Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 28.10.2016, Síða 54

Fréttatíminn - 28.10.2016, Síða 54
H eilsa og lífsstíll beinir kastljósinu að heilsu- samlegum lifnað- arháttum og forvörn- um. Um 14 þúsund manns sóttu sýninguna í fyrra. Sýningin Heilsa og lífstíll er haldin í Hörpu um helgina. Um fjórtán þúsund manns mættu á sýninguna í fyrra og mæltist hún afar vel fyrir. Frítt er inn á sýn- inguna og fjölbreytta fyrirlestra sem í boði verða. Heilsa og lífstíll er fagsýning þar sem sjónum er beint að heilsu- samlegum lifnaðarháttum og forvörnum. Með heilsusamlegum lifnaðarháttum er átt við almenn- ingsíþróttir, hreyfingu og náttúru- lega hreina næringu. Á sýningunni verða fjölmörg fyr- irtæki á þessu sviði með bása og kynna starfsemi sína. Þarna verða heilsuræktarstöðvar, verslanir með útivistarbúnað, heilsulindir, fyrirtæki sem bjóða heilsutengda þjónustu, ýmislegt tengt heilsu- mat og -drykkjum og nýsköpun í heilsu, mat og drykk. Lögð verður áhersla á fræðslu um góðan lífstíl, fjölbreytt fram- boð til íþróttaiðkunnar, góða and- lega líðan, á vitundarvakningu og samvinnu allra hagsmunaaðila hvort sem er í grasrót, fyrirtækja- rekstri eða þar á milli. Þau fyrirtæki sem verða með bása á Heilsu og lífstíl eru World Class, Now, Himnesk hollusta, BAI, Nike, Speedo, Iceherbs, Kj. Kjartansson - Lavera, Saga Med- ica, Anna Rósa grasalæknir, Til hamingju, Íslensk hollusta, Dropi, Ljósið endurhæfing krabba- meinsgreindra, Hilton Reykjavík Spa, Heilsuver, Hleðsla, Hámark próteindrykkur, Kírópraktora- félag Íslands, Eyesland, Sjónlag, Olíulindin, Macron, Össur, Smarty Pants vítamín, Alena ehf., Eins og fætur toga, Balsam, Orkusetrið, Geosilica, Aloe Vera, Mamma veit best, Fisherman, Eríal Pole, Plié dans og heilsa, Einstök matvara, Fjallakofinn og Jóhann Helgi og co. Sýningin er opin frá klukkan 11 til 18 á laugardag og 11 til 17 á sunnudag. Nánari upplýsingar um sýn- inguna má finna á Facebook og á heimasíðunni www.heilsaoglifsstill.net. Fjölbreytt fagsýning um heilsu og lífsstíl Vel heppnuð sýning Um fjórtán þúsund manns sóttu sýninguna Heilsu og lífstíl í fyrra og þótti hún afar vel heppnuð. Kaldpressaður vestfirskur Dropi Jómfrúarolía frá Bolungarvík Unnið í samstarfi við True Westfjords Fyrirtækið True Westfjords var stofnað 2012. Tilraun-ir og þróun hófust 2013 og fiskiolían Dropi kom svo á markað í apríl 2015. „Hugmyndin að framleiðslunni kom út frá þessari gömlu aðferð sjómanna, þeir létu lifur í kassa eða holu fyrir utan hjá sér, létu hana sjálfa renna og settu hana svo á flösku. Þannig sprettur þessi hugmynd, að þetta hljóti að vera besta aðferðin en við færð- um hana í nútímalegra horf,” segir Birgitta Baldursdóttir, ein stofn- enda True Westfjords en hinar tvær eru Sigrún Sigurðardóttir og Anna Sigríður Jörundsdóttir. Fitusýrurnar halda sér Dropi er unninn við mjög lágt hita- stig. „Hann er í raun svokölluð jóm- frúarolía. Hún er bæði kaldpressuð og kaldhreinsuð - sem er ekki það sama - og við erum þær einu hér á landi sem erum að nota þessa að- ferð. Við vitum raunar bara um eitt fyrirtæki í heiminum sem er að gera eitthvað svipað,” segir Birgitta og heldur áfram: „Með þessu fram- leiðsluferli sem við notum þá tapast ekki vítamínin úr olíunni og allar fitusýrur halda sér í upprunalegu formi. Magn vítamína sveiflast töluvert eftir árstíðum en meðal- magnið er gefið upp á umbúðun- um. Þetta er upp úr sjálfbærum fiskstofni og hráefnið er rekjanlegt. Gelatínið í hylkjunum hjá okkur er fiskgelatín þannig að afurðin er 100% fiskafurð. Liturinn og bragðið af olíunni fer eftir því hvað fiskurinn er að borða hverju sinni; getur verið þangbragð, fjörubragð eða skel- fiskbragð, til að mynda.” Dropi í útlöndum Framleiðslan er staðsett í Bolunga- rík þar sem er stærsta smábáta- löndunarstöð á landinu. „Við notum mjög ferskt hráefni sem við kaup- um á markaðnum í næsta húsi og við notum einungis þorsk,” segir Birgitta. Umbúðir Dropa eru dökkt gler og lógóið var hannað af dönsk- um grafískum hönnuði sem kom hingað og hreifst af vörunni. Dropi hefur fengið mikla athygli erlendis og meðal annars hafa tvær erlendar sjónvarpsstöðvar komið í heimsókn að sögn Birgittu. „Svo höfum við fengið gesti sem koma gagngert til þess að heimsækja bæinn sem framleiðir Dropa, einlægir aðdáend- ur.” Dropi er nú fáanlegur, fyrir utan Ísland, í Bandaríkjunum, Hollandi og Danmörku og er á leið á Kanada- markað. Órannsakaðar fitusýrur Það eru til margar rannsóknir á olíu til inntöku og það er ekkert vafamál að hún hefur góð áhrif á heilsuna. „Við viljum meina að ef hún er sem næst sínu upprunalegu formi er það betra fyrir líkamann. Dropi inni- heldur líka fitusýrur sem nú er farið að rannsaka betur, þær hafa ekki verið rannsakaðar hingað til því að þær hafa eyðst vegna ofmeð- höndlunar og gæða hráefnis,” segir Birgitta og bendir á að fyrirlestur verður haldinn um þessar fitusýrur sem hafa afar hátt andoxunargildi á Heilsu og lífstíl í Hörpu um helgina. 2 FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2016HEILSA&LÍFSTÍLL Stofnendur og eigendur True Westfjords Anna Sigríður Jörundsdóttir, Sigrún Sigurðardóttir og Birgitta Baldursdóttir. Mynd | Rut Dropi Kaldpressuð jómfrúarolía frá Bolungarvík. Það eru til margar rannsóknir á olíu til inntöku og það er ekkert vafamál að hún hefur góð áhrif á heilsuna.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.