Lystræninginn - 01.03.1977, Side 33

Lystræninginn - 01.03.1977, Side 33
hugsir. Gústaf: Allt Sbyrgt fölk hugsar. R6sa: Auðvitað. Allt ábyrgt fólk. Bene- dikt: Þ^gið þið. Þið skiljið ekki neitt. Ég fæ kligju af að hlusta á ykkur. Ég gæti kastað upp. ( rýkur inn til sin) Gústaf: Ég botna ekkert i þessum drengl Rósa: Hvað gengur eiginlega að honuml 4. þáttur Húsbóndinn sefur i hægindastólnum með bók á hné sér. Konan og hermaðurinn sitja við borðið. Þögn. Rósa: (tekur upp kaffikönnuna) Meira kaffi? - Ekki meira? Georg: Nei takk. Rósa: Bara örlitinn sopa? Georg: ómcgu- lega. (konan setur könnuna aftur' á borð- ið) Rósa: Á ég kannski að laga nýtt 1 kaffi? Georg: Það er ekkert að kaffinu. Rósa: Við gætum flutt okkur i sófann. - Við getum það. - Gecrg. - Hlustarðu ekki? Georg: Kannski ég fái svolitið meira kaffi. (konan hellir i bolla hermanns- ins,- þögn) Rósa: Þú ert vamir að vilja setjast i sófann. - Þú ert vanur þvi. - Þér hefur oft fundist gott að sitja þar. - Þér hefur oft fundist það gott. - Ég hef venjulega ekki þurft að nefna það. Þú hefur sagt: Eigum við ekki að setjast i sófann, og við höfum sest i hann. Við eigum minningar úr sófanum. - Góðar minn- ingar - Þú hefur jafnvel sofið i honum. - Þú hefur sagt að þú hafir hvergi sofið eins vel. - Ertu búinn að gleyma því. Georg: ÞÚ talar of mikið. Rósa: Einhver verður að tala. - Mér finnst þögnin svo óþægileg. - Þögnin gerir mig hrædda. - Leiðist þér? - Mig langar til að þú sért glaður. - Vertu glaður. Georg: Ég er i sólskinsskapi. Rósa: Það er ekki að sjá. - Geturðu ekki brosað ofurlitið. - Bros- tu. - Brostu. (hermaðurinn skælbrosir)

x

Lystræninginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.