Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 28.10.2016, Qupperneq 62

Fréttatíminn - 28.10.2016, Qupperneq 62
Fjölmargir áhugaverðir fyrirlestrar Áhugavert Erla Gerður Sveinsdóttir, læknir og eigandi Heilsuborgar, er ein þeirra sem heldur fyrirlestur á sýningunni Heilsa og lífsstíll í Hörpu um helgina. Fyrirlestrar í Kaldalóni Hörpu á laugardag Kl. 11.30 Þyngdarstjórnun - fag- mennska, fordómar eða féþúfa? - Erla Gerður Sveinsdóttir Kl. 12.00 Hver og hvað ræður hvað þú borðar? - Vandrataða leiðin að hinum gullna meðalvegi - Anna Sigríður Ólafsdóttir Kl. 12.30 Gagnsemi góðgerla, (e. Bacterial probiotics) - Neil E. Levin Kl. 13.00 Fitusýrur fiska - nýjar uppgötvanir? - Ragnar Jóhanns- son Kl. 13.30 D-vítamín - lykill að vellíðan og góðri heilsu. Hvers vegna er helmingur þjóðarinnar með D-vítamínskort? - Anna Þóra Ísfold Kl. 14.30 Upplifun og kynslóðabil - Páll Guðmundsson Kl. 15.00 Reiðhjól er samgöngu- tæki - heilsunnar vegna! - Sess- elja Traustadóttir Kl. 15.30 Heilsa og kírópraktík, hve mikilvægt er stoðkerfið? - Eg- ill Þorsteinsson Kl. 16.00 Heilsuefling og núvit- und, er það eitthvað fyrir þig? - Bryndís Jóna Jónsdóttir Kl. 16.30 Álag gefur orku en streita getur verið lúmsk. Hvar liggja mörkin? - Svava Jónsdóttir M eðal þeirra sem flytja fyrirlestur í Kaldalóni er Erla Gerður Sveins- dóttir, læknir og eig- andi Heilsuborgar. Fyrirlestur hennar ber yfirskriftina: Þyngdarstjórnun - fagmennska, for- dómar eða féþúfa? Erla Gerður er heimilislæknir og lýðheilsufræðingur að mennt og hefur síðasta áratug starfað með einstaklingum við lífsstsíls- breytingar með áherslu á þyngdar- stjórnun og offitumeðferð. Hún hefur starfað í heilsugæslunni, í offituteymi Reykjalundar, verið yf- irlæknir á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði og er einn stofnanda Heilsuborgar. Þar starfar hún nú meðal annars við ráðgjöf og með- ferð í þyngdarstjórnun og offitu í einstaklings- og hópmeðferð. Erla er auk þess formaður Félags fagfólks um offitu. Í erindi sínu fjallar Erla Gerður um samband líkamsþyngdar og heilsu. „Af hverju er svona erfitt að ræða um líkamsþyngd? Hvenær er offita sjúk- dómur? Hvernig á heilbrigðisstarfs- fólk að koma fram við einstaklinga sem eru of þungir? Hvaða meðferð er í dag talin best við þyngdarstjórn- un og offitu? Af hverju eru svona margar leiðir í boði? Hvernig grein- um við hvað er gylliboð og hvað góð meðferð?“ Fleiri áhugaverð erindi eru á boðstólum. Anna Sigríður Ólafs- dóttir, næringarfræðingur og pró- fessor við Háskóla Íslands, flytur fyrirlesturinn: Hver og hvað ræður hvað þú borðar? – vandrataða leiðin að hinum gullna meðalvegi. „Sagt er að meðalmanneskjan taki 200 ákvarðanir tengdar mat og drykk á dag. Hvernig tökum við þessar ákvarðanir og hvað hefur mest áhrif á það hvað við leggjum okkur til munns? í erindinu verður fjallað um áhrifavalda fæðuvals og hvernig matarvenjur þróast frá æsku til fullorðinsára.“ Ragnar Jóhannsson, eðlisefna- fræðingur og ráðgjafi hjá Matís, tal- ar um fitusýrur fiska, Anna Þóra Ísfold, ráðgjafi hjá VitaminDNorth, fjallar um D-vítamín og hvers vegna helmingur þjóðarinnar er með D-vítamínskort. ? Bryndís Jóna Jónsdótt ir, mannauðsstjóri og sérfræðingur í núvitund, fjallar um núvitund og Svava Jónsdóttir, heilsu- og stjórn- endaráðgjafi, talar um mörkin milli álags og streitu. Þá talar Egill Þor- steinsson, formaður Kírópraktora- félags Íslands, um mikilvægi stoð- kerfisins. Páll Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, fjallar um göngur og hina miklu kosti þess að stunda heilbrigða hreyf- ingu sem hægt er að gera hvar sem er, hvenær sem er og með hverjum sem er. Páll hefur leitt lýðheilsustarf Ferðafélagsins síðastliðin tólf ár. Á sýningunni Heilsu og lífstíl í Hörpu verða fjölmargir áhugaverðir fyrirlestrar í boði. Fyrirlestrarnir eru í salnum Kaldalóni á laugardaginn. FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 201610 HEILSA&LÍFSTÍLL ICEHERBS kynnir einstaka línu bætiefna sem innihalda kraft, næringu og hreinleika náttúru Íslands Sjáumst á Heilsu og lífstíl 2016 í Hörpu um helgina G D F H Ö N N U N MAGNESÍUM með fjallagrösum magnesíum hreinsandi MJÓLKURÞISTILL með fjallagrösum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.