Lystræninginn - 01.03.1977, Qupperneq 9

Lystræninginn - 01.03.1977, Qupperneq 9
13 heimur ónumins dags og fugl sem framhjá fer hlær við skýjum vaggar rór i grasi ský og gras og hlý gola við eyra ónumins dags og fugls sem framhjá fer 14 i djúpi daga og ára svalar þögnin timans hraðfleygu tönn hvar er straumurinn hvert liggur hans leið og timans tönn sem molar hvert bjarg hverja hugsun rifur með rót hvar og hvert i djúpi daga og ára ekkert er kyrrt nema þögnin 15 jörðin er frjáls og rik allt er opið á gátt fagnandi söngur og þrá eftir lifi og ljósi en hvar hversvegna hvi hverfist allt i hring steypist útfall þungt um allt sem við unnum 16 allt i kring dagar framandi ógna eldskirn og spurnir rafmagnað loft og eldur i svölu grasi allt i kring og mennirnir við mennirnir 17 við sem jörðina byggjum ástmenn sólar og blóma einnig við erum likmenn hamingjunnar hvaðan kemur okkur vald til að syngja og drepa 18 lækur við klett og blóm og berjalyng blágrænt haf i fjarska minning úr æsku örskamma stund lifir liðinn timi lifir i mér og deyr úti fljótið lygna 19 leiðin er grýtt og löng en heim liggur hún þangað sem allt býr og draumurinn gleymdi vakir guðir og vættir ég kalla og spyr hvenær lýkur göngunni leyfið okkur að vaka frameftir og syngja 9

x

Lystræninginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.