Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 16.12.2016, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 16.12.2016, Blaðsíða 16
16 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 16. desember 2016 Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir ritstjorn@frettatiminn.is Ég sat með strákunum eftir skóla og hlustaði á þá úthúða Donald Trump. Þó ég væri auð-vitað sammála þeim í einu og öllu sagði ég við þá að þeir hefðu um tvo möguleika að velja. Annað hvort gætu þeir barið hausnum í vegginn í fjögur ár eða sætt sig við það að Donald Trump hefði verið kosinn forseti. Umsvifa- laust ruku þeir á fætur og byrj- uðu að berja hausnum í eldhús- vegginn,“ útskýrði nágrannakona mín í New York fyrir mér daginn eftir að Donald Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna. Synir henn- ar eru 11 ára. En nú er ríflega mánuður liðinn frá því að ljóst var að Trump yrði næsti forseti Bandaríkjanna og þegar er byrjað er að smíða sviðið í miðri höfuðborg landsins fyr- ir formlega vígsluathöfnina sem verður haldinn 20. janúar. Frá og með þeim degi stýrir Donald Trump landinu og er gert ráð fyrir að hann sé þar með búinn að skipa í flestar þær 4.000 stöður sem skipt er út þegar nýr forseti tekur við. Ólíkt forverum sínum nældi Trump sér í forsetaembættið gegn vilja þeirra sem ráða Repúblikana- flokknum og mætir hann því til leiks óháður þeirri vel smurðu vél sem flokksmaskínur stóru flokk- anna tveggja eru þegar kemur að stjórnarskiptum. Hvort sem það Bryndís Ísfold skrifar um það sem ráða má úr afrekum Donalds Trump á undanförnum dögum, áður en hann tekur formlega við sem forseti Bandaríkjanna. Trump tístir á Kínverja og ræður vini Pútins – allt á einni viku megi teljast heilbrigðismerki eða ekki, að hvorugur stjórnmála- flokkurinn sé nú við völd nema að litlu leyti, ber undirbúningsferli Trumps þess svo sannarlega merki að nú séu nýir tímar. Á milli þess sem Trump húð- skammar leikarann Alec Baldwin á Twitter fyrir að vera ósanngjörn eftirherma sín í spaugstofuþætti þeirra Bandaríkjamanna, Saturday Night Live, eða tekur snúning á umræðum um tilgang lífsins með söngvaranum Kanye West á gulli þöktu heimili sínu í New York borg, ræður hann æðstu yfirmenn lands- ins í margvísleg embætti og rífur kjaft á Twitter við stórveldi heims- ins. Ekkert er sem áður var, þetta er hinn nýi raunveruleiki stjórn- málanna og ráðningar Trumps eru ekki fjarri þessum nýja fáránleika. „Þú getur líka ekkert gert nema sætta þig við orðinn hlut,“ ítrek- aði nágrannakona mín með and- vörpunartóni. Margsaga verðandi forseti Eins og með allt sem viðkemur Trump, er engin leið að átta sig al- veg á því hvort það sem hann lætur út úr sér sé handahófskennt blaður eða úthugsuð leikflétta. -Er Trump heimskur eða hæfur? Það er undir- liggjandi tónn í allri umræðu og mögulega felst snilldin einmitt í því að láta fólk velkjast í vafa um hvort um ásetning sé að ræða eða ekki. Óvissan sem það veldur held- ur fjölmiðlum við efnið, og efnið er Trump sjálfur. Strax eftir kosningar dró Trump verulega í land með fjölda stór- karlalegustu yfirlýsinga sinna úr kosningabaráttunni og veltu menn fyrir sér hvort hann hygðist hann stjórna landinu í ríkri sátt. Vonar- Þessa vikuna virðist Trump hafa það í hyggju að búa til nýja stöðu á hinu landfræðilega valdatafli heimsins. Hvort heldur sem er úthugs- uð langtímastefna eða bara hending eftir flipp vikunnar, þá virðist það hlutskipti heimsins alls að sætta okkur við orðinn hlut eða – byrja að berja hausnum í vegg. Myndir | Getty Reykjavík: GÞ - skartgripir & úr, Bankastræti 12 s: 551-4007, Meba, Kringlunni s: 553-1199, Meba - Rhodium, Smáralind s: 555-7711 Kópavogur: Klukkan, Hamraborg 10 s: 554 4320 Hafnarfjörður: Úr & Gull, Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 Keflavík: Georg V. Hannah, úr- smiður, Hafnargötu 49 s: 421-575 Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður, Glerártorgi s: 462-2509 RAYMOND WEIL söluaðilar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.