Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 28.10.2016, Side 62

Fréttatíminn - 28.10.2016, Side 62
Fjölmargir áhugaverðir fyrirlestrar Áhugavert Erla Gerður Sveinsdóttir, læknir og eigandi Heilsuborgar, er ein þeirra sem heldur fyrirlestur á sýningunni Heilsa og lífsstíll í Hörpu um helgina. Fyrirlestrar í Kaldalóni Hörpu á laugardag Kl. 11.30 Þyngdarstjórnun - fag- mennska, fordómar eða féþúfa? - Erla Gerður Sveinsdóttir Kl. 12.00 Hver og hvað ræður hvað þú borðar? - Vandrataða leiðin að hinum gullna meðalvegi - Anna Sigríður Ólafsdóttir Kl. 12.30 Gagnsemi góðgerla, (e. Bacterial probiotics) - Neil E. Levin Kl. 13.00 Fitusýrur fiska - nýjar uppgötvanir? - Ragnar Jóhanns- son Kl. 13.30 D-vítamín - lykill að vellíðan og góðri heilsu. Hvers vegna er helmingur þjóðarinnar með D-vítamínskort? - Anna Þóra Ísfold Kl. 14.30 Upplifun og kynslóðabil - Páll Guðmundsson Kl. 15.00 Reiðhjól er samgöngu- tæki - heilsunnar vegna! - Sess- elja Traustadóttir Kl. 15.30 Heilsa og kírópraktík, hve mikilvægt er stoðkerfið? - Eg- ill Þorsteinsson Kl. 16.00 Heilsuefling og núvit- und, er það eitthvað fyrir þig? - Bryndís Jóna Jónsdóttir Kl. 16.30 Álag gefur orku en streita getur verið lúmsk. Hvar liggja mörkin? - Svava Jónsdóttir M eðal þeirra sem flytja fyrirlestur í Kaldalóni er Erla Gerður Sveins- dóttir, læknir og eig- andi Heilsuborgar. Fyrirlestur hennar ber yfirskriftina: Þyngdarstjórnun - fagmennska, for- dómar eða féþúfa? Erla Gerður er heimilislæknir og lýðheilsufræðingur að mennt og hefur síðasta áratug starfað með einstaklingum við lífsstsíls- breytingar með áherslu á þyngdar- stjórnun og offitumeðferð. Hún hefur starfað í heilsugæslunni, í offituteymi Reykjalundar, verið yf- irlæknir á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði og er einn stofnanda Heilsuborgar. Þar starfar hún nú meðal annars við ráðgjöf og með- ferð í þyngdarstjórnun og offitu í einstaklings- og hópmeðferð. Erla er auk þess formaður Félags fagfólks um offitu. Í erindi sínu fjallar Erla Gerður um samband líkamsþyngdar og heilsu. „Af hverju er svona erfitt að ræða um líkamsþyngd? Hvenær er offita sjúk- dómur? Hvernig á heilbrigðisstarfs- fólk að koma fram við einstaklinga sem eru of þungir? Hvaða meðferð er í dag talin best við þyngdarstjórn- un og offitu? Af hverju eru svona margar leiðir í boði? Hvernig grein- um við hvað er gylliboð og hvað góð meðferð?“ Fleiri áhugaverð erindi eru á boðstólum. Anna Sigríður Ólafs- dóttir, næringarfræðingur og pró- fessor við Háskóla Íslands, flytur fyrirlesturinn: Hver og hvað ræður hvað þú borðar? – vandrataða leiðin að hinum gullna meðalvegi. „Sagt er að meðalmanneskjan taki 200 ákvarðanir tengdar mat og drykk á dag. Hvernig tökum við þessar ákvarðanir og hvað hefur mest áhrif á það hvað við leggjum okkur til munns? í erindinu verður fjallað um áhrifavalda fæðuvals og hvernig matarvenjur þróast frá æsku til fullorðinsára.“ Ragnar Jóhannsson, eðlisefna- fræðingur og ráðgjafi hjá Matís, tal- ar um fitusýrur fiska, Anna Þóra Ísfold, ráðgjafi hjá VitaminDNorth, fjallar um D-vítamín og hvers vegna helmingur þjóðarinnar er með D-vítamínskort. ? Bryndís Jóna Jónsdótt ir, mannauðsstjóri og sérfræðingur í núvitund, fjallar um núvitund og Svava Jónsdóttir, heilsu- og stjórn- endaráðgjafi, talar um mörkin milli álags og streitu. Þá talar Egill Þor- steinsson, formaður Kírópraktora- félags Íslands, um mikilvægi stoð- kerfisins. Páll Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, fjallar um göngur og hina miklu kosti þess að stunda heilbrigða hreyf- ingu sem hægt er að gera hvar sem er, hvenær sem er og með hverjum sem er. Páll hefur leitt lýðheilsustarf Ferðafélagsins síðastliðin tólf ár. Á sýningunni Heilsu og lífstíl í Hörpu verða fjölmargir áhugaverðir fyrirlestrar í boði. Fyrirlestrarnir eru í salnum Kaldalóni á laugardaginn. FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 201610 HEILSA&LÍFSTÍLL ICEHERBS kynnir einstaka línu bætiefna sem innihalda kraft, næringu og hreinleika náttúru Íslands Sjáumst á Heilsu og lífstíl 2016 í Hörpu um helgina G D F H Ö N N U N MAGNESÍUM með fjallagrösum magnesíum hreinsandi MJÓLKURÞISTILL með fjallagrösum

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.