Lystræninginn - 01.03.1977, Page 24

Lystræninginn - 01.03.1977, Page 24
verið mjúkur leir i höndum Steinunnar Jðhannesdóttur leikstjóra. Þóra Grétars- dóttir, i hlutverki Dafne, skilaði sinu einnig mjög vel, enda mun þetta ekki hafa verið nein frumraun hennar á sviði. Ester Halldórsdóttir, i Ijlutverki lækn- isins, komst einnig mjög vel frá þessu; þótt óöryggi á texta gætti hjá henni, hafði það ekki sjáanleg áhrif á leik hennar. Fremur fannst mér Aldo litlaus persóna, hverjum svo sem um má kenna. Helgi Finnlaugsson, sem Antonio, kom mjög vel fyrir, en staldraði aðeins stutt við á sviðinu. Leikmyndin var mjög einföld, enda nauð- synlegt að hafa hana sem meðfærilegasta fyrir farandleikhtás „ Margt smávægilegt, svo sem svunturnar og myndin framan á borðinu (sem gleymd- ist að setja á sinn stað) setti skemmti- legan blæ á leikinn. I heild fannst mér leikurinn góður og ef marka má undirtektir sýningargesta eru fleiri sama sinnis. I virðingarskyni við hina gömlu leikhús- hefð, sem Fo byggir á, léku Selfyssing- arnir með hálfgrímur, og setti það sinn svip á verkið. Þvi miður fannst mér þetta koma illa nið- ur á skýrmælgi lögregluþjónsins, sem virtist beina orðum sinum upp i gervi- nef sitt. Ingis Sá sem stelur fæti Leikflokkurinn sunnan Skarðsheiðar: SYSTIR MARÍA Fyrr á þessu leikári sýndu þingeyingar þetta leikrit Charlotte Hastings. Hún var óþekkt skrifstofustúlka er verkið var frumflutt i London og varð fræg af þó sú sól sé farin að lækka á lofti. Leikstjóri er Auður Guðmundsdóttir„ Leikfélag Vestmannaeyja: RAUÐHETTA Barnaleikrit Evgenís Schwarts er annað verkefni L.V. á þessu leikári. Leik- stjóri er Magnús Axelsson, en aðstoðar— leikstjóri Sigurgeir Scheving. Þess má geta að þetta er þriðja barnaleikritið sem áhugamannafélögin frumsýna á þessu leikári. Leiklistarfélag M.H; DREKINN Dreki Schwarts er þriðja leikrit hans sem sett er á svið á þessu leikári. Jósef Djúgasvilí féll það þó ekki i geð og var leikurinn ekki sýndux þar eystra meðan gamli maðurinn réði rikjum. Örnólf-ur Árnason þýddi leikritið sem ekki hefur verið sýnt á sviði hérlendis fyrr. Leikstjóri er Þórunn Sigurðarsóttii Leiklistarklúbburinn Aristófanes: A ÚTLEIÐ Klúbbur þessi starfar í Fjölbrautarskól— anum i Breiðholti og sýnir þar hið góð- kunna leikrit Suttons Vanes. Leikstjóri er Sigurður Lindal. Leiknefndin i Vik: AFBRÝÐISSÖM EIGINKONA Verkefni vikurbúa er að þessu sinni einn hinna ensku farsa, Afbrýðissöm eiginkona eftir Paxton og Hoile. Ungmennafélagið Drangur og Kvenfélag Hvammshrepps standa að leiknefndinni„ Leikstjóri er Kristján Jónsson. Litla leikfélagið: KOPPALOGN Þetta félag er nýstofnað i Garðinum og hefur valið sem fyrsta verkefni velþekkt leikrit Jónasar Árnasonar. Leikstjóri er Sævar Helgason. Litla leikfélagið: KOPPALOGN Þetta félag er nýstofnað i Garðinum og. hefur valið sem fyrsta verkefni vel- þekkt leikrit Jónasar Árnasonar. Alltaf er gleðilegt þegar áhugamanna- félögin sýna verk islenskra samtima- höfunda. Leikstjóri er Sævar Helgason. Menningarfélag Flensborgar: ö ÞETTA ER INDÆLT STRÍÐ Þetta ágæta verk leiksmiðju Joans Littlewoods var sýnt í Þjóðleikhúsinu 24

x

Lystræninginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.