Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 24.11.2016, Qupperneq 16

Fréttatíminn - 24.11.2016, Qupperneq 16
16 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 24. nóvember 2016 „Það er uggur og ótti í fólki. Það hefur lengi verið þung undir- alda í gangi sem skaust upp á yfirborðið í síðustu viku og er að koma aftur upp núna,“ segir Ragnar Þór Pétursson, trúnað- armaður kennara við Norðlinga- skóla. Ragnar Þór er einn af þeim tólf kennurum sem sögðu starfi sínu lausu í gær, miðvikudag. „Ég veit að fleiri eru með bréf tilbúin en flestir eru að bíða og halda í von- ina. Eins og flestir muna þá voru kennarar notaðir sem blórabögg- ull fyrir síðast launaskrið, það var gefið í skyn að kennarar hefðu feng- ið mjög rækilega launahækkun árið 2013 en sú launahækkun var að stórum hluta keypt með meiri vinnu og var því í raun ekki launa- hækkun. Á þessum þremur árum höfum við svo dregist aftur úr í launum en þurfum samt að kvitta upp á að launin verði áfram lág til að viðhalda friði og stöðugleika á vinnumarkaði.“ Kennarar brenna út Ragnar segir baráttuna fyrst og fremst snúast um launin en auk þess hafi síðustu hækkanir verið keyptar með meiri vinnu. Sú yfir- vinna sé núna að skila sér í allt of miklu álagi með tilheyrandi veik- indum kennara. „Það hefur blasað við í mörg ár að stéttin er ekki að endurnýja sig og við sáum fram á mjög alvar- legan kennaraskort strax árið 2013. Samningurinn sem kennarar gerðu þá var mjög umdeildur en þar var aðalatriðið það að elstu kennararn- ir tóku að sér að kenna miklu fleiri stundir en þeir höfðu gert fram að því. Þeir kennarar sem ekki skrif- uðu upp á það fengu ekki hækkan- ir og eru því verst launaðir í dag. Í raun og veru fjármögnuðu elstu kennararnir hækkanirnar síðast með meiri vinnu. Það er að koma Kennarar eru að brenna út í bakið á okkur núna með veikind- um kennara. Það hefur sýnt sig í Reykjavík þar sem langtímaveik- indi hafa aukist stórkostlega. Fólk er einfaldlega að gefast upp und- an álagi og það þarf ekki marga kennarar í veikindaleyfi í einum skóla til að álagið verði miklu meira álag á alla. Rannsóknir hafa sýnt að það tekur ungan kennara örfá ár að brenna út sem getur að hluta til verið ástæða þess hversu illa gengur að halda í unga fólkið. En svo geta gamalgrónir kennarar líka brunnið út á ógnarhraða ef aðstæð- urnar verða yfirþyrmandi og það er að gerast út um allan bæ.“ Mikið af nemendum í vanda Ragnar segir niðurskurð eftir efna- hagshrunið ekki einungis hafa bitn- að á kennurum heldur einnig nem- endum. „Hrunið bitnaði mjög illa á ákveðnum þjóðfélagshópum. Þau vandamál hafa skilað sér á einn eða annan hátt inn í skólana og sérstak- lega vegna þess að sveitarfélögin brugðust við hruninu með því að skera niður allt sem mögulega var hægt að skera niður, þar á meðal stuðning við nemendur í vanda. Þannig að þetta blandast þarna allt saman, efnahagshrunið, hár með- al aldur stéttarinnar og lítil endur- nýjun. Staðan hefur ekki verið jafn alvarleg í mörg ár.“ „Fólk er einfaldlega að gef- ast upp undan álagi og það þarf ekki marga kennara í veikindaleyfi í einum skóla til að álagið verði miklu meira álag á alla.“ Mikill hiti var í kennurum við Norðilingaskóla þegar Fréttatíminn mætti á staðinn á þriðju- dag. Í gær, miðvikudag, sögðu tólf kennarar við skólann starfi sínu lausu. Ragnar Þór segir alvarlegan kennaraskort hafa blasað við síðan 2013. Hann er einn þeirra tólf kennara sem sögðu upp í gær, miðvikudag.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.