Lystræninginn - 01.03.1977, Side 18
annað i hel, nauðgar hvert öðru, keyrir
hvert annað niður. Sagði ég þér frá bil-
slysinu við Hréarskeldu? Billinn £6r i
klessu þegar hann kejurði á tré. Stðrt
sterklegt tré.
Þeir voru einir á veginum. Engir félks-
bilar, engir áætlunarbilar. Einmannaleik-
inn umlauk þá. Hraðinn var kominn uppí
170.
- Góður bill, sagði maðurinn og sló hend-
inni nokkrum sinnum á stýrið, - kraft-
mikill. Billinn skildi eftir sig þoku-
slóð. Maðurinn dró sigarettu uppár vas-
anum og kveikti i henni með kveikj-
ara.
- Eiginlega keyrum við of hratt, sagði
hann, - finnst þér ekki við keyra of
hratt?
- Já, sagði Markás.
- Ég furða mig á þvi að fólk skuli keyra
svona hratto Satt að segja furða ég mig
á þvi að allt þetta góða fólk sé svona
gefið fyrir að drepa hvert annað. Finnst
yður það ekki furðulegt?
- Já, sagði Markás, - mér finnst það
lika furðulegt.
- Þér eruð finn náungi. Það er samt
furðulegt að allt þetta góða fólk sem
lifir þessu fyrirmyndarlifi sé svona æst
i að drepa hvert annað. 1 nafni góð-
mennskunnar.
- Þér eruð brjálaður, sagöi Markús allt-
ieinu, - brjálaður.
Maðurinn. hló hljóðlega og sagði;
- Heljarmikið fallegt sjálfsmorð. Annars
var það hérna sem það gerðist... Hér hjá
þessu tréi.
Hann benti hirðuleysislega á stóra tréð
sem stóð niðri á akrinum.
Billinn þaut eftir veginum sem lá i
beygjum. Keyrði á rauðu yfir gangbraut-
ina. Áfram i átt til Kaupmannahafnar.
Hjá bensinstöð hægði hanr. ferðina og
keyrði að tanknum. Afgreiðslumaðurinn
kom til þeirra.
- Fylla, sagði maðurinn og steig átúr
bilnum. Markás sat kyrr með báðar hendur
krepptar i sætinu.
Maðurinn kallaði innum gluggann:
- Eigum við ekki að liðka okkur?
Markús steig átár bilnum.
- Það er gott að fá smá hreyfingu, sagði
maðurinn og gekk rösklega fram og aftur.
Markás fylgdi honum eftir i hæfilegri
fjarlægð og hljóp næstum við fót.
Maðurinn gekk hraðar og hraðar. Markús
fylgdi á eftir i hæfilegri fjarlægð.
- Jæja, sagði maðurinn, - við verðum að
halda áfram. Komdu.
Hann gekk að bilnum'.
- Heyrðu, sagði Markás og stóð kyrr,
- heyrðu mig...
Maðurinn snéri sér við. Markás gekk hægt
til hans. Hann kreppti hnefann, lyfti
honum. Maðurinn horfði brosandi á hann.
- Nei, sagði hann, - nei. Þér eruð svo
fínn náungi.
Markási féllust hendur og fylgdi honum.
Þeir settust inni bilinn og keyrðu
áfram.
Vernharður Linnet þýddi
18