Lystræninginn - 01.03.1977, Síða 3

Lystræninginn - 01.03.1977, Síða 3
TIL LESENDA . Með 4. hefti Lystræningjans hófum við mihla herferð til að safna nýjum áskrif- endum. Sendum um 500 manns blaðið til yfirlesturs og báðum þá um að endursenda blaðið eða láta okkur vita á annan hátt ef þeir vildu ekki gerast áskrifendur. Innan við 10% hafa afþakkað blaðið og værum við að sjálfsögðu ánægðir með það ef treysta mætti að allir þeir er blaðið fengu hefðu gefið góðan gaum að þessum orðum boðsbréfsins: Við væntum þess að þú gerist áskrifandi blaðsins. Ef þá æskir þess ekki þá hringdu í okkur eða endursendu blaðið, að öðrum kosti litum við á þig sem áskrifenda. Með þessu blaði innheimtum við áskriftar- gjöld fyrir 4. 5. og 6. hefti, en það hefti kemur út í maí. Gjaldið fyrir þessi 3 blöð eru 1500 krónur og skorum við á lesendur að greiða það hið fyrsta. Sendið peningana i póstávisun eða á ann- an hátt til Lystræningjans, Oddabrauí 7 Þorlákshöfn. Ef einhverjir sem fengið hafa blaðið sent æskja þess ekki þá endursendið það hið fyrsta. Það er ótrúlegt hve mik'la vinnu slik hugulsemi getur sparað rit- stjórninni. Lystræninginn hefur á enga aðra að treysta en lesendur sina, öll vinna við hann er unnin i sjálfboðavinnu og með þvi að greiða áskriftargjaldið hið fyrsta spara lesendur okkur ótrúlega mikla vinnu. Það er leiður ósiðTir að borga ekki áskriftargjöld á réttum tima og vis vegur til að tefja útgáfu blaðs. Borgið þvi áskriftargjaldið sem fyrst og þið fáið 6. heftið i maí. ritstjórn Útgáfurit Lystræningjans og rit er við höfum til sölu. Póstsendum. Lystræninginn 1. Verð 300 krónur. Lystræninginn 2. Uppselt. Lystræninginn 3. Upplag á þrotum. Verð 400 krónur. Lystræninginn 4. Verð 500 krónur. Jazzmál. Verð 200 krónur. Skóhljóð aldanna. Upplag á þrotum. Verð 1500 krónur. LYSTRÆNINGINN Oddabraut 7 Þorlákshöfn GERIST ASKRIFENDUR AÐ LYSTRÆNINGJANUM Lystræninginn kemur út fjórum sinnum á ári. Askriftargjald er 2000 krónur fyrir fjögur hefti. Þeir er gerast vilja áskrifendur að blaðinu eða fá efni birt hringið i eitthvert þessara simanúmera: 91-25753 (Fáfnir), 91-71060 (Þorsteinn) 99-3733 (Vernharður) eða skrifið blað- inu: Lys træninginn Oddabraut 7 Þorlákshöfn LYSTRÆNINGINN 5. tölublað, mars 1977 Ritstjórn: FAFNIR HRAFNSS0N VERNHARÐUR LINNET (ábm) ÞORSTEINN MARELSSON RÍKISÚTVARPIfi auglýsingasími 22274-22275 3

x

Lystræninginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.