Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 23.09.2016, Page 6

Fréttatíminn - 23.09.2016, Page 6
6 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 23. september 2016 „Það voru mikil vonbrigði að hafa ekki náð settu marki. Maður fær ekki alltaf það sem maður vill en lífið stendur ekki og fellur með því hvort maður er á lista hjá Sjálfstæðisflokknum,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir sem lenti í fimmta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi en miklar umræður spunnust um jafn- réttismál í Sjálfstæðisflokkn- um í kjölfarið. Nú hefur verið ákveðið að flytja hana í fjórða sæti eftir að Ragnheiður Elín Árnadóttir, sem lenti þar, ákvað að hætta í pólitík. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Þetta er mjög harkalegur skellur. Átt- irðu á einhverjum tímapunkti von á þessu áður en úrslitin voru tilkynnt? „Ég vissi að það yrði á brattann að sækja en bjóst aldrei við því að falla svona langt niður listann. En ég vissi að það hefði örugglega áhrif á niður- stöðuna að ég gæti ekki tekið þátt í baráttunni á lokametrunum,“ segir Unnur Brá en hún eignaðist stúlku- barn tíu dögum fyrir prófkjörið og þurfti því að hafa hugann við aðra hluti. En nú vissi fólk að þú varst að eiga barn og þurfti því ekki að gera ráð fyr- ir þér. Hvaða skilaboð eru flokksmenn að senda þér? „Veistu það, ég hef ekki áttað mig alveg á því ennþá. Það er misjafnt eftir því við hvern þú talar. Ég hefði sjálfsagt bara þurft að vera meira á ferðinni. Það eru fjögur þúsund manns að kjósa og þau vissu kannski ekki alveg öll að ég væri komin á steypirinn en það var auðvitað kynnt og lesin yfirlýsing í upphafi framboðsfunda. Ég hef verið hvött til að halda áfram og taka þessu ekki persónulega.“ En hvarflaði ekki að þér að hætta bara? „Jú, vissulega þurfti ég að endur- meta allt þegar ég fékk þessa niður- stöðu. En niðurstaðan er sú að ég er í pólitík af hugsjón og til að hafa áhrif og ég er ekki búin að klára það sem ég vil gera. En það var vissulega einn af valkostunum.“ Nú voru þið Ragnheiður Elín Árna- dóttir iðnaðarráðherra í fyrsta og öðru sæti fyrir síðustu kosningar. Hvaða skilaboð voru menn að senda henni? „Það er ekki mitt að svara því. Ég ber virðingu fyrir hennar ákvörðun þótt ég hafi kosið aðra leið. Ég mun sakna hennar úr pólitíkinni.“ Nú hafa jafnréttismálin í Sjálfstæðis- flokknum verið rædd eftir prófkjör- in i Suður- og Suðvesturkjördæmi, staða kvenna virðist fremur bágborin og fáar starfandi þingkonur úr Sjálf- stæðisflokksins verða áfram á Alþingi samkvæmt þessu. „Mér finnst umræðan eiga rétt á sér í ljósi þess að engin þingkona er í öruggu sæti á framboðslista. En ég held að ástæðan fyrir mínu falli liggi ekki í því að ég er kona. Ég hef hing- að til fengið það sem ég hef sóst eft- ir. Ég beitti mér ekki nóg fyrir próf- kjörið enda önnum kafin við að eiga barn og koma því á brjóst. Það voru þrír einstaklingar að berjast um fyrsta sætið og það hafði þessi áhrif.“ Var mikil harka í þessari prófkjörs- baráttu? „Nei, það var engin harka. Þessir þrír karlar fengu bara góða kosningu og mega vera ánægðir með það. Það var enginn vondur við mig, ég var bara á fæðingardeildinni.“ En þarf að skoða hvort prófkjör eru verri aðferð fyrir konur í ljósi þessa? „Mér finnst allt í lagi að skoða hvort þessi aðferð sé meira fráhrind- andi fyrir konur, til dæmis í ljósi þess að einungis þrjár konur gáfu kost á sér. Ég hef hinsvegar alltaf verið mikill talsmaður prófkjöra og þess að almennir flokksmenn fái að velja hverjir skipa á lista en kannski þarf einhverja nýja umgjörð. Kannski á kjörnefndin að skoða hvort það sé nauðsynlegt að bæta við fólki í framboð þegar það hallar á ákveðna aldurshópa eða karla og konur. Ég veit það ekki.“ Hvað með kynjakvóta? „Ég er ekki viss um að það sé rétta leiðin. Í síðasta prófkjöri urðum við Ragnheiður Elín í tveimur efstu sæt- unum, ef það hefði verið kynjakvóti, hefði ég verið færð niður.“ Margar Sjálfstæðiskonur urðu reiðar vegna úrslitanna og það kom meðal annars upp sú hugmynd að vera með kvennaframboð. Var það rætt í fullri alvöru? „Nei, það var aldrei rætt. Ég las það bara í blöðunum.“ Er það eitthvað sem þú hefðir getað hugsað þér? „Nei.“ Þú hefur vakið athygli og aflað þér virðingar meðal pólitískra and- stæðinga þinna á Alþingi fyrir mann- úðlega nálgun í málefnum hælisleit- enda og flóttamanna og gengið lengra í þá átt en aðrir í þingflokki Sjálfstæð- ismanna. Ásmundur Friðriksson hef- ur hinsvegar verið gagnrýndur fyrir skort á umburðarlyndi. Hann vermir nú sæti þitt á framboðslista flokksins. Hafði það eitthvað að segja? „Ég vona að svo sé ekki því mín- ar skoðanir á þessum málum eru í samræmi við grunngildi Sjálfstæðis- flokksins. Við viljum standa vörð um frelsi einstaklingsins og jöfn tæki- færi. Vinna mín í þessum málaflokki hefur verið því marki brennd. Ég hef gegnt ábyrgðarstörfum fyrir flokk- inn í þingnefndum og náð stórum og flóknum málum í gegn.“ Þú hefur á stundum farið þínar eigin leiðir þvert á vilja flokksforystunnar. Til að mynda greiddirðu atkvæði með þingrofi þegar flokkurinn lagðist gegn því. Er verið að refsa þér. „Ég fylgi minni sannfæringu sem þingmaður og reyni að gera það sem mér finnst rétt. Ég þarf að vera sátt við sjálfa mig.“ Nú er á brattann að sækja innan flokksins, líður þér eins og þú sért á byrjunarreit? „Nei, það er spennandi að vera komin í baráttusæti. Þegar maður fær ekki það sem maður vill, er hægt að fara í fýlu og hætta eða fara í fýlu, jafna sig og koma til baka. Ég valdi þann kostinn. Og hér er ég. Og ég kvíði ekki samtalinu við kjósendur fyrir kosningar.“ Það var enginn vondur við mig, ég var bara á fæðingardeildinni, segir Unnur Brá Konráðsdóttir. Mynd | Hari Kvíði ekki samtalinu við kjósendur Yfirheyrsla Unnur Brá Konráðsdóttur um stöðu kvenna í Sjálfstæðisflokknum. Mikil ólga á meðal vélhjólagengja Jón Trausti Lúthersson fór mikinn á síðasta áratug og varð frægt þegar hann ruddist inn á ritstjórnar- skrifstofu DV og réðist þar á Reyni Traustason. Lögregla Fylgst er grannt með þróun mála eftir að Jón Trausti Lúthersson snéri aftur heim í ágúst. Sá er forsvarsmaður Outlaws og óttast kunnugir að upp úr kunni að sjóða á milli hans og Vítisengla. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is Mikil ólga er á meðal vél- hjólagengja hér á landi eftir að Jón Trausti Lúthersson snéri aftur til landsins í ágúst síðastliðnum og fylgist lögreglan grannt með gangi mála. Jón Trausti fór mikinn á Íslandi á síðasta áratug og er líklega þekkt- astur fyrir að ryðjast inn á rit- stjórnarskrifstofu DV. Hræringar virðast vera að eiga sér stað hjá vélhjólagengjunum hér á landi. Meðal annars greindi Stundin frá tilurð nýs vélhjólageng- is í Garðabæ, Bad Breed MC, sem er í raun byggt á gömlu félagi sem kallaðist Devils Choice. Þá virðist sem lykilmenn í vél- hjólagenginu Outlaws, sem Jón Trausti er núna í forsvari fyrir, hafi yfirgefið klúbbinn og gengið til liðs við Hells Angels fyrr á ár- inu. Jón Trausti kom til Íslands upp úr miðjum ágúst og mun vera að leita að nýjum félagsmönnum í Outlaws, auk þess sem hann er sagður hafa ógnað fyrrum félögum sínum með alvarlegum hætti þar sem það þykja mikil svik að skipta um vélhjólaklúbba. Sjálfur á Jón Trausti harma að hefna, en hann var í forystu fyr- ir vélhjólagengið Fáfni, sem síðar varð að Hells Angels. Félagar hans voru þó ósáttir við Jón Trausta sem varð til þess að hann var að lokum rekinn úr klúbbnum. Einn heimildamaður Fréttatím- ans sagði augljóst að einhverskonar uppgjör verði á milli hópanna, þá helst vegna þess að Jón Trausti er á svæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu fylgjast menn þar á bæ með þróun mála. Heimildir Fréttatím- ans herma að auki að áhugi lög- reglu hafi aukist nokkuð á mál- efnum vélhjólagengjanna eftir að Jón Trausti snéri aftur, en gengin hafa lengi verið skilgreind sem skipulögð glæpasamtök í bók- um Ríkislögreglustjóra. Þau hafa háð blóðugar orrustur á götum stórborga víða í Skandinavíu, og því þykir ástæða til þess að hafa allan varann á. Þá hefur erlendum liðsmönnum vélhjólagengjanna umsvifalaust verið vísað úr landi, komi þeir til Íslands. Afgreiðslutími sjá www.dorma.is Holtagörðum, 512 6800 Smáratorgi, 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafjörður Fyrir þínar bestu stundir NATURE’S LUXURY heilsurúm Aðeins 142.490 kr. Nature’s Luxury heilsudýna með Classic botni. Stærð: 180x200 cm. Fullt verð: 189.900 kr. 25% AFSLÁTTUR Val um svart eða hvítt PU leður eða grátt áklæði á botni. Aðeins 49.900 kr. Plano svefnsófi Click – Clack svefnsófi. Grátt og rautt slitsterkt áklæði. Svefnsvæði: 120 x 190 cm. Fullt verð: 59.900 kr. 10.000 króna AFSLÁTTUR Nettur Þú finnur nýja bæklinginn okkar á www.dorma.is Smáratorg | Holtagarðar | Akureyri | Ísafjörður www.dorma.is NATURE’S LUXURY heilsurúm Aðeins 142.490 kr. Nature’s Luxury heilsudýna með Classic botni. Stærð: 180x200 cm. Fullt verð: 189.900 kr. Fyrir þínar bestu stundir 25% AFSLÁTTUR Val um svart eða hvítt PU leður eða grátt áklæði á botni. HELSINKI rúmgafl Rúmgafl fæst í svörtu og hvítu PU leðri og í gráu áklæði. Stærðir: 120, 140, 160, 180 cm.Verð að neðan miðað við rúmbreidd 120 cm. Fullt verð: 39.900 kr. 20% AFSLÁTTUR Aðeins 31.920 kr.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.