Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 13.05.2016, Side 59

Fréttatíminn - 13.05.2016, Side 59
Total recharge frá Biotherm homme Algjört orku- skot fyrir húðina. Létt, frískandi og kælandi gel sem endurnýjar húðina og eflir varnarkerfi henn- ar. Gefur góðan raka og frískar samstundis upp á húðina. Fyrir alla karlmenn á öllum aldri. Gelshaver frá Biotherm homme Frískandi rakstursgel sem hentar einnig fyrir viðkvæma húð. Dregur úr bruna og ertingu og gefur húðinni frísklega tilfinningu og þéttleika. Facial exfoliator frá Biotherm homme Kornahreinsir sem hreinsar húðina á mildan hátt. Djúphreinsar húðina svo hún verður bjartari og áferðarfallegri. Notist einu sinni til tvisvar í viku með vatni og hreinsið svo af húðinnni. Mjög góður hreinsir til að fyrirbyggja inngró- in hár. Hentar fyrir allar húðgerðir. Aquapower frá Biotherm homme Frískandi, silkimjúkt rakakrem sem gefur húðinni góða næringu og þægindi sem endast allan daginn. Húðin verður þétt, mjúk og fersk. Mjög gott að nota eftir rakstur. Hentar öllum húðgerðum. Baume Aprés-rasage frá YSL ĺ homme Frískandi after shave sem gef- ur húðinni góða vellíðan. Húð- in verður mjúk og endurnærð. Verndar húðina gegn utan- aðkomandi áreiti og mengun. Hentar öllum húðgerðum. …húðin 14 | amk… FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2016 Rakstur getur haft nokkra hvimleiða fylgifiska ef ekki er vandað til verks. Rauðar bólur, inngróin hár og útbrot eru lýti sem enginn vill skarta, hvorki á andliti eða leggj- um. Þessi atriði er gott að hafa í huga þegar rakvélin er brúkuð. 1. Gott er að hita húðina fyrir rakstur. Ef þú rakar þig í sturt- unni er gott að gera það í lokin, ef ekki skaltu leggja heitan þvotta- poka á svæðið í nokkrar mínútur fyrir rakstur. Hitinn mýkir hárin og opnar húðina, þannig að rakstur- inn verður auðveldari og heppn- ast betur. 2. Notaðu vel beitt rakvélarblað og passaðu upp á að það sé ekki orðið gamalt. Bitlaust blað getur orsakað bæði útbrot, bólur og skurði. 3. Gættu þess að raka alltaf í sömu átt og hárin vaxa. Rakstur á móti hárvexti er ein helsta ástæð- an fyrir inngrónum hárum. 4. Til þess að koma í veg fyr- ir rauðar bólur eftir rakstur er gott að skrúbba svæðin sem þú rakar reglulega með kornskrúbbi tvisvar í viku. 5. Eftir rakstur er gott að kæla húðina snögglega með köldu vatni, þannig lokast húðin og minni líkur verða á kláða og pirr- ingi. 6. Að loknum rakstri skaltu þurrka svæðið varlega með mjúku hand- klæði. Gott er að nota barnapúð- ur á húðina þegar hún er orðið alveg þurr eða milt og lyktarlítið húðkrem. Vandaðu þig við raksturinn Rakstur getur haft nokkra hvimleiða fylgifiska Unnið í samstarfi við Jurtaapótekið Í Jurtaapótekinu í Skipholti er hægt að fá mikið úrval af líf-rænum húðvörum. „Við bjóðum upp á vörur sem eru lausar við öll auka- og rotvarnarefni og aðstoðum hvern og einn við að finna vörur sem henta þeirra húð- gerð,“ segir Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir. Í Jurtaapótekinu er til dæm- is hægt að fá andlitsnæringu og andlitsvatn fyrir mismunandi húðgerðir, olíu til þess að hreinsa húðina og leirmaska. „Andlitsnær- ingin er eins og krem nema hún er fljótandi og þú þarft að hrista hana til þess að efnin nái að tengj- ast. Úr verður gelkúla sem þú berð á andlitið og þetta fer miklu betur inn í húðina en flest önn- ur krem. Við erum með nokkrar tegundir af andlitsnæringunni meðal annars fyrir blandaða og yngri húð, fyrir rósroða, fyr- ir þroskaða og eldri húð og svo næringu fyrir karlmenn,“ segir Kolbrún. Kolbrún mælir með apríkósu- kjarnaolíu til þess að hreinsa húð- ina. „Þú setur smá vatn í bómull, nokkra dropa af olíu og þrífur andlitið. Það fer auðvitað eftir því hvað þú ert með í andlitinu hversu vel þarf að fara yfir það. Ef notað- ur er farði þarf að hreinsa andlitið tvisvar. Olían er alveg hrein og ekki með neinum aukaefnum.“ Eftir að andlitið hefur verið hreinsað er gott að fara yfir það með andlitsvatni. „Við bjóðum upp á andlitsvötn sem búin eru til úr blómavatni og eru ekki með neinu alkahóli eða aukaefnum. Það er misjafnt hvaða jurtir eru í þeim, það veltur á húðgerð og hvernig virkni vatnið á að hafa.“ Hægt er fá ráðleggingar í Jurta- apótekinu um hvaða vörur henta þinni húð best. Í Jurtaapótekinu er hægt að fá úrval af lífrænum snyrtivörum Vörurnar eru lausar við öll auka- og rotvarnarefni og hver og einn getur fengið aðstoð við að finna vörur fyrir sína húðgerð Alvöru karlmenn hugsa um húðina Komdu í veg fyrir inngróin hár, rauðar bólur og útbrot með þessum ráðum

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.