Fréttatíminn - 28.10.2016, Blaðsíða 28
28 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 28. október 2016
Hvar varstu þegar Prince dó?
Lát frægra einstaklinga
eða stórir heimsvið
burðir geta haft mikil
áhrif á sálarlíf okkar
og lifir lengi í minn
ingunni. Fréttatíminn
spyr landann hvar
hann var á þess
um stóru
augna
blikum.
Ragnheiður Haralds- og
Eiríksdóttir.
„Þegar mér bárust fregnir af full-
komlega ótímabæru andláti tón-
listarmannsins sem eitt sinn var
þekktur undir nafninu Prince, svo
undir töfrum þrungnu merki, svo
aftur undir nafninu Prince, var ég
stödd í Düsseldorf, á heimili Svövu
systur minnar. Það mild-
aði áfallið einna helst að
akkúrat á því augnabliki
sat ég í mjúkum sófa með
litlu systkinabörn mín á
báðar hendur. Suri, sem
er með stærstu augu í
heimi, brúnar krullur
og talar helst þýsku,
og Ísak sem er með
mýkstu kinnar í
heimi, kyssileg-
asta munninn
og talar helst
japönsku.
Þennan dag
rifjuðum við
Svava upp
þegar við
f órum á Prince tónleika í Worcest-
er í Massachusets árið 1988. Þá
vorum við 16 og 17 ára og bjugg-
um í W Rhode Island þar sem við
gengum í Chariho Regional High
School. Tónleikarnir voru mik-
il upplifun, enda var Prince einn
af þeim tónlistarmönnum sem
settu svip sinn á mótunarárin.
Síðasti bekkur grunnskóla leið
til dæmis undir tónum platn-
anna 1999 og Purple Rain,
og þegar leiðin lá í MH tóku
Around the World in a Day
og Parade við, svona á milli
þess sem unglingarnir í
Norðurkjallara skrif-
uðu ljóð og tileink-
uðu sér lífsspeki
Morriseys.“ | bg
Ragnheiður fór
á tónleika með
Prince þegar
hún var 17 ára
í Massachusets.
Mynd | Hari
Poppstjarnan Prince
dó um aldur fram.
Mynd | Getty
Helga Dögg Ólafsdóttir
helgadogg@frettatiminn.is
„Ég sá þetta auglýst og fannst
þetta sniðugt, langaði að prófa
eitthvað nýtt. Í fyrsta tímanum
voru ekkert svo flóknar æfingar,
en þetta er eitthvað nýtt fyrir
manni og maður er að nota vöðva
sem maður hefur ekki notað mikið
áður. Þetta eru öðruvísi hreyfingar
og skemmtilegar,“ segir Katrín
Magnúsdóttir sem skellti sér á
Silfursvanina, ballettnámskeið fyr-
ir konur eldri en 65 ára.
„Enginn hraði, aðeins mýkt og
glæsileiki eru einkunnarorð nám-
skeiðsins sem er nýtt fyrir konur
á besta aldri í dansskóla Eddu
Scheving,“ segir Brynja skólastjóri.
Hún hefur tekið eftir auknum
áhuga eldri kvenna á að koma í
balletttíma: „Það eru allskyns kon-
ur sem koma á námskeiðið. Sumar
voru ballettdansmeyjar þegar þær
voru yngri en aðrar hefur alltaf
langað að verða ballerínur og láta
nú drauminn rætast á sjötugsaldri.
Það er farið í grunninn í ballett,
grunnstöður, æfingar og spor. Allt
mjög mjúkt og ekkert hopp, allt
grundvallast á þeirra getu og þoli.“
Sigrún Halldórsdóttir er annar
þáttakandi í námskeiðinu en hún
hafði aldrei hugsað sér að byrja í
ballett: „ Það er ekkert svo langt
síðan ég skráði mig á jóganám-
skeið, full fordóma. Hef prófað
ýmislegt. Fordómarnir hurfu þó
og ég hugsaði; afhverju ekki að
prófa ballett líka?“ Sigrún segir
þó að ballettinn sé meira listform
en íþrótt: „Þetta byggir á því sem
er gott fyrir líkamann en maður
reynir nú að vera glæsilegur líka,“
segir Sigrún og hlær.
Ætlarðu að taka þátt í jólasýn-
ingunni í enda námstkeiðsins?
„Það held ég nú varla í dag en það
er langt í jólin.“
Hjá Silfursvönunum
spyr ballett ekki
um aldur
Þar sem allt er mjög mjúkt og ekkert hopp.
Kristínu finnst æfingarnar ekkert svo flóknar. Mynd | Hari
Bæði gamlar ballerínur og nýjar dansa ballett í Silfursvönunum. Mynd | Hari
Nú 3 sinnum í viku
fimmtudag,
föstudag &
laugardag
auglysingar@frettatiminn.is | 531 3310
Heimili
& hönnun
Þann 4. nóvember
auglysingar@frettatiminn.is | 531 3300
ALLT UM STOFUNA
& BORÐSTOFUNA
Jólablaðið
Þann 24. nóvember
auglysingar@frettatiminn.is
531 3310
Endilega hafið
samband við
okkur til að
vera með
Afþreyingarvefur fyrir konur á öllum aldri...