Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 03.12.2016, Síða 44

Fréttatíminn - 03.12.2016, Síða 44
44 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 3. desember 2016 Gísl i Sig urðsson, einn af starfsmönnum Stofnunar Árna Magnússonar, skrifar eins og fleiri höfundar í bókinni nokkrar stuttar greinar í hana. Í einni þeirra skoðar hann sögur Vestur-Íslendinga sem safnað var á segulband vetrarlangt um miðjan áttunda áratug síðustu aldar af hjónunum Hallfreði Erni Eiríkssyni og Olgu Maríu Franz- dóttur. „Ef maður setur upp kynjagler- augu kemur í ljós að upptökurnar sem þau gerðu á þessum tíma sýna fram mjög mismunandi áhugasvið kynjanna. Karlarnir tala mikið um veruleikann utan heimilisins, veiði- ferðir, svaðilfarir og skrítna karla, en konurnar eru miklu meira með sínar sögur bundnar við fjölskyldu- lífið, dulræna þætti, sáluhjálp, hjú- skap og barnauppeldi. Kynbundinn munur var því greinilegur í sögun- um. Kannski hefur líka hjálpað að þarna var kona með í för til að safna sögunum og þess vegna hafi þær orðið margbreytilegri, því eins og hver sagnamaður eða sagnakona veit þá eru sögur aðlagaðar eftir því hver á að hlusta á þær.“ Þetta telur Gísli til merkis um að eldri bókmenntir megi lesa með þetta í huga. „Ég hef auðvit- að verið að rýna í Eddukvæðin og Íslendingasögurnar innblásinn af fræðum Helgu Kress um að konur segðu öðruvísi frá en karlar. Ég fór að vinna með þá hugmynd hvort hægt væri að skýra muninn í Edd- ukvæðunum til dæmis með þess- um muni á frásögnum kynjanna. Mér sýnist enn að þar séum við með tvenns konar sýn eða túlkun á söguþræði hetjusagnanna sem Edd- ukvæðin geyma. Karlarnir finni sig í hópi þeirra sem halda á sverðun- um en síðan er sagan stundum sögð frá sjónarhóli kvennanna sem eru að missa maka sína, syni og feður í þessum átökum. Við eigum því að lesa fornsög- ur og forn kvæði með þetta í huga að þær eru ekki allar skrifaðar frá sama sjónarhorni. Það þarf ekki endilega að vera að sá sem segi söguna eða skrái hana sé karl eða kona, heldur geta sögurnar verið ýmist skrifaðar inn í kvenlegra eða karllegra umhverfi. Einstaklingur- inn lagar sig að áheyrendunum.“ Söngva-Borga og Galdra-Manga Sögur í Vesturheimi Kvæðamenn voru á öldum áður skemmtikraftar síns tíma og jafn- vel fréttaveitur sveitanna í leiðinni. Þeir ferðuðust frá bæ til bæjar og skemmtu með rímnasöng sínum. Ef grannt er skoðað er líka að finna í hópi kvæðamanna konur sem kunnar voru fyrir söng sinn. Guð- rún Laufey Guðmundsdóttir ritar um tvær þeirra í nýju bókinni. „Ég vel mér tvær forvitnilegar konur til að segja frá. Önnur þeirra er Vilborg Jónsdóttir sem kölluð var Söngva-Borga. Hún var úr stöndugri fjölskyldu, móðursystir Guðbrands Þorlákssonar biskups. Vilborg fór ótroðnar og grýttar slóðir í líf- inu. Hún var dóttir sýslumanns og í Sýslumannsæfum segir að „hún giptist eigi, en átti barn með drengstetri, varð seinast úti.“ Þessi heimilslausa kona ferðaðist frá bæ til bæjar og launaði fyrir sig með söng en verður svo úti á milli bæja. Þetta sýnir að stundum varð ævin allt önnur en til var ætlast og alls konar fólk gat flosnað upp og farið á vergang,“ segir Guðrún Laufey. Söngva-Borga varð rithöfundinum Jóni Trausta síðar efni í sögulegri skáldsögu sem gerðist þegar hún var uppi á fyrri hluta 16. aldar. „Hins vegar beini ég sjónum að Margréti Þórðardóttur,“ segir Guðrún Laufey. „Margrét skráist á spjöld sögunnar ekki síst vegna þess að hún dregst inn í galdrafár síns tíma. Hún fékk viðurnefnið Galdra-Manga og um hana eru miklar þjóðsagnir. Faðir hennar var brenndur fyrir galdra og sjálf var hún ofsótt um allt land fyrir þá. Þegar lýst er eftir henni á Alþingi segir í Alþingisbókum: „Vel að meðalvexti, ljósleit, kinnbeinahá, léttfær og skynsöm í máli. Kveður nærri kvenna best.“ Síðar er hún hreinsuð af ásökunum, giftist og varð langlíf. Með þessum hætti verður maður stundum að lesa á milli línanna til að grafa upp frásagnir af tónlistar- lífi fyrri alda og hvað þá að finna konur sem hafa auðvitað líka farið með kveðskap á milli bæja og sung- ið rímur.“ Úr greininni Kvenþjóð eftir Guðrúnu Nordal, forstöðumann Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum: Orð eru til alls fyrst. Orð ramma inn hugsanir okkar og því þarf sífellt að smíða ný orð til að fanga nýja hugsun, nýjar aðferðir og nýj- ar hugmyndir. Ég hef lengi verið hugsi yfir orðinu kvenþjóð sem virðist fyrst notað í ritmáli um miðja 19. öld. Orðið kemur fyrst fyrir á tíma sjálfstæðisbaráttunn- ar og velta má fyrir sér hvort það sýni djúpstæða aðgreiningu á kynjunum þegar hin þjóðernislega skilgreining á þjóðinni varð til. Um hvaða þjóð er verið að tala? Var litið á konur sem sérstakan þjóð- flokk, og tilheyrði þeim hópi allar konur hvar svo sem þær væru fæddar í heiminum? Kerling við Drangey. Svavar Sigmunds- son skrifar um konur og kerlingar í landslagi, sem vitanlega eru fjöl- margar. Mynd | Trausti Jóel Svona var fjallkonan árið 1866. Hallfreður Örn Eiríksson og Olga María Franzdóttir í Vesturheimi, en þar söfn- uðu þau sögum Vestur-Íslendinga. Sögurnar voru ólíkar eftir því hvort karlar eða konur sögðu þær. Mynd | Hari Mynd | Hari Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is laugardag kl. 11–16, sunnudag kl. 12–16, mánudag kl. 10–17 og þriðjudag kl. 10–17 Jóhannes S. Kjarval Louisa Matthíasdóttir Uppboð í 20 ár Forsýning á verkunum í Gallerí Fold mánudaginn 5. desember og þriðjudaginn 6. desember kl. 18 Jólauppboð í Gallerí Fold

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.