Fréttatíminn - 28.10.2016, Side 38
…fólk 2 | amk… FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2016
Coolio slapp við fangelsisvist
Rapparinn Coolio sleppur við fangelsisvist eftir að
hann viðurkenndi að hafa haft byssu meðferðis á
flugvelli í Los Angeles. Coolio var handtekinn í
síðasta mánuði eftir að byssan fannst við öryggis-
eftirlit. Hann var dæmdur til 45 daga samfélags-
þjónustu og má ekki eiga byssu eða hafa
byssu um hönd næstu þrjú árin. Coolio
er 53 ára og kvaðst þakklátur fyrir þá
málsmeðferð sem hann fékk. Hann
viðurkenndi að hann hefði gert mistök.
Fór á nektarströnd
Martha Stewart kom öllum á óvart í sjón-
varpsþætti Ellen DeGeneres í vikunni með
svörum sínum í föstum lið sem kallast
Never Have I Ever. Hún svaraði ýmsum
spurningum ásamt öðrum gestum þátt-
arins, Snoop Dogg og Önnu Kendrick. Hin
75 ára gamla Stewart viðurkenndi að hún
hefði skipst á kynæsandi skilaboðum í
gegnum símann sinn og bætti svo
um betur þegar hún játaði að hún
hefði farið á nektarströnd.
Angelina líka rannsökuð
Yfirvöld í Kaliforníu rannsaka nú fleiri anga í skilnaðarmáli Brads Pitt
og Angelinu Jolie en meinta uppákomu milli Pitts og barna þeirra. Eins
og fram hefur komið er talið að Brad hafi öskrað á börn sín og sleppt
sér í einkaþotu á leið frá Frakklandi til Bandaríkjanna. Rannsakað er
hvort hinn 52 ára gamli Pitt hafi slegið Maddox,
fimmtán ára son sinn. Nú er
talið að hegðun Jolie sé
einnig til skoðunar. Um er
að ræða fleiri en eitt at-
vik þar sem samskipti
Brads og Angelinu
fyrir framan börnin
þóttu aðfinnsluverð.
Tom Cruise hefur haft í nógu að
snúast við kvikmyndatökur síðan
hann skildi við Katie Holmes árið
2012, um það leyti sem hann var
við tökur á stórmyndinni Oblivion
hér á landi. Hann hefur gefið sér
lítinn tíma til að sinna ástarlífinu
eða hinni tíu ára dóttur sinni Suri.
Því hefur meira að segja verið
haldið fram að heilt ár hafi liðið á
milli þess að þau hittust.
Tímaritið UsWeekly greinir frá
því að nú sé þetta að breytast, að
Tommi sé farinn að umgangast
dóttur sína á ný og sé ástfanginn af
breskri konu.
Þegar hann fagnaði afmæli sínu
í sumar lét Cruise Suri fljúga til sín
til Englands og þau eyddu fimm
dögum saman. Með í för voru líf-
vörður og barnfóstra Suri en Katie
Holmes var hvergi nærri.
Ekki hefur verið upplýst hver
breska ástkona Krúsa er en þau
hafa að sögn verið saman síðan
í júní hið minnsta. Þá voru þau
saman í sama þorpi og hann heim-
sótti með Suri í sumar, Bourton-On-
-The-Water, og nutu sumarblíðunn-
ar með hjólaferðum og fleiru.
Bresku konunni er lýst sem „mjög
fallegri“ og „venjulegri“.
Tom Cruise er þrígiftur. Auk
Katie Holmes var hann kvæntur
Nicole Kidman, og á með henni tvö
ættleidd börn, og Mimi Rogers.
Tom Cruise hittir dóttur sína á ný
Fjögur ár frá skilnaði hans og Katie Holmes.
Nýtt líf Tom Cruise er
farinn að umgangast tíu
ára dóttur sína á ný.
Mynd | NordicPhotos/Getty
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrunlilja@amk.is
Ég hannaði úlpu með Zo-On og það voru gerð-ir sjónvarpsþættir um ferlið. Þetta var mjög skemmtilegt verkefni,
allt öðruvísi en Zo-On hefur verið
að gera, og frábært fyrir mig, ný-
útskrifaða úr skólanum að fá þetta
verkefni,“ segir samfélagsmiðla-
drottningin og fatahönnuðurinn
Manuela Ósk Harðardóttir um
sjónvarpsþætti sem fara í loftið á
Stöð 2 í byrjun nóvember.
Manuela útskrifaðist úr fata-
hönnunardeild Listaháskóla
Íslands síðastliðið vor,
en er nú flutt til
Los Angeles þar
sem hún leggur
stund á fram-
haldsnám í
„social media“
við FIDM
(Fashion
Institute of
Design and
Merchandis-
ing). Hún er hins
vegar væntanleg
til Íslands á næstu
dögum til að leggja loka-
hönd á síðasta þáttinn, þar sem
lokaútgáfan af úlpunni mun birt-
ast. Og fer hún í sölu samhliða því.
Unnið langt fram í tímann
„Þetta var í raun algjört drauma-
verkefni. Ég fékk að starfa með
hönnuðum Zo-On sem kenndu
mér heilan helling. Svo fékk ég
að koma með mínar hugmyndir
sem voru ferskar fyrir þau, þannig
samstarfið var mjög gott. Auðvit-
að lærði ég mjög mikið í skólanum
en það var gaman að fá loksins
að gera eitthvað í alvöru og nýta
það sem maður hefur lært. Þetta
var pínu „skerí“ en samt besta
verkefni sem ég gat fengið. Um-
hverfið var svolítið verndað en
samt fékk ég að gera mikið sjálf,“
segir Manuela sem er að sjálfsögðu
orðin mjög spennt, bæði fyrir þátt-
unum og úlpunni. „Mér skilst að
fyrsta eintakið af úlpunni sé kom-
ið til Zo-On og að ég fái það þegar
ég kem til landsins. Ég er svo sjúk-
lega spennt að sjá lokaútgáfuna
og máta. Þetta er búið að vera svo
langt ferli. Það sem er mest pirr-
andi við þennan tískubransa er að
maður er að vinna allt svo langt
fram í tímann. Maður þarf alltaf
að bíða svo lengi eftir lokaútkom-
unni,“ segir hún og hlær. Fata-
hönnunarbransinn er því alls ekki
fyrir óþolinmóða.
Spennt fyrir útkomunni Manuela er spennt að fá í hendurnar úlpuna sem hún hannaði
ásamt fatahönnuðum Zo-On.
Þarf að girða sig í brók
á samfélagsmiðlum
Manuela Ósk hannaði úlpu með Zo-On og sjónvarpsþættir voru gerðir
um ferlið. Hún er nýflutt til LA og byrjuð í draumanáminu. Á dögunum
opnaði hún bloggsíðuna heymanu.com til standa undir kröfum námsins.
Þá er Manuela búin að sjá nokkr-
ar stiklur úr þáttunum og segir
þá lofa góðu. „Þetta er léttur og
skemmtilegur þáttur. Það er að-
eins fjallað um mig, hvaðan ég
fékk innblástur og hugmyndir, svo
er kynning á fyrirtækinu og sam-
starfinu,“ útskýrir hún.
Nýtt blogg í LA
Spurð út í námið í LA segir Manu-
ela það lofa mjög góðu og hún tel-
ur sig algjörlega vera á réttri hillu.
Lokaverkefni hennar í BA-náminu
í fatahönnum fjallaði einmitt um
samfélagmiðla og hvernig þeir
hafa haft áhrif á tískubransann.
Sjálf hefur Manuela verið frekar
virk á samfélagsmiðlum í langan
tíma, en hún segist þó alls ekki
vera jafn opin og fólk heldur. Þvert
á móti þá reynir hún að halda sínu
persónulega lífi utan sviðsljóssins.
Reynsla hennar af samfélagsmiðl-
um reynist henni vissulega vel í
náminu en það er ákveðin pressa
frá skólanum að nemendur séu
virkir á sem flestum miðlum. „Þau
vilja til dæmis að við séum með
bloggsíðu og Youtube-rás. Ég þarf
því aðeins að fara að fara að girða
mig í brók,“ segir Manuela kím-
in. Hún hefur reyndar nú þegar
látið undan pressu með bloggsíðu
og opnaði á dögunum síðuna:
heymanu.com.
Snappið sprakk út
„Það er eitt verkefni í skólanum
að rannsaka bloggið aðeins, hvort
samfélagsmiðlar séu alfarið búnir
að taka við af blogginu, eða hvort
fólk sé enn að lesa það, þannig
að ég gerði bloggsíðu og ákvað
að fyrst ég væri að þessu á annað
borð að hafa hana opinbera. Og ef
einhver vill lesa þá er það bara frá-
bært. Ég er reyndar ekki búin að
ákveða hvað fer þarna inn. En ég
er ekki að gera þetta í neinum öðr-
um tilgangi en vegna námsins. Ég
er ekki að fara að selja auglýsingar
og þetta er ekki að fara að vera
fréttaveita. Auðvitað veit maður
svo ekkert hvernig svona þróast.
Eins og með „snappið“, það átti
ekki að vera neitt en sprakk út í
eitthvað rosalegt,“ segir Manuela
og hlær, en fylgjendur hennar á
þeim vettvangi skipta nokkrum
tugum þúsunda.
„Þetta
er léttur og
skemmtilegur
þáttur. Það er
aðeins
fjallað um mig
, hvaðan
ég fékk innblá
stur og
hugmyndir, sv
o er
kynning á fyri
rtækinu
og samstarfin
u.“