Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 16.12.2016, Síða 16

Fréttatíminn - 16.12.2016, Síða 16
16 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 16. desember 2016 Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir ritstjorn@frettatiminn.is Ég sat með strákunum eftir skóla og hlustaði á þá úthúða Donald Trump. Þó ég væri auð-vitað sammála þeim í einu og öllu sagði ég við þá að þeir hefðu um tvo möguleika að velja. Annað hvort gætu þeir barið hausnum í vegginn í fjögur ár eða sætt sig við það að Donald Trump hefði verið kosinn forseti. Umsvifa- laust ruku þeir á fætur og byrj- uðu að berja hausnum í eldhús- vegginn,“ útskýrði nágrannakona mín í New York fyrir mér daginn eftir að Donald Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna. Synir henn- ar eru 11 ára. En nú er ríflega mánuður liðinn frá því að ljóst var að Trump yrði næsti forseti Bandaríkjanna og þegar er byrjað er að smíða sviðið í miðri höfuðborg landsins fyr- ir formlega vígsluathöfnina sem verður haldinn 20. janúar. Frá og með þeim degi stýrir Donald Trump landinu og er gert ráð fyrir að hann sé þar með búinn að skipa í flestar þær 4.000 stöður sem skipt er út þegar nýr forseti tekur við. Ólíkt forverum sínum nældi Trump sér í forsetaembættið gegn vilja þeirra sem ráða Repúblikana- flokknum og mætir hann því til leiks óháður þeirri vel smurðu vél sem flokksmaskínur stóru flokk- anna tveggja eru þegar kemur að stjórnarskiptum. Hvort sem það Bryndís Ísfold skrifar um það sem ráða má úr afrekum Donalds Trump á undanförnum dögum, áður en hann tekur formlega við sem forseti Bandaríkjanna. Trump tístir á Kínverja og ræður vini Pútins – allt á einni viku megi teljast heilbrigðismerki eða ekki, að hvorugur stjórnmála- flokkurinn sé nú við völd nema að litlu leyti, ber undirbúningsferli Trumps þess svo sannarlega merki að nú séu nýir tímar. Á milli þess sem Trump húð- skammar leikarann Alec Baldwin á Twitter fyrir að vera ósanngjörn eftirherma sín í spaugstofuþætti þeirra Bandaríkjamanna, Saturday Night Live, eða tekur snúning á umræðum um tilgang lífsins með söngvaranum Kanye West á gulli þöktu heimili sínu í New York borg, ræður hann æðstu yfirmenn lands- ins í margvísleg embætti og rífur kjaft á Twitter við stórveldi heims- ins. Ekkert er sem áður var, þetta er hinn nýi raunveruleiki stjórn- málanna og ráðningar Trumps eru ekki fjarri þessum nýja fáránleika. „Þú getur líka ekkert gert nema sætta þig við orðinn hlut,“ ítrek- aði nágrannakona mín með and- vörpunartóni. Margsaga verðandi forseti Eins og með allt sem viðkemur Trump, er engin leið að átta sig al- veg á því hvort það sem hann lætur út úr sér sé handahófskennt blaður eða úthugsuð leikflétta. -Er Trump heimskur eða hæfur? Það er undir- liggjandi tónn í allri umræðu og mögulega felst snilldin einmitt í því að láta fólk velkjast í vafa um hvort um ásetning sé að ræða eða ekki. Óvissan sem það veldur held- ur fjölmiðlum við efnið, og efnið er Trump sjálfur. Strax eftir kosningar dró Trump verulega í land með fjölda stór- karlalegustu yfirlýsinga sinna úr kosningabaráttunni og veltu menn fyrir sér hvort hann hygðist hann stjórna landinu í ríkri sátt. Vonar- Þessa vikuna virðist Trump hafa það í hyggju að búa til nýja stöðu á hinu landfræðilega valdatafli heimsins. Hvort heldur sem er úthugs- uð langtímastefna eða bara hending eftir flipp vikunnar, þá virðist það hlutskipti heimsins alls að sætta okkur við orðinn hlut eða – byrja að berja hausnum í vegg. Myndir | Getty Reykjavík: GÞ - skartgripir & úr, Bankastræti 12 s: 551-4007, Meba, Kringlunni s: 553-1199, Meba - Rhodium, Smáralind s: 555-7711 Kópavogur: Klukkan, Hamraborg 10 s: 554 4320 Hafnarfjörður: Úr & Gull, Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 Keflavík: Georg V. Hannah, úr- smiður, Hafnargötu 49 s: 421-575 Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður, Glerártorgi s: 462-2509 RAYMOND WEIL söluaðilar

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.