Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 08.10.2016, Síða 59

Fréttatíminn - 08.10.2016, Síða 59
Spænsk gæðamerki á frábæru verði Springfield, Cortefiel og Women’s secret hafa hlotið góðar viðtökur. Unnið í samstarfi við Gjörð Þegar við ákváðum að fara í þetta ferðalag vorum við sammála um að okk-ur fannst vanta svolítið upp á breiddina í vöruúrvalinu hér á landi; og í raun og veru bara vanta meira af vörum á góðu verði. Það var það sem við höfðum að leiðarljósi, að bjóða upp á eitt- hvað nýtt á íslenskum markaði og samkeppnishæft verð við erlend- an markað. Því urðu þessar keðjur fyrir valinu,“ segir Sigrún And- ersen, framkvæmdastjóri Cortefi- el, Springfield og Women’s secret á Íslandi. Þessar þrjár verslanir voru opnaðar í Smáralind fyrr í haust og hafa hlotið mjög góðar viðtök- ur hjá íslenskum neytendum, að sögn. „Við viljum öll geta verslað í heimabyggð. Með því að bjóða upp á samkeppnishæft verð erum við að spara fólki yfirvigtina auk þess sem mynstrið er að breytast, það er ekki sami spenningurinn og var hjá fólki að fara til útlanda í versl- unarferðir, fólk er meira að sækjast eftir því að fara út og eiga gæða- stundir og slappa af. Tollalækkun haft jákvæð áhrif, verslanir hafa verið að lækka verðið og munu lækka það enn meira. Verslunin er að koma heim!“ Fersk og frjálsleg hönnun Springfield endurspeglar allt það nýjasta í tískuheiminum en hönnuðirnir þar fylgjast afar vel með nýjustu straumum og stefnum í hönnun og tísku, góð gæði og snið. „Þau eru að stíla inn á yngri aldurshóp, 18+, en engu að síður er kúnnahópurinn okkar mjög breið- ur. Þetta er frjálslegur fatnaður og verðlagið er gríðarlega gott. Við höfum fengið virkilega góð viðbrögð við þessu merki og fólk hefur verið mjög ánægt með að geta keypt bæði buxur og topp, hátískufatnað, á undir 10.000 krónum,“ segir Sigrún. „Stærðirnar spanna breiða vídd og hönnunin er alltaf mjög fersk. Herralína Spring- field er einnig sú stærsta á Spáni svo úrvalið þar er frábært.“ Tímalaus klassík „Cortefiel verður best lýst sem lúxusvöru á viðráðanlegu verði. Markhópurinn þeirra er konur og karlar 30+. Herralínan er mjög sterk hjá þeim og þau einblína á tímalausa klassíska hönnun. Gæði fyrir fólk sem gerir kröfur um þægindi,“ segir Sigrún. Undirföt á viðráðanlegu verði Women’s secret er verslun með breitt úrval af undirfötum, náttföt- um sundfötum og heimafatnaði. „Merkið er leiðandi á sínu sviði og er einnig að finna í yfir 70 lönd- um um allan heim. Þetta er allt frá frjálslegum og þægilegum náttföt- um fyrir ungar stelpur yfir í heima- fatnað fyrir eldri konuna – og allt þar á milli. Við erum einnig með mikið úrval af lúxusundirfatnaði. Verslunin hefur fengið sérstak- lega góðar móttökur, stelpurnar hafa verið sérlega ánægðar með að geta komið og keypt sér fatnað af þessu tagi á viðráðanlegu verði án þess að fara til útlanda eða fara í dýrar sérvöruverslanir,“ segir Sigrún. Springfield, Cortefiel og Women’s secret eru allar á 2. hæðinni í Smáralindinni – um það bil fyrir miðju! Cortefiel „Cortefiel verður best lýst sem lúxusvöru á viðráðanlegu verði.“ Springfield „Fólk hefur verið mjög ánægt með að geta keypt bæði buxur og topp, hátískufatnað, á undir 10.000 krónum.“ Women’s secret „Stelpurnar hafa verið sérlega ánægðar með að geta komið og keypt sér fatnað af þessu tagi á viðráðanlegu verði. Sigrún Andersen „Með því að bjóða um á samkeppnishæft verð erum við að spara fólki yfirvigtina. Verslunin er að koma heim.“ Myndir | Rut

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.