Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 23.09.2016, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 23.09.2016, Blaðsíða 2
• Erlend greiðslukortavelta ferðamanna 30 milljarðar í ágúst • Útflutningur sjávarafurða 22 milljarðar á mánuði að meðaltali • Greiðslukortaveltan þegar hærri en allt síðasta ár 08 Hliðarefni fyrirsögn ctrl+8 Ferðamenn Gífurleg aukning er á kortaveltu ferðamanna hér á landi og er hún þegar orðin um átta milljörðum hærri en allt síðasta ár. Í ágúst síðastliðnum nam erlend greiðslukortavelta 30,6 milljörð- um króna samanborið við 22,2 milljarða í sama mánuði 2015, sam- kvæmt samantekt Rannsóknarset- urs verslunarinnar. Það sem af er ári hafa erlendir ferðamenn greitt tæpa 162 millj- arða með kortum sínum en til sam- anburðar var erlend greiðslukorta- velta allt árið í fyrra 154,4 milljarðar króna. Kortavelta á tímabilinu janúar til ágúst 2016 er því um 5% meiri en allt árið í fyrra. Til samanburðar má geta þess að útflutningur sjávarafurða á síð- asta ári nam rúmlega 264 milljörð- um króna, samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands. Ef þeirri upphæð er deilt niður mánuði þá var útflutn- ingur á mánuði rúmir 22 milljarðar. Tæpir 6,5 milljarðar króna fóru um posa gististaða í ágúst en gististarf- semi er veltuhæsti flokkurinn í korta- veltu ferðamanna. Upphæðin nú er 32,3% hærri en í ágúst 2015 þegar er- lendir ferðamenn greiddu 4,9 millj- arða króna til gististaða með kortum sínum. | vg Kortavelta ferðamanna meiri en allt síðasta ár Ferðamenn eyða gífurlegum fjárhæð­ um á Íslandi. 2 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 23. september 2016 Viðskipti Fyrirtæki Ásdísar Höllu Bragadóttur og Ástu Þórarinsdóttir högnuðust um 350 milljónir í fyrra. Reka hjúkrunarfyrirtæk­ ið Sinnum og sjúkrahótel Landspítala meðal annars. Ásdís Halla segir hagnað­ inn tilkominn vegna sölu á fasteigninni að Ármúla 9 sem hýsir sjúkrahótelið, Sinnum og Klíníkina. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Eignarhaldsfélög fjárfestanna Ás- dísar Höllu Bragadóttur og Ástu Þórarinsdóttur, sem halda utan um hluti þeirra í einkarekna hjúkrunar- fyrirtækinu Sinnum, Klíníkinni og rekstri sjúkrahótels Landspítalans, högnuðust um tæplega 350 milljónir króna í fyrra. Þetta kemur fram í árs- reikningnum fyrirtækjanna. Fyrirtæki Ásdísar Höllu heitir Gekka ehf. og fyrirtæki Ástu heitir Flösin ehf. Meðeigendur þeirra að félögunum eru eiginmenn þeirra, Aðalsteinn Jónasson og Gunnar Við- ar. Fyrirtækin eru hluthafar í heil- brigðisfyrirtækinu EVU Consorti- um, ásamt fjárfestingarsjóði í eigu lífeyrissjóðanna sem heitir Kjölfesta. Ásdís Halla segir að um sé að ræða hagnað vegna sölu á fasteigninni Ár- múla 9 en ekki vegna rekstrar hjúkr- unar- og umönnunarfyrirtækjanna sem hún á hlut í. „Hagnaðurinn kemur til þegar EVA selur dóttur- félag sitt, Hótel Ísland, til Reita. […] Ekkert af hagnaði Gekka, eða öðr- um sem eiga EVU, kemur frá Sinn- um, sjúkrahótelinu, Klíníkinni eða annarri heilsutengdri starfsemi þar sem hún var öll rekin með tapi.“ Félag Ásdísar Höllu hagnaðist um rúmlega 217 milljónir króna í fyrra og var ákveðið að greiða rúmlega 99 milljóna króna af hagnaðinum út sem arð á þessu ári. Arðgreiðsla Gekku ehf. til Ásdísar Höllu og Að- alsteins nam 44.5 milljónum í fyrra. Samanlagðar arðgreiðslur félags Ásdísar Höllu nema því tæpum 145 milljónum króna á síðustu tveimur árum. Félag Ástu, Flösin ehf., hagn- aðist um tæplega 133 milljónir í fyrra og var ákveðið að greiða 25 milljóna króna arð til hluthafa. Árið þar á undan nam arðgreiðslan 6.5 milljón- um króna og 8 milljónum árið 2013. Ásdís Halla segir að hluti hagn- aðar Gekku hafi farið í endurbæt- ur á húsinu í Ármúla 9 vegna þeirr- ar heilsutengdu starfsemi sem þar fer fram. „Hagnaðurinn sem er til og verður til í fyrra er að stórum hluta nýttur í að breyta sjúkrahótel- inu og Ármúla 9.“ Aðspurð um arð- greiðslurnar út úr félaginu segir Ás- dís Halla. „Það er eins og félög eru: Sum ár er greitt inn í félög og sum ár út úr. Á þessu ári greiddi Gekka út þessa upphæð. Það er verið að greiða út hagnað af starfsemi Gekka, sem er þetta og önnur starfsemi. Á sama tíma standa yfir framkvæmd- ir við Ármúla 9 og við sem eigendur höfum líka verið að setja peninga í þær.“ Höfuðstöðvar Sinnum, lækna- fyrirtækisins Klíníkurinnar og sjúkrahótels Landspítalans eru í þessu húsi í Ármúlanum og gerðu fyrirtæki sem eru í eigu Ásdísar Höllu og Ástu leigusamninga við eignarhaldsfélagið sem á húsið, Hótel Ísland ehf., áður en félagið var selt til Fasteignafélagsins Reita í fyrra en stærstu eigendur þess fé- lags eru lífeyrissjóðir. Verðmæti at- vinnuhúsnæðis getur verið meira við sölu þess ef fasteignunum fylgja leigusamningar við rekstraraðila til lengri tíma. EVA Consortium hefur ekki skil- að ársreikningi fyrir síðasta ár og því er ekki hægt að sjá söluverð Ár- múla 9 þar en miðað við ársreikn- ing eignarhaldsfélags hússins get- ur kaupverðið hafa numið tæpum þremur milljörðum króna. Árið 2013 keypti EVA húsið hins vegar á rúmlega 830 milljónir króna. Tekið skal fram að eigendur EVU lögðust í kostnaðarsamar breytingar á hús- inu til að þar gæti farið fram rekstur heilbrigðisþjónustu. Rekstur eignarhaldsfélaga Ásdísar Höllu Bragadóttur og Ástu Þórarinsdóttur var arðbær á síðasta ári og skilaði þeim 350 milljóna króna hagnaði og 125 milljóna útgreiddum arði. Þær sjást hér ásamt Kolbrúnu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Kjölfestu, sem er fjárfestingarfélag nokkurra lífeyrissjóða sem keypti sig inn í fyrirtæki þeirra árið 2013. „Hagnaðurinn kemur til þegar EVA selur dótturfé- lag sitt.“ Greiðir út 99 milljóna arð eftir sölu á sjúkrahóteli Markaðsleyfi Icepharma kostar almenning rúmar 60 milljónir Lyfjamál Heilbrigðis­ stofnanir þurfa að greiða 62 milljónir á þessu ári fyrir B­vítamín í sprautuformi en greiddu áður 1,5 milljónir. Reyndar var upphæðin 75 milljónir í fyrra en lækkaði vegna megnrar óánægju viðskiptavina. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir frettatiminn.is Fyrirtækið Parlogis f lutti inn B-vítamín sprautulyf samkvæmt undanþágu og seldi á 525 krón- ur skammtinn án virðisauka. „Við fluttum þetta inn frá Þýskalandi, fyrst að beiðni Landspítalans og síðar fleiri heilbrigðisstofnana og SÁÁ,“ segir Ólafía Elísabet Þórðar- dóttir, innkaupastjóri hjá Parlog- is, en fyrirtækið seldi rúmar 3000 pakkningar í fyrra fyrir 1,3 milljón- ir. Þær kosta stofnanirnar núna 62 milljónir. Icepharma sótti um markaðsleyfi fyrir lyfið Tiacur, sem er B-vítamín í sprautuformi, en samkvæmt lögum ganga slík lyf fyrir í innkaupum og því hefur Parlogis hætt að flytja inn vitamin b1. Samkvæmt upplýsing- um frá Lyfjagreiðslunefnd var tekin ákvörðun um verð lyfsins með hlið- sjón af meðalverði á Norðurlönd- um, eins og verklagsreglur gera ráð fyrir. Lyfið er framleitt af Abkur í Svíþjóð og er selt úr apóteki í Nor- egi á 1619 krónur norskar eða rúmar 24.000 krónur. Þörfin fyrir lyfið er um 3000 skammtar á ári. Icepaharma seldi skammtinn á um 25.113 fyrst eftir að það fékk mark- aðsleyfi en lækkaði verðið í kjölfar gagnrýni í 20.097. Parlogis keypti lyfið frá Þýska- landi og seldi skammtinn á 525 krónur. Icepharma = 20.097 kr. 2016 Parlogis = 525 kr. 2015 Tiacur Vitamin B1 Í tilkynningu frá Jarþrúði, Þóreyju og Helgu Dögg segir að þær hafi varið kröftum sínum og tíma í þágu flokksins og að tala fyrir jafnrétti kynjanna þegar kemur að vali í áhrifastöður. Nú telji þær fullreynt að hreyfa við íhaldssömum skoðun- um á jafnréttismálum sem ríki inn- an flokksins. Í samtali við Frétta- tímann segir Jarþrúður að engin viðbrögð hafi borist frá forystunni, eða þingmönnum og ráðherrum flokksins en þær séu spenntar að sjá hvað gerist í framhaldinu. „Við höf- um verið í sambandi við Sjálfstæð- iskonur um allt land sem fylgja okk- ur að málum og við erum að fá mikil og sterk viðbrögð úr grasrótinni.“ Í yfirlýsingu þeirra segir með- al annars: „Víðtæk andstaða hefur verið gegn því að ganga lengra í að breyta kerfi og ásýnd flokksins í þá veru að konur fáist til þátttöku. Mik- ið hefur verið talað fyrir því að velja „hæfasta einstaklinginn“. Það sannaði sig í prófkjörum síð- ustu vikna að þessi málflutningur er úreltur og ekki í neinum takti við nútímann og enn einu sinni kom í ljós að prófkjör skila ekki endilega góðum niðurstöðum þótt að þau séu kannski lýðræðisleg fyrir þann þrönga hóp sem tekur þátt í þeim. Það er kominn tími til að horfast í augu við það að prófkjör eru úr- elt leið við val á lista. Ýmsir aðrir stjórnmálaflokkar veigra sér ekki við því að velja þannig á lista að konur fái jöfn tækifæri til ábyrgðar á við karla. Nema staðan sé sú inn- an Sjálfstæðisflokksins að allir „hæf- ustu einstaklingarnir“ séu karlar,” segja þær í yfirlýsingunni. | þká Sjálfstæðiskonur gera uppreisn Stjórnmál Tveir fyrrver­ andi formenn Landssam­ bands Sjálfstæðiskvenna, Þórey Vilhjálmsdóttir og Jarþrúður Ásmundsdóttir, og nú verandi formaður þess, Helga Dögg Björgvinsdóttir, hafa sagt sig úr Sjálfstæðis­ flokknum. Til viðbótar þessu hafa tíu konur sagt sig úr Landssambandi Sjálfstæðis­ kvenna en hluti þeirra er genginn úr flokknum. Þórey, Jarþrúður og Helga Dögg telja fullreynt að ná jafnrétti innan Sjálfstæðis flokksins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.