Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 03.12.2016, Blaðsíða 56

Fréttatíminn - 03.12.2016, Blaðsíða 56
56 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 3. desember 2016 Nammi sem þjóðin saknar Margir eftirlætis molar þjóðarinnar hafa horfið úr hillum verslana og er mikill söknuður í hjörtum þjóðarinnar. Frétta­ tíminn fór í rannóknar­ leiðangur og tók saman eftir­ lætis týndu mola þjóðarinnar. Tromp Hver elskar ekki silki­ mjúkt súkkulaði með ljúfu marsipani og lakkrís? Tromp hvarf úr hillunum fyrir stuttu og er þjóðin í sorg. Skólajógúrt Jógúrt með lakkrísbragði, það verður ekki betra. Umbúðirn­ ar gefa flestum börnum sem fædd eru á tíunda áratugnum nostalgíu sæluhroll. Sítrónusvali Fallega sítrónan sem prýddi svala­ fernu Sítrónusvala hvarf fyrir nokkrum árum. Íslendingar syrgja að svala sér á heitum sumardegi með súrum ísköldum Sítrónusvala, fullum af sykri. Bleiku brjóstsykrarnir Súrir að utan, sterkir að innan. Þjóðin græt­ ur þennan fullkomna gullmola. Töggur Karamella með allskyns bragði sem töggur er í. Hi-C Besti drykkurinn fyrir þá sem elska sykurdrykki. Enginn furða að hans sé sárt saknað. Hið hefðbundna heimboð forseta Íslands til Bessastaða á fullveld­ isdaginn fór fram í vikunni. Glatt var á hjalla og var þetta í fyrsta skipti sem Guðni Th. forseti tekur á móti þingmönnum á fullveld­ isdaginn. Einhverjir viðstaddra tóku ljós­ myndir af gleðinni, þar á með­ al þessa mynd sem virðist þó hafa valdið einhverjum óánægju og hneykslun. Á myndinni sést þingmaður Pírata, Ásta Guðrún Helgadóttur, gera að gamni sínu án vitundar Guðna Th. og gera kanínueyru með fingrunum bak við forstetann. Þeir Guðni Th. og Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri Grænna virtust ekki taka eftir neinu. Deila má um hvort háttalag þingkonunn­ ar hafi verið fyndið eða dónalegt. Sitt sýnist hverjum. | bg Píratapönk á Bessastöðum Ásta Guðrún gerir kanínumerki fyrir aftan forsetann. Birna Guðmundsdóttir birna@frettatiminn.is Okkur finnst að það sé vöntun á tengingu og nánd. Maður eru að setja sig á svið á mörg­ um stöðum og oft mismunandi útgáfur af sjálfum sér. Það er vöntun á alvöru tengingu í þeim heimi sem við lifum í í dag. Við erum alltaf tengd en samt einangruð. Í verkinu okkar er manneskjan bara í tveimur hlutverkum, annað hvort áhorf­ andi eða listamaður. Getur hver sem er myndað nánd með hverjum sem er? Hvað græð­ um við á því sem manneskjur í þessum heimi að skapa nánd?,“ segir Alma Mjöll Ólafsdóttir, ein úr hópi nemanda Listaháskól­ ans sem setur upp níu klukku­ tíma sýningu í leigðu húsnæði í Hafnarfirði í næstu viku. Hópurinn hefur unnið að því síðustu vikurnar að rann­ saka hvað nánd er og hvernig hún myndast. ,,Ferlið okkar er byggt á eigin reynsluheimi og rannsóknum sem hafa verið að fjalla um nánd. Einnig fengið mikla hjálp frá sálfræðingum. Við bjóðum áhorfandanum inn í rannsóknarferli. Við vitum ekki niðurstöðuna, við ætlum að reyna að finna niðurstöðuna með áhorfandanum.“ Sýningin fer þannig fram að áhorfanda er boðið að eyða nótt með ókunn­ ugum listamanni í þeim tilgangi að rannsaka hvort sé hægt að skapa nánd með ókunnugri manneskju yfir aðeins eina nótt. „Nánd er eitthvað sem skapast milli tveggja einstak­ linga, það er ekki eitthvað sem gerist í hópi.’“ „Vinsælasta orð Oxford orðabókarinnar 2016 er „post truth“ eða síð­sannleikur. Fólk vill frekar lifa í hugmyndum en raunveruleikanum. Sann­ leikurinn er hættur að skipta máli. Fólk á erfitt með að setja puttann á hvað er raunverulegt og hvað ekki. Allt sem við vilj­ um í þessum heimi er tenging. Hugmyndin er að maður þurfi að afhjúpa sjálfan sig til að finna fyrir nánd með annari mann­ eskju en hvernig gerum við það í heimi þar sem sviðsetning sjálfsins er svona flókin? Þetta eru spurningar sem við leitum svara við í verkinu,“ segir Alma Mjöll. Eyða heilli nótt með áhorfandanum Nemendur Listaháskólans leita að nánd og afhjúpun sjálfsins. Alma Mjöll Ólafsdóttir, Ástrós Guðjónsdóttir, Gígja Sara Björnsson, Kari Vig Petersen og Rita Maria Farias eyða nóttinni með ókunnugum í leit af nánd. Mynd | Rut Kanínumerki fyrir aftan forsetann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.