Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 23.09.2016, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 23.09.2016, Blaðsíða 44
44 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 23. september 2016 Tölum um hvað má ekki tala um í fjölskyldu- og matarboðum Til þess að gera matar- og fjölskylduboðið skemmtilegri er vert að íhuga að skilja nokkur umræðu efni eftir heima. Sigrún Edda Björnsdóttir og Hilmar Guðjónsson leikarar deila með Fréttatímanum reynslu sinni af þessum reglum. Leikararnir ræða við matarborðið það sem má ekki ræða við matarborðið. Mynd | Rut Að deila hringnum með maka getur verið mjög fræðandi og bæt- ir samskipti í sambandi, gerir þau jafnari og þægilegri. Mikilvægt er að maki viti hvar ástvinur er staddur á hverjum tíma fyrir sig svo að maki skilji við hverju er að búast. Einnig er mjög auðvelt fyrir báða aðila að fylgjast með frjó- semistímabili konunnar. Margar konur fylgjast ekki með tíðahring sínum og er appið frá- bær leið fyrir þær og þeirra nán- ustu til að skilja allt sem viðkemur túr. Nú fræðast allir nánustu um hvað er að gerast í líkama kvenna og hvað mun gerast á komandi vikum. | hdó Konur deila tíðahringnum sínum Clue er app til auðvelda fólki að fylgjast með tíðahringn- um. Appið hefur hjálpað fólki út um allan heim að skilja fyrirtíðarspennu og þekkja sinn eigin líkama. Túr á ekki að vera tabú og appið gerir það eðlilegra að tala um órjúfanlegan hluta af lífi kvenna og opna umræður sem hafa í gegnum tíðina verið feimnismál. Nýjasta nýtt meðal appa er að nú er hægt að tengjast tíðahring vina eða bjóða einhverjum til að sjá þinn eigin hring. Feimnin við að ræða tilfinningalegt ástand tengt því hvar konur eru á hringnum minnkar með að deila því með vinkonum, fjölskyldumeðlimum eða maka. Gaman að rífast um pólitík Sigrún er sammála þeirri reglu að það eigi að forðast pólitík í matar- boðum, en það fari að sjálfsögðu eftir aðstæðum og fólki sem situr við borðið: „Í sumum matarboð- um er ekki hægt að ræða pólitík þá fer allt í loft upp og menn móðgast og taka hlutunum persónulega. Hilmar segist ekki sækjast eftir því að ræða pólitík en það megi nú alveg ræða hana en það má líka biðja fólk að hætta, sú regla gleym- ist stundum. „Ég hef farið í boð þar sem tveir aðilar yfirtaka boðið og það kemst enginn annar að eða neitt annað málefni en bara hægri eða vinstri. Það má alveg biðja fólk að hætta.“ Sigrún segir að fólki finnist stundum gaman að ræða pólitíkina: „Maður getur alveg lent í svoleiðis matarboði, að það er gaman að vera á öndverðum meiði ef allir kunna að tala saman.“ Rasismi bannaður Leikararnir eru spurðir um hvaða aðra hluti gott sé að forðast og nefna þau mismunum af öllu tagi, leyndarmálin sem þú veist um aðra við borðið og rasisma. „Ég hef setið við borð þar sem er rasismi. Þá leið mér ótrúlega illa, ég sagði ekki neitt en ég fór bara stuttu seinna. Ég myndi segja að rasismi sé bannaður við matarborðið,“ segir Hilmar. Sigrúnu finnst hvers- konar mismunun eins og kven- fyrirlitning, fyrirlitning gagnvart samkynhneigð og ef einhver tekur upp á því að tala niður þá sem eru manni kærir... það er bannað. Þá er ég farin. Virðing er besta reglan Sigrún nefnir að það sé líka gott að forðast að ræða leyndarmál eða mistök þeirra sem sitja við borðið, nema þeir vilji það sjálfir og fólk ætti að gera sem minnst af því að rægja aðra. Hilmar segir ef hann þyrfti að setja eina reglu við matarborðið þá yrði það að vera að allir ættu að bera virðingu fyrir öllum. Helga Dögg Ólafsdóttir helgadogg@frettatiminn.is Ragna Fossberg förðunarmeistari og Ása Finnsdóttir, fyrsta þula Rík- issjónvarpsins, hafa verið vinkon- ur síðan 1966, eða frá því að Sjón- varpið var stofnað. Þær eru líka upphafskonur Svarthvíta-gengis- ins, sem stofnað var á svarthvítu árum Sjónvarpsins. Vinkonurnar segjast eiga saman yndislega vin- áttu þrátt fyrir að í dag líði stund- um nokkrir mánuðir milli þess sem þær hittast. „Ragna kom oft og greiddi mér þegar ég var þula og þannig byrj- aði vináttan að þróast. Það er alltaf sama hlýjan á milli okkar. Við hjálpuðum Rögnu og hennar manni þegar þau byggðu sér hús og þau hjálpuðu okkur að mála og vesenast þegar við byggðum okkar hús, “ segir Ása. „Þessi svarthvíti hópur varð til því í gamla daga þekktumst við öll svo vel. Þetta hefur breyst svo mikið, fólk er ekki að vinna jafn lengi á sama vinnustað og áður,“ segir Ragna. „Við þekktum maka hvers annars og jafnvel foreldrana og börnin líka. Við vorum eins og eins stór fjölskylda og fólk kynntist svo vel. Til þess að halda hópn- um saman ákváðum við að hittast reglulega, í byrjun á fjögurra ára fresti en eftir því sem við eldumst viljum við gjarna hittast oftar því við höfum ekki tíma til að bíða.“ „Ragna hefur haldið utan um gengið og á milli okkar félaganna er hún ekki kölluð fossberg heldur fosskraftur því hún er svo svaka- lega orkumikil,“ segir Ása. „Ég hef verið henni til aðstoðar. Þetta er yndislegur hópur en auðvitað er hann að eldast. Sumir eru dánir og aðrir eru veikir en þannig gengur þetta víst fyrir sig.“ | hh Vináttan: Jafn gömul Sjónvarpinu Vinkonurnar Ragna Fossberg förðunarmeistari og Ása Finnsdóttir, fyrsta þula Sjónvarpsins, kynntust á fyrstu dögum Sjónvarpsins. Mynd | Rut
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.