Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 08.10.2016, Side 60

Fréttatíminn - 08.10.2016, Side 60
Framundan er kuldatíðin í öllu sínu veldi. Mikilvægt er að klæða sig vel, eins og hverju manns- barni er kunnugt, auk þess sem nauðsynlegt er að huga vel að húð- inni þegar frostið bítur kinn. Það sem færri eflaust gera sér grein fyrir er að hárið þarfnast líka um- önnunar í kuldanum. • Eins og með húðina getur hárið orðið afar þurrt á veturna og því er gott að viðhalda rakanum með viðeigandi ráðstöfunum. Ein þeirra er að djúpnæra hárið vel svona eins og einu sinni í viku. • Ekki þvo hárið of oft, þá eyði- leggur þú náttúrulega rakagjöf hársins og meiri hætta er á að þú þurrkir hársvörðinn. Byrjaðu á því að fækka þvottunum um einn og svo koll af kolli þar til þú ert farin/n að þvo það með sjampói 2-3 í viku. Þetta er erfitt fyrst fyrir þau sem eru vön að þvo hárið á hverjum degi en Hlúðu að hárinu í vetur Að mörgu að huga ef hárið á að standast frosthörkur. hárið aðlagast nýjum lífsstíl áður en þú veist af. • Þú þarft að vera með húfu á köldustu dögunum en til þess að hárið klessist ekki niður geturðu bundið silkiklút utan um hárið áður en þú skellir ullarhúfunni á hausinn. Þetta kemur líka í veg fyrir að hárið verði rafmagnað af húfunni, ekki síst ef hún er úr gerviefnum. • Önnur aðferð til þess að koma í veg fyrir að hárið verði rafmagn- að af húfunotkun er að nota hitasprey sem oft er notað áður en hárið er blásið eða slétt. Ekki fara með hárið blautt út, það get- ur ýtt undir bæði þurrk og slit. • Ef vandamálið ágerist og ekkert af ofangreindum ráðum hjálpar til gætir þú þurft enn meiri raka – er loftið heima hjá þér kannski mjög þurrt? Þá gæti kannski ver- ið málið að fjárfesta í rakatæki. LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 20164 TÍSKA&SNYRTIVÖRUR Unnið í samstarfi við Terma Haustlitir Lancôme einkenna stíl Soniu þar sem litirnir eru bjartir og fallegir. Naglalökk­ in í línunni eru hvít, græn, blá og appelsínugul sem er alveg í hennar anda. Innblástur förðunarinnar var fenginn frá nýju haustlínu Soniu Rykiel sem var á tískupöllunum í París. Undirbúningur Energie de Vie Pearly Lotion. Hressandi vatnskennt lotion sem vekur húðina. Virkar eins og rakasegull sem læsir rakann niður í húðina þegar það er notað undir önnur krem. Energie de Vie Liquid Care er rakabomba í hverjum dropa. Húðin drekkur í sig fljótt og auð­ veldlega þennan fljótandi raka, endurhleður húðina í einu skrefi. Öruggt að nota í kringum augun. Andlit La Base pro farða­ grunnur. Effacernes Longue Tenue hyljari, Teint Idole Ultra Cus­ hion nýr endingar­ góður fljótandi farði í púða. Cushion Blush Subtil nýr kinnalitur sem aðlagast vel á húðinni og er fljót­ andi kinnalitur í púða. Bæði Teint Idole Ultra Cushion og Cushion Blush Subtil er vænt­ anlegt í verslanir. Augu Augnskugga­ palletta úr haust­ lúkki Soniu Rykiel – La Pallette Saint Germain M00. Grandiôse Extreme maskari svartur. Augabrúnir Sourcils Définis augabrúna­ blýantur notaður til að móta brúnirnar og Sourcils Styler settur yfir til að gefa lit og halda hárunum í augabrúnum á réttum stað. Varir Varablýantur (sem er bæði gloss og varalitur) úr haustlúkki Soniu Rykiel – Parisian Lips Le Crayon M01. Model Hrefna frá Eskimo Förðun Kristjana Rúnarsdóttir, NMA hjá Lancôme á Íslandi. Frábær gjöf fyrir dömur á öllum aldri Fáanleg í 12 litum í fullorðins- og barnastærð. Nánar um sölustaði á facebook Helstu útsölustaðir í Reykjavík Allar sundlaugar, Apótekarinn Mjódd, Borgarapótek, Lyf og heilsa; JL húsi, Kringlu og Austurveri, Snyrtivöru- búðin Glæsibæ, Mistý, Lyfjaver, Reykjavíkur Apótek, Árbæjarapótek, Urðarapótek, Balletbúðin Arena. Netverslanir Aha.is, Heimkaup, Krabbameinsfélagið og Netsöfnun.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.