Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 03.12.2016, Side 38

Fréttatíminn - 03.12.2016, Side 38
38 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 3. desember 2016 Ég verð alltaf jafn hissa þegar ég spjalla við fólk sem þarf að aka langar vegalengdir eða sinna einhæfum störfum og kemst að því að það hlustar ekki á hlað- vörp til þess að stytta sér stundir. Svo djúpt er ég sokkin að ég á orðið erfitt með að sinna verkum sem krefjast ekki mannlegra samskipta án þess að vera með malandi hlaðvarpsraddir í þráð- lausu heyrnartækjunum. Berglind Björk Halldórsdóttir ritstjorn@frettatiminn.is Undanfarið hef ég verið mikið í því að búa um rúm og þrífa her- bergi eftir íveru ferðamanna. Það er ágætis búbót en hvorki sérlega skemmtileg iðja né auðgandi fyrir andann. Þegar við bætast almenn heimilisstörf og önnur leiðindi að vinnu lokinni geta brúnirnar verið fljótar að þyngjast. Það er hægt að lífga upp á daginn með reglulegum innlitum á samfélagsmiðla en þar til ég kynntist hlaðvörpum fannst mér skorta verulega á dýptina. Ég nenni ekki lengur að hlusta á yfir- borðskennt kurteisishjal dægur- málaþátta eða pólitískt þras frétta- tíma. Nú hlusta ég tímunum saman á fólk sem fellir grímuna á bakvið upptökutækið, talar af óheflaðri og óritskoðaðri ástríðu um það sem það hefur áhuga á og gaman af og skellir því á netið í formi streym- andi hljóðskráa. Öldur þessa nýja ljósvaka hafa fært mikla gleði og birtu inn í hvers- dagsleikann og nú skelli ég oft á tíðum upp úr við klósettþrifin og fæ gæsahúð við þvottafráganginn. Umferðin fer ekki í taugarnar á mér lengur, biðröðin við kassann í mat- vöruversluninni er allt of stutt og ég sit stundum áfram í bílnum fyrir framan húsið mitt þar til heimilis- fólkið fer að vinka mér í glugganum. Ég lít ekki á hlustunina sem tímasó- un og innantóma afþreyingu held- ur frábæra nýtingu á annars van- nýttum tíma. Í gegnum leiftrandi fyndna og klára persónuleika má fræð- ast og fá góða til- finningu fyr- ir samfélaginu, heimsmálunum, menningunni og alls konar furðuhlutum eftir smekk hvers og eins. Það eru vel yfir hundrað þúsund virkar hlaðvarpsþáttaraðir í boði á ensku og tugir íslenskra. Ótalinn er gríðarlegur fjöldi þáttaraða sem hafa runnið sitt skeið en það má finna ýmsa fjársjóði með því að hlusta aftur í tímann. Ég hef ekki enn nema rétt gárað yfirborðið og birti hér einungis lista yfir þau hlaðvörp og hlaðvarpsflokka sem ég hlusta mest á í augnablikinu og endurspegla mín eigin hugðar- efni (engar íþróttir eða pólitík) en að sjálfsögðu má finna og nálgast þáttaraðir um allt milli himins og jarðar með leit í podcast smáforrit- um. Einnig er hægt er að fá góðar ábendingar í hlaðvarpshópum á fésbókinni. Gleðilega hlustun. Hlaðvarp Frábær nýting á vannýttum tíma EFTIR AÐ BERGLIND BJÖRK HALLDÓRSDÓTTIR UPPGÖTVAÐI ÞENNAN NÝJASTA LJÓSVAKA SKELLIR HÚN UPP ÚR VIÐ KLÓSETTÞRIF, FÆR GÆSAHÚÐ VIÐ ÞVOTTAFRÁGANG OG ELSKAR AÐ BÍÐA Í BIÐRÖÐUM. Viðtöl WTF with Marc Maron er gamalgróið og virt hlaðvarp en grínistinn og rithöfundurinn Marc Maron er skemmtilegur spyrjandi sem hefur einstakt lag á því að fá fræga gesti til þess að slaka á og opna sig meira en þeir gera í viðtölum við aðra miðla. Meira að segja fráfarandi forseti Bandaríkjanna hefur komið og veitt viðtal í bílskúrnum heima hjá hon- um í Los Angeles þar sem hann tekur upp þættina. Marc er hreinskilinn og heimspekilegur og skammast sín ekkert þótt það komi fyrir að hann tárist með viðmælendum sínum þegar þannig blæs í seglin. Áhugavarpið með Ragnari Hans- syni kvikmyndaleikstjóra er dæmi um góðan viðtalsþátt sem gerður er hér á landi. Þetta var einn af fyrstu þáttun- um sem fóru í gang á hlaðvarpsþjón- ustunni Alvarpinu og ræðir hann í þeim „við áhugavert fólk um áhuga af áhuga“ eins og upphafsorð hvers þátt- ar hljóða. Vísindi og fróðleikur Stuff you Should Know eru stuttir og heillandi þættir sem leitast við að útskýra á einfald- an hátt allt sem þú vissir ekki að þú hefðir áhuga á að vita um. Þarna má meðal annars finna umfjallanir um þrívíddar- prentun, marglyttur, snáka- temjara, fellibylji, loftbelgi, pez-karla, bréfdúfur, kóngulær og brenninetlur, svo eitthvað sé nefnt. Hlaðvarpið er hluti af fræðslusíðunni Howstuffworks. com sem birtir greinar, mynd- bönd og önnur hlaðvörp sem varpa ljósi á það hvernig heimurinn virkar. Mynd | Rut 7.999 kr. BRISTOL f rá T í m a b i l : d e s e m b e r 2 0 1 6 - f e b rú a r 2 0 1 7 7.999 kr. BERLÍN f rá T í m a b i l : d e s e m b e r 2 0 1 6 - m a rs 2 0 1 7 9.999 kr. AMSTERDAM f rá T í m a b i l : d e s e m b e r 2 0 1 6 - m a í 2 0 1 7 9.999 kr. DUBLIN f rá T í m a b i l : j a n ú a r - m a í 2 0 1 7 7.999 kr. EDINBORG f rá T í m a b i l : d e s e m b e r 2 0 1 6 - m a rs 2 0 1 7 5.999 kr. STOKKHÓLMUR f rá T í m a b i l : j a n ú a r - a p r í l 2 0 1 7 Halló Evrópa! *Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.