn sem gefur jafnan húðlit. Snyrtivara og húðvara sameinast í eina vöru. Ný kynslóð BB krema sem jafnar húðtóninn með litarefnum sem hylja án þess að þekja, ásamt því að vernda húðina gegn daglegu áreiti UV geisla og mengunar. Immortelle Precious BB Cream SPF 30 40ml Frábær vara fyrir þá sem vilja ljómandi húð en formúlan skilar margþættum ávinningi eins og að jafna húðtóninn, lagfæra áferð húðarinnar svo ekki sé minnst á það mikilvægasta: æsku húðarinnar! Inniheldur immortelle ilmkjarnaolíu sem hjálpar sýnileg við að slétta og vernda húðina gegn skaðlegum áhrifum útfjólublárra geisla, þökk sé sólarvörn af náttúrulegum uppruna. BB kremið er til í þremur litatónum. Flash bronzer night sun frá Lancôme Rakagefandi sjálfbrúnkukrem sem nota skal yfir nótt. Gefur náttúrulegan og heilbrigðan ljóma. Eftir aðeins 15 mínútur er formúlan smitfrí. Auðvelt er að byggja upp lit frá degi til dags. Aqua gelee autobronzant frá Biotherm Rakagefandi serum með sjálfbrúnandi eiginleikum. Einstaklega auðvelt í notkun og gefur náttúrulegan og jafnan lit. Húðin verður ekki flekkótt. Sanseruð áferð svo húðin fær samstundis ljóma. Finndu hið fullkomna krem fyrir húðina þína NÝTT VOLUPTUOUS FALSE LASH EFFECT MASKARI NÝR byltingarkenndur SPÍRALLAGA BURSTI sem LYFTIR, aðskilur og þykkir augnhárin. Endi burstans auðveldar að ná til allra minnstu augnháranna. Opnari ásýnd augnana. www.maxfactor.is www.medico.is Unnið í samstarfi við Vistor Kremin innihalda engin ilm- eða litarefni og henta öllum, ungum sem öldnum,“ segir Jódís Brynjarsdóttir, markaðstengill hjá Vistor sem sér meðal annars um markaðssetningu Locobase á Íslandi. Locobase kremin henta einstaklingum með viðkvæma húð og hafa meðal annars hlotið viðurkenningu frá dönsku og sænsku astma- og ofnæmissamtökunum. Það eru þrjár mismunandi gerðir af Locobase kremum, Locobase Fedtcreme, Locobase Repair og Locobase LPL. Locobase Fedtcreme fyrir þurra og sprungna húð Locobase Fedtcreme inniheldur 70% fitu og er helst notað til þess að þétta varnarlag húðarinnar, draga úr rakatapi og koma jafnvægi aftur á húðina. Locobase Fedtcreme er mikið notað á þurra húð og exem. Kremið hentar bæði börnum og fullorðnum og er sérstaklega gott fyrir þá sem þurfa að verja húðina gegn kulda og bleytu. Fedtcreme er einnig hægt að nota á þurrar hendur, varir og þurrk í andliti og augnlokum. Locobase Repair fyrir þurra og skaddaða húð Locobase Repair inniheldur 63% fitu, kremið er græðandi og mjög gott viðgerðarkrem á þurra og skaddaða húð. Húðsjúkdóma- læknar mæla með Locobase Repair fyrir börn og fullorðna með exem og til að nota samhliða annarri húðmeðferð, til dæmis sterameðferð. Repair inniheldur sömu fituefni og húðin og hefur reynst vel við langvinnum húð- vandamálum. Locobase Repair hefur verið mikið notað sem kulda- krem hjá börnum og útivistarfólki. Kremið hentar einnig afbragðsvel á aumar geirvörtur við brjóstagjöf og á rauða barnabossa. Líkt og önnur Locobase krem inniheldur Repair engin ilm- eða litarefni, en auk þess er það laust við paraben. Locobase LPL fyrir harða húð Locobase LPL inniheldur 49% fitu og er eingöngu ætlað á þykka, hreistraða og harða húð. LPL leysir upp og fjarlægir þykkt, hart hreisturlag eins og til dæmis á hælum og á olnbogum. LPL inniheldur bæði mjólkursýru og própýlenglýkól sem leysir upp og mýkir harða húð. LPL má aðeins bera á þau svæði sem þarfnast meðferðar og því skal ekki bera kremið á heilbrigða húð. Locobase fæst í öllum helstu apótekum. Locobase verndar og mýkir húðina Locobase kremin eru mýkjandi krem fyrir þurra húð og exem. Þau gegna því hlutverki að viðhalda réttu rakastigi í húðinni og vernda gegn umhverfisáhrifum eins og kulda og vatni sem geta þurrkað húðina. Jódís Brynjarsdóttir, markaðstengill hjá Vistor. …húðin kynningar 10 | amk… FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2016 Locobase repair er án rotvarnarefna

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.