Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 24.11.2016, Side 16

Fréttatíminn - 24.11.2016, Side 16
16 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 24. nóvember 2016 „Það er uggur og ótti í fólki. Það hefur lengi verið þung undir- alda í gangi sem skaust upp á yfirborðið í síðustu viku og er að koma aftur upp núna,“ segir Ragnar Þór Pétursson, trúnað- armaður kennara við Norðlinga- skóla. Ragnar Þór er einn af þeim tólf kennurum sem sögðu starfi sínu lausu í gær, miðvikudag. „Ég veit að fleiri eru með bréf tilbúin en flestir eru að bíða og halda í von- ina. Eins og flestir muna þá voru kennarar notaðir sem blórabögg- ull fyrir síðast launaskrið, það var gefið í skyn að kennarar hefðu feng- ið mjög rækilega launahækkun árið 2013 en sú launahækkun var að stórum hluta keypt með meiri vinnu og var því í raun ekki launa- hækkun. Á þessum þremur árum höfum við svo dregist aftur úr í launum en þurfum samt að kvitta upp á að launin verði áfram lág til að viðhalda friði og stöðugleika á vinnumarkaði.“ Kennarar brenna út Ragnar segir baráttuna fyrst og fremst snúast um launin en auk þess hafi síðustu hækkanir verið keyptar með meiri vinnu. Sú yfir- vinna sé núna að skila sér í allt of miklu álagi með tilheyrandi veik- indum kennara. „Það hefur blasað við í mörg ár að stéttin er ekki að endurnýja sig og við sáum fram á mjög alvar- legan kennaraskort strax árið 2013. Samningurinn sem kennarar gerðu þá var mjög umdeildur en þar var aðalatriðið það að elstu kennararn- ir tóku að sér að kenna miklu fleiri stundir en þeir höfðu gert fram að því. Þeir kennarar sem ekki skrif- uðu upp á það fengu ekki hækkan- ir og eru því verst launaðir í dag. Í raun og veru fjármögnuðu elstu kennararnir hækkanirnar síðast með meiri vinnu. Það er að koma Kennarar eru að brenna út í bakið á okkur núna með veikind- um kennara. Það hefur sýnt sig í Reykjavík þar sem langtímaveik- indi hafa aukist stórkostlega. Fólk er einfaldlega að gefast upp und- an álagi og það þarf ekki marga kennarar í veikindaleyfi í einum skóla til að álagið verði miklu meira álag á alla. Rannsóknir hafa sýnt að það tekur ungan kennara örfá ár að brenna út sem getur að hluta til verið ástæða þess hversu illa gengur að halda í unga fólkið. En svo geta gamalgrónir kennarar líka brunnið út á ógnarhraða ef aðstæð- urnar verða yfirþyrmandi og það er að gerast út um allan bæ.“ Mikið af nemendum í vanda Ragnar segir niðurskurð eftir efna- hagshrunið ekki einungis hafa bitn- að á kennurum heldur einnig nem- endum. „Hrunið bitnaði mjög illa á ákveðnum þjóðfélagshópum. Þau vandamál hafa skilað sér á einn eða annan hátt inn í skólana og sérstak- lega vegna þess að sveitarfélögin brugðust við hruninu með því að skera niður allt sem mögulega var hægt að skera niður, þar á meðal stuðning við nemendur í vanda. Þannig að þetta blandast þarna allt saman, efnahagshrunið, hár með- al aldur stéttarinnar og lítil endur- nýjun. Staðan hefur ekki verið jafn alvarleg í mörg ár.“ „Fólk er einfaldlega að gef- ast upp undan álagi og það þarf ekki marga kennara í veikindaleyfi í einum skóla til að álagið verði miklu meira álag á alla.“ Mikill hiti var í kennurum við Norðilingaskóla þegar Fréttatíminn mætti á staðinn á þriðju- dag. Í gær, miðvikudag, sögðu tólf kennarar við skólann starfi sínu lausu. Ragnar Þór segir alvarlegan kennaraskort hafa blasað við síðan 2013. Hann er einn þeirra tólf kennara sem sögðu upp í gær, miðvikudag.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.