Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 03.12.2016, Blaðsíða 54

Fréttatíminn - 03.12.2016, Blaðsíða 54
54 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 3. desember 2016 Þú hefur tíma fyrir þessar bækur Þessi texti er 140 slög, eins og gott tíst. Bækur eru langar og lestur bóka tekur tíma, lengri tíma en að lesa tíst. Hér eru #nokkrarstuttar. Takk fyrir að láta mig vita Smásögur eftir Friðgeir Einarsson. Sviðslistamaðurinn Friðgeir býður í sinni fyrstu bók upp á smámyndir úr daglegum veruleika víða um lönd. Hversdagsleikinn er margslung nari en margur heldur og það sannast hér. Sögurnar lifa með manni og margt liggur milli línanna á þessum 144 blaðsíðum. Kompa Skáldsaga eftir Sigrúnu Pálsdóttur. Ung fræðikona vinnur að doktorsritgerð en uppgötvar að hún er byggð á sandi. Hún hrekst heim til Íslands og tekur upp þráðinn í samskiptum sínum við ýmsa í lífi sínu. Bók er oft dálítið dularfull, fjölbreytt í stíl og því gott að lesa hana hægt og njóta stílbragðanna. Hún er 168 bls. Ránið á Húnboga Höskulds syni alþingismanni Skáldsaga eftir Ófeig Drengsson. Nokkrir vinir eru að drekka bjór í miðbænum áður en þeir halda í veiðiferð vestur á firði. Á leiðinni bjóða þeir Húnboga Höskuldssyni, þingmanni Framsóknarflokks- ins, far heim en ákveða svo að sleppa honum ekki. Þeir vilja heldur rökræða pólitík við þingmanninn. 82 bls. Ljón norðursins Ævisaga eftir Bjarka Bjarnason Ævisögur geta verið forvitnilegar og skemmtilegar, sérstaklega um forvitnilegt fólk. Leó Árnason (1912- 1995) var svo forvitnilegur að hann tók sér lista- mannsnafnið Ljón norðursins. Hann auðgaðist á viðskiptum en snéri sér svo að listinni af fullum þunga. Nóg af myndum á 120 síðum. Samskiptaboðorðin Handbók eftir Aðalbjörgu Stefaníu Helgadóttur. Það er nauðsynlegt að átta sig á því hvernig við höfum samskipti. Hér er þessum samskiptum lýst og aðferð- ir settar fram sem gætu bætt þau, en eins og við vitum hefur fátt meiri áhrif á líðan okkar en einmitt sambandið við annað fólk. Þetta er gert upp á 184 síðum. Hestvík Skáldsaga eftir Gerði Kristnýju. Í sumarbústaðalandi í Grafningnum kemur fólk til að vera í friði með minningar sínar og leyndarmál á meðan dagarnir styttast. Gerður Kristný fjallar í þessari þriðju skáldsögu sinni fyrir fullorðna um skilin milli barnæsku og fullorðinsára og hvernig við upplifum æsku okkar. 163 bls. Draumrof Skáldsaga eftir Úlfar Þormóðsson. Hvað gerir maður þegar fyrrum vinur manns skrifar bók um atvik úr lífi manns? Í þessari bók ákveður söguhetjan að brjótast inn í tölvu rithöfundarins og upplýsa lesandann um hvað hann finnur þar. Jafn- framt því er best að segja satt og rétt frá eigin ævi. Segja frá velgengni og falli, óbærilegum harmi og djúpstæðri sátt. 157 bls. Sonnettan Skáldsaga eftir Sigurjón Hjartarson. „Land, þjóð og tunga – þrenning sönn og ein,“ segir í frægri sonettu skáldsins Snorra Hjartarsonar. Sigur- jón Magnússon veltir fyrir sér hvernig þessi orð ríma við fjölmenningu dagsins í dag. Deilur um þetta verða svo miklar innan menntaskólans þar sem söguhetjan Tómas starfar að hann hrökklast úr starfi og alla leið til Spánar. Á Spáni stækkar spurningin um hvað sé til í orðunum úr sonettunni í huga Tómasar. 160 bls. Sturlugötu 5, 101 Reykjavík, Sími: 5517030, www.nordichouse.is Höfundakvöld Katarina Frostenson 5. desember kl. 19:30 Katarina Frostenson hefur um árabil verið meðal virtustu ljóðskálda Norðurlanda. Hún hlaut nýlega Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2016 fyrir ljóða­ bókina Sånger och formler. Hún hefur frá árinu 1992 verið meðlimur í Sænsku akademíunni og tekur þar með þátt í vali á handhafa Nóbelsverðlaunanna í bókmenntum ár hvert. Frá haustinu 2015 hefur Norræna húsið staðið mánaðarlega fyrir höfundakvöldum með spennandi norrænum höfundum. Veitingastaðurinn Aalto Bistro hefur opið fyrir matargesti og býður upp á ljúffengan kvöldverð og smárétti. Streymt verður frá viðburðinum frá www.nordichouse.is Dagskráin fer fram á sænsku. Allir velkomnir, aðgangur ókeypis. Höfundur sigurverks Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2016 L E D L Ý S I N G Í S K Ó L A , Í Þ R Ó T TA H Ú S O G H E I M I L I LUDVIKSSON EHF - LEDLJÓS www.ledljós.is S; 565 8911 - 867 8911 ludviksson@ludviksson.com LEDLJÓS SPAR A ALLT AÐ 80 - 92% ORKU Gæði - Ábyrgð 3-8 ár - Bestu verðin Ludviksson_Mbl 16052016.indd 1 16.5.2016 10:58:32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.