Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 03.12.2016, Page 30

Fréttatíminn - 03.12.2016, Page 30
30 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 3. desember 2016 Ef eitthvað er að marka tískupallana þá er nýjasta trendið víðar og útvíðar buxur. Níð-þröngar og niður- þröngar buxur hafa verið allsráðandi síðustu ár og má því ætla að margir taki víðu sniðunum fagnandi. Buxurnar eru af öllum stærðum og gerðum en eitt eiga þær sameiginlegt, þær eru víðar og útvíðar. Sumar svo útvíð- ar að annað eins hefur ekki sést frá því á sjöunda áratugnum, á þeim tíma þegar ekki nokkur maður kannað- ist við niðurþröngar buxur. Útvíðu buxurnar urðu svo vinsælar að þær héldu velli fram yfir diskó- tímabilið og langt fram á áttunda áratuginn þegar power-dragtin með vel sniðnum og herralegum buxum tók völdin. Og hafa ekki sést síðan, fyrr en núna. Sterkustu áhrifin er án efa að finna hjá ítalska tískuhúsinu Gucci, þar sem sjöundi áratugur- inn hefur algjörlega tekið völdin. Hjá öðrum tískuhúsum eru línurn- ar ekki alveg jafn skírar en þrátt fyrir að enn glitti í þröngar buxur eru víðar og síðar buxur í fljótandi efn- um greinilega það sem koma skal. Það var tískuí- konið Coco Chanel sem færði okkur víðar kven- mannsbux- ur fyrst allra hönnuða á þriðja áratugnum. Víðar, lauslegar og þægilegar buxur í náttfatastíl urðu fljótlega aðalsmerki hennar og hinnar frjálsu og nútíma- legu konu sem hafði þá nýlega sagt skilið við níðþröngt og hamlandi korsilettið. Gott ef við eigum ekki líka eftir að anda léttar í víðu buxunum. Loksins víðar buxur! Angel 6.100 kr. Glæsilegt skart frá Ítalíu Laugavegi 15 og Kringlunni – sími 511 1900 – www.michelsen.is Bella 6.100 kr. Bella 10.400 kr. Angel 7.400 kr. WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900 VERÐ FRÁ 255.000.- Í VIKU MEXICO ALLT ÁRIÐ PLAYA DEL CARMEN Þú ferð þegar þú vilt eins lengi og þú vilt Pálmatré, hvítar strendur og kristaltær sjór. Karíbahafið eins langt og augað eygir. Þar má auk þess sjá Maya pýramída, frumskóg, tær lón og neðanjarðarhella, veitingahús, verslanir og næturlíf. Þú finnur allt i Playa Del Carmen. Er þetta aðeins hluti af því fjölmörgu í þessu stórbrotna umhverfi sem heillar ferðamanninn. Rétt utan við ströndina er svo næst stærsta kóralrif heims með öllum sínum litaafbrigðum og ótrúlegum fjölda fiska í öllum regnbogans litum. Við bjóðum uppá glæsilegt 4*hótel og allt innifalið, yfir 40 atriði Munndreifitöflur 250 mg Pinex® Smelt H V ÍT A H Ú S IÐ / A ct av is 5 11 07 2 þann 8. desember Blaðauki um netverslanir auglysingar@frettatiminn.is | 531 3310

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.