Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 13.05.2016, Page 66

Fréttatíminn - 13.05.2016, Page 66
Light & Silky Lotion sólarvarnir Sterkar og góðar sólar- varnir í formi létts krems. Áferð kremanna er nánast ósýnileg og silkimjúk eins og nafnið gefur til kynna. Varnirnar fara hratt inn í húðina, klístrast ekki og veita sterka og góða vörn gegn bæði UVA og UVB geislum sólar. Kremin eru fáanleg í þremur styrkleik- um, Spf 15, 20 og 30 og þau gefa frá sér léttan og sumarlegan ilm. BB Cream Það gerist nú varla klass- ískara en að bæta góðu bb kremi í snyrtibudduna þegar sólin fer hækkandi. BB kremin eru hönnuð með það í huga að gefa húðinni fallega áferð, meiri raka og til að verja hana fyrir geislum sólar. BB kremið frá Garnier hefur fengið fjöldann allan af viðurkenn- ingum fyrir gæði og góða virkni. Þetta krem hentar öllum húðgerðum en þó eru til sérstakar gerðir fyrir ákveðnar tegundir af húð. After Sun Calming Moisturising Lotion Eftir dag úti í sólinni er ómissandi að veita húðinni næringu sem róar húð- ina einnig. Þessi milda húðmjólk inniheldur Aloe Vera og kaktusþykkni sem hjálpa líkamanum að koma jafnvægi á rakamyndun húðarinnar eftir heitan dag. Kremið má nota daglega en það smitast hvorki né klístrast, það kælir og nær- ir húðina sem er ómissandi fyrir alla. Eye Make Up Remover 2 in 1 Þegar sumarið gengur í garð er algengt að vatnsheld- um möskurum fjölgi í snyrti- buddunni. Þá er ómissandi að vera með góðan vatnsheldan augnhreinsi. Þessi inniheld- ur olíu en hann þarf að hrista saman fyrir notkun, setjið hann svo í bómullarskífu og legg- ið yfir augnalokin. Það er gott að leyfa bómullarskífunni að liggja aðeins á augnalokinu á meðan hreinsirinn leysir upp förðunarvörurnar og strjúka svo varlega af. The Miracle Cream Stundum vill maður alls ekki hafa neitt á húðinni, bara fá raka, jafnan lit og góða vörn. Miracle Cream sameinar öll þessi atriði og meira til því húðin fær aukið líf og fallegri áferð með hverju skiptinu sem kremið er notað. Kremið er litlaust en inniheldur örfín litapigment sem eru með léttum lit og ljóma. Litapigmentin aðlaga sig að litaraftinu svo það hentar öllum. Optical Blur 5 sec Cream Ein allra vinsælasta varan frá Garnier er hið svokallaða Blur krem. Kremið er sett yfir rakakrem og hentar mjög vel sem farðagrunnur. Eigin- leikinn sem blur- kremið býr yfir er að það jafnar út ójöfnur á yfirborði húðar- innar svo hún verður áferðarfallegri og grunnurinn jafnari. Með stöðugri notk- un á blur kreminu verður áferð húðar- innar jafnari. Dry Mist sólarvarnir Einhverjar léttustu sólarvarnir sem völ er á. Garnier hefur þróað þessa fisléttu formúlu svo þú finnur varla fyrir henni á húðinni. Dry Mist úðarnir eru fá- anlegir í Spf 10, 20 og 30. Formúlan inniheldur síu sem tryggir stöðuga og góða vörn gegn bæði UVA og UVB geislum. Auk þess er formúlan vatnsheld og án alkóhóls, úðana þarf að hrista vel fyrir notk- un og þeir gefa matta áferð. Moisture+ Anti Dull- ness Spf 20 Til að hrista af sér vetraráferð húðarinnar er tilvalið að bæta við rakakremi í rútínuna sem færir ljóma húðar- innar fram á yfirborð hennar. Þetta krem leitast við að draga úr dökkum, gráum, þreytulegum tónum í húðinni og færa henni aukna birtu og líf. Svo skemmir alls ekki fyrir að kremið inniheldur Spf 20. …amk21 | amk… FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2016

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.