Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 08.10.2016, Side 40

Fréttatíminn - 08.10.2016, Side 40
40 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 8. október 2016 „Það væri minna mál að ganga þetta í júlí en mig langaði til að setja mig enn betur í spor gömlu landpóstanna og fara um vetur. Upplifa almennilega skammdeg- ið, myrkrið, þögnina og óvissuna,“ segir atvinnugöngugarpurinn Einar Skúlason sem ætlar að ganga gömlu póstleiðina milli Reykjavíkur og Ísa- fjarðar. „Ég hef lengi verið áhuga- samur um gamlar þjóðleiðir en það eru til hundruð gamalla leiða sem eru margar hverjar horfnar. Leið- irnar eru oft merktar með vörð- um en sumstaðar sjást líka slóðar í landinu eftir mörg hundruð ára umgang manna og hesta. Sumar þjóðleiðirnar eru frá upphafi land- náms og liggja þær flestar yfir holt og hæðir en stundum dett ég inn á fjölfarna vegi því sumstaðar er búið að leggja vegi yfir gömlu leiðirnar. Til eru fjölmargar frásagnir af ferð- um landpóstanna og þeim raunum sem þeir lentu í og það er þekkt að sumir komust ekki alla leið með bréf og böggla til fólks,“ segir Einar sem verður með nokkur bréf í farteskinu, meðal annars eitt frá forseta Íslands til Ísafjarðarbæjar. Hann leggur af stað sunnudaginn 16. október með nesti, tjald og nýja skó og áætlar um tvær vikur í ferðina. Það er þó allra veðra von á þessum árstíma svo bréfin gætu borist á eftir áætlun, eða á undan. | hh Einar stefnir á að vera tvær vikur á leiðinni en gamla póstleiðin milli höfuðborgar- innar og Ísafjarðar er um 400 km. Hægt verður að fylgjast með ferðum hans á facebook-síðunni Póstleiðin. Mynd | Rut Halldór semur tónlist með áður óþekktum hljóðfærum. „Á þessari vinnustofu fer fram smíði og önnur tilraunastarfsemi,“ segir tónlistarmaðurinn Halldór Eldjárn um vinnustofu sína sem hann notar á kvöldin og um helgar. Halldór hefur verið að hanna sjálfspilandi hörpu og trommu- vélmenni sem hann hyggst nota fyrir sólóverkefni sitt sem tón- listarmaðurinn Halldór Eldjárn. „Ég kem fram undir eigin nafni í því verkefni en ég er trommari að mennt og finnst það lang skemmti- legast. Hef ekki spilað á trommur að neinu ráði með hljómsveitinni minni Sykur en langar að gera meira af því. Þar sem ég er líka tölvunarfræðingur frá HÍ fannst mér tilvalið að sameina þetta tvennt og búa til verkefni sem er mjög skemmtilegt að vinna í.“ Halldór stefnir á að vera búinn að ljúka við smíði hörpunnar og trommuvélmennanna fyrir tón- listarhátíðina Airwaves en hann spilar í Gamla bíói á laugardegin- um klukkan átta. „Ég ætla bara að sitja við trommusettið mitt og spila á trommur. Svo eiga harpan og vélmennin bara að geta spilað sjálf, fundið út úr sínu.“ segir hann og hlær. Tónlistarmaðurinn stefnir á að gefa út lag um miðjan mánuðinn þar sem hlýða má á tóna hinna framandi hljóðfæra. | bg Vinnustofan: Sjálfspilandi harpa og trommuvélmenni Smíðar hljóðfæri á kvöldin og um helgar. Mynd | Rut Gengur frá Reykjavík til Ísafjarðar með bréf Göngugarpurinn Einar Skúlason ætlar að ganga gömlu póstleiðina, einn með nesti og nýja skó. Haust er … „ … þegar mömmur á náttsloppum eru á bak við stýrið fyrir utan MR og afferma syfjaða unglinga,“ segir Margrét Jónsdóttir Njarðvík, ferðafrömuður hjá Mundo. volundarhus.is · Sími 864-2400 VERÐTILBOÐ - GESTAHÚS 25 m² með 9 m² yfirbyggðri verönd kr. 1.699.900,- án fylgihluta. kr. 1.999.900,- með fylgihlutum og byggingarnefndar teiknisetti. Grunnmynd og nánari upplýsingar á heimasíðu volundarhus.is www.volundarhus.is Vel valið fyrir húsið þitt V H /1 6- 04 34 mm bjálki / Tvöföld nótun TILBOÐ - GARÐHÚS 4,7m² m/opnanlegum glugga kr. 189.900,- án fylgihluta kr. 219.900,- m/fylgihlutum 70 mm bjálki / Tvöföld nótun TILBOÐ - GARÐHÚS 9,7m² kr. 299.900,- án fylgihluta kr. 359.900,- m/fylgihlutum TILBOÐ - GARÐHÚS 4,4m² kr. 169.900,- án fylgihluta kr. 199.900,- m/fylgihlutum 34 mm bjálki / Tvöföld nótun 50% afsláttur af flutningi á GARÐHÚSUM og GESTAHÚSUM á allar þjónustu- stöðvar Flytjanda. GESTAHÚS og GARÐHÚS sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður Sjá fleiri GESTAHÚS og GARÐHÚS á tilboði á heimasíðunni volundarhus.is ATH! 34 mm bjálki / Tvöföld nótun RISA HAUSTTILBOÐ Á GESTAHÚSUM OG GARÐHÚSUM

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.