Lystræninginn - 01.03.1977, Page 36
anda. (í átökunum falla þau á gólfið -
konan heldur enn utanum hermanninn sem
brýst um) Rðsa: Ástin m^n. - Ástin min.
Georg: Hættu - hættu. Lofaðu mér að
standa upp. Rðsa: Sérðu ekki hvað ég
élska þig. Sérðu ekki hvað ég elska þig
heitt. (hermanninum tekst að losa sig -
stendur upp og ætlar að forða sér át -
konan stendur upp og reynir að halda
honum) Farðu ekki. Gerðu þ'að farðu ekki.
Georg: Ætlarðu að halda mér? Résa: Þú
verður að koma aftur. Georg: Á ég ekki
að fá að komast? Rðsa: Þá kemur aftur.
Georg: Ég er að fara héðan. Résa: Gerðu
það. Komdu aftur. Georg: Ég fer alfar-
inn. Ég er að verða búinn í herþjénust-
unnr. Rósa: Þá verður þá að minnsta
kosti að skrifa. (hermaðurinn ætlar að
fara) Hejn'irðu það. Þá skrifar mér.
Georg: (losar sig) Það getur verið.
Résa: Þú verður að lofa því. Þá verður
að segja mér hvernig þér liður. Þú verð-
ur að gera það. Georg: Við sjáum til.
Résa: Lofaðu mér þvi Georg. Georg: Þá
það. Ég skal skr,ifa. Rósa: Það bregst
ekki? Georg: Nú, er ég ekki búinn að
segja það. (fer) Résa: (fer fram á eft-
ir honum) Þú leyfir mér að kveðja þig.
(um leið og hún hverfur útúr stofunni)
Leyfðu mér að kveðja þig Georg.
5. þáttur
Hjénin sitja við morgunverðarborðið
ásamt détturinni. Þögn.
Résa: Klara, farðu og athugaðu hvort
það er bréf frammi. Klara: Varstu ekki
að gá að þvi áðan? Résa: Mér fannst ég
heyra eitthvað. Klara: Ég hevrði ekki
neitt. Résa: Athugaðu það samt. - Já,
athugaðu það. Klara: (stendur upp með
tregðu) Þetta er ekkert annað en imynd-
un. (fer fram) Gústaf: (kallar) Komdu
að drekka drengur. (Klara kemin? aftur
inn) Résa: Var ekkert bréf? Gústaf: Hann
svarar ekki þé það sé kallað. Résa: Var
Úr sýningu LeikfélagsÞorlákshafnar
á Skirn.
1 ■■ V 1 ■ i ■ .... - ........ i
ekkert frammi? Klara: Auðvitað ekki.
Þetta var bara imyndun einsog ég vissi.
Þú heldur á hverjum morgni að það sé
komið bréf. Résa: Nú getur það ekki
verið? Klara: Það skrifar okkur enginn.
Við skrifunst ekki á við neinn. Það koma
aldrei nein bréf hingað. Það eina sem
kemur eru tilkynningar. Résa: Það er nú
samt ekki útilokað að komi bréf. - Það
er ekki alveg útilokað. Gústaf: Eftir
alla þessa mánuði? Résa: Georg lofaði
að skrifa. Ég trúi því ekki að hann
skrifi ekki. Hann sem heimsétti okkur
svo oft. Hann sem hafði svo mikinn áhuga
á landinu. Gústaf:Það hafði hann, og þá
sérstaklega á vörnum þess. Résa: Það
var líka eitthvað svo gott við hann.
Gústaf: Þetta var mesti myndar piltur.
Það vantaði ekki. Og ég held bara nokk-
uð vel gefinn. Résa: Hann vissi allt
mögulegt. Gústaf: Hann hafði sérstakan
áhuga á tækni. Það er framtiðin. Ég er
viss um að það verður eitthvað úr honum.
Résa: En hvers vegna skrifar hann ekki?
Gústaf: Nú hann getur haft um eitthvað
annað að hugsa. Résa: Hvað ætti það svo
sem að vera? Gústaf: Ekki veit ég það.
Résa: Hann gæti skrifað þé ekki væri
nema fáein orð, þé ekki væri nema til
að láta vita að hann sé á lífi. Klara:
Ef hann er ekki á lífi þá getur hann
36